Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. ágúst 2025 21:04 Þórir Haraldsson, forstjóri Heilsustofnunar og Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, sem héldu upp á 70 ára afmæli stofnunarinnar í dag með sínu starfsfólki og fjölmörgum gestum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikið um að vera í Hveragerði í dag því þar fékk fólk að smakka á furðu ísum, auk þess sem haldið var upp á 70 ára afmæli Heilsustofnunar en um eitt hundrað þúsund manns hafa notið dvalar á stofnunni á þessum sjötíu árum. Við byrjum á Stóra Ísdegi Kjörís, sem er alltaf haldin í tengslum við Blómstrandi daga. Öllum var boðið upp á ís í ómældu magni og þá voru kynntar nokkrar furðutegundir af ís. Talið er að á milli 20 og 25 þúsund manns hafi tekið þátt í deginum hjá Kjörís enda heppnaðist hann ótrúlega vel. En vinsælasti furðulegasti ísinn, hann vakti mikla athygli og aðdáun gesta. „Já, það var poppkorn ís, Poppkorn er gott og ísinn er góður, þetta hlýtur að vera geðveikt, þannig að það er bara að smakka,“ segir Elías Þór Þorvarðarson, markaðsstjóri Kjörís. Elías Þór Þorvarðarson, markaðsstjóri hjá Kjörís er mjög ánægður með daginn og alla þá gesti, sem tóku þátt í deginum með fyrirtækinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvaða ís er bestur að þínu mati? Ég er rosalegur poppkorns maður, ég skal hundur heita ef poppkorns ís verður ekki næsti ís ársins,“ segir Elías hlæjandi. Tvíburarnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir tóku að sjálfsögðu þátt í Kjörísdeginum enda pabbi þeirra framkvæmdastjóri fyrirtækisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Langar raðir mynduðust í dag þar sem boðið var upp á nokkrar tegundir af furðuís.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjöldi, fjöldi fólks mætti á Ísdag Kjörís.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þá var það 70 ára afmæli Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands en boðið var upp á glæsilega dagskrá á afmælishátíðinni í dag en stofnunin tók til starfa fyrir 70 árum fyrir tilstuðlan Jónasar Kristjánssonar læknis, sem var frumkvöðull náttúrulækninga stefnunnar hér á landi. Um 100 þúsund manns hafa notað sér þjónustu Heilsustofunar í þessi 70 ár, sem starfsemin hefur verið í boði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkar árangursmælingar sýna fram á mjög góðan árangur. Gestirnir lýsa yfir mikilli ánægju með dvölina og þeir 1400 manns, sem koma hérna á hverju einasta ári með tilvísun frá lækni í læknisfræðilega endurhæfingu, þeir sýna mikinn árangur. Já, við erum mjög ánægð með okkar starfsemi og árangur,“ segir Þórir Haraldsson, forstjóri Heilsustofnunar. Hátíðardagskráin hjá Heilsustofnun fór fram úti og voru fjölmargir gestir þá á staðnum. Einnig var hægt að skoða öll húsakynni stofnunarinnar og þiggja fjölbreyttar veitingar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét Grímsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsustofnun og hafði þetta meðal annars að segja. „Við þurfum að bera ábyrgð á heilsunni okkar og þess vegna er Heilsustofnun, við erum hér til þess að styðja fólk í því,“ segir Margrét. Og að sjálfsögðu var afmælissöngurinn sunginn. Hátíðardagskráin hjá Heilsustofnun fór fram úti og voru fjölmargir gestir þá á staðnum. Einnig var hægt að skoða öll húsakynni stofnunarinnar og þiggja fjölbreyttar veitingar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Heilsustofnunar í Hveragerði Heimasiða Kjörís í Hveragerði Hveragerði Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Við byrjum á Stóra Ísdegi Kjörís, sem er alltaf haldin í tengslum við Blómstrandi daga. Öllum var boðið upp á ís í ómældu magni og þá voru kynntar nokkrar furðutegundir af ís. Talið er að á milli 20 og 25 þúsund manns hafi tekið þátt í deginum hjá Kjörís enda heppnaðist hann ótrúlega vel. En vinsælasti furðulegasti ísinn, hann vakti mikla athygli og aðdáun gesta. „Já, það var poppkorn ís, Poppkorn er gott og ísinn er góður, þetta hlýtur að vera geðveikt, þannig að það er bara að smakka,“ segir Elías Þór Þorvarðarson, markaðsstjóri Kjörís. Elías Þór Þorvarðarson, markaðsstjóri hjá Kjörís er mjög ánægður með daginn og alla þá gesti, sem tóku þátt í deginum með fyrirtækinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvaða ís er bestur að þínu mati? Ég er rosalegur poppkorns maður, ég skal hundur heita ef poppkorns ís verður ekki næsti ís ársins,“ segir Elías hlæjandi. Tvíburarnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir tóku að sjálfsögðu þátt í Kjörísdeginum enda pabbi þeirra framkvæmdastjóri fyrirtækisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Langar raðir mynduðust í dag þar sem boðið var upp á nokkrar tegundir af furðuís.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjöldi, fjöldi fólks mætti á Ísdag Kjörís.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þá var það 70 ára afmæli Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands en boðið var upp á glæsilega dagskrá á afmælishátíðinni í dag en stofnunin tók til starfa fyrir 70 árum fyrir tilstuðlan Jónasar Kristjánssonar læknis, sem var frumkvöðull náttúrulækninga stefnunnar hér á landi. Um 100 þúsund manns hafa notað sér þjónustu Heilsustofunar í þessi 70 ár, sem starfsemin hefur verið í boði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkar árangursmælingar sýna fram á mjög góðan árangur. Gestirnir lýsa yfir mikilli ánægju með dvölina og þeir 1400 manns, sem koma hérna á hverju einasta ári með tilvísun frá lækni í læknisfræðilega endurhæfingu, þeir sýna mikinn árangur. Já, við erum mjög ánægð með okkar starfsemi og árangur,“ segir Þórir Haraldsson, forstjóri Heilsustofnunar. Hátíðardagskráin hjá Heilsustofnun fór fram úti og voru fjölmargir gestir þá á staðnum. Einnig var hægt að skoða öll húsakynni stofnunarinnar og þiggja fjölbreyttar veitingar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét Grímsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsustofnun og hafði þetta meðal annars að segja. „Við þurfum að bera ábyrgð á heilsunni okkar og þess vegna er Heilsustofnun, við erum hér til þess að styðja fólk í því,“ segir Margrét. Og að sjálfsögðu var afmælissöngurinn sunginn. Hátíðardagskráin hjá Heilsustofnun fór fram úti og voru fjölmargir gestir þá á staðnum. Einnig var hægt að skoða öll húsakynni stofnunarinnar og þiggja fjölbreyttar veitingar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Heilsustofnunar í Hveragerði Heimasiða Kjörís í Hveragerði
Hveragerði Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira