Ekki allt sem sýnist varðandi launin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2025 16:19 Kristján Þór hefur starfað sem framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar frá árinu 2021. Áður starfaði hann í lengri tíma í fjármálageiranum meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá Valitor. Slysavarnafélagið Landsbjörg segir framkvæmdastjóra félagsins fá sanngjörn laun en langt í frá að hann sé einn launahæsti starfsmaður á landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu vegna frétta fjölmiðla í morgun um að Kristján Þór Harðarson framkvæmdastjóri Landsbjargar hafi á árinu 2024 verið með um 9,8 milljónir í laun á mánuði. Í tilkynningunni segir að stærsti hluti þessara reiknuðu launa séu úttekt séreignasparnaðar Kristjáns síðustu 35 ára. Hann hafi Kristján leyst út í fyrra eins og heimilt er að gera við sextugsaldur. Fjölmiðlar fjölluðu um tekjur Kristjáns Þórs og fjölda annarra Íslendinga í tilefni útgáfu tekjublaðs Frjálsrar verslunar. Kristján Þór er efstur á blaði í hópnum „hagsmunasamtök og aðilar vinnumarkaðarins“ í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem gefið var út í dag. „Hér er dæmi um hve villandi það er þegar laun eru reiknuð til baka út frá skattgreiðslum, en við úttekt séreignasparnaðar greiddi hann að sjálfsögðu þá skatta sem honum bar, sem svo koma fram í álagningarskrá skattyfirvalda.“ Landsbjörg segir félagið greiða laun í samræmi við stöðu sína sem stærstu samtök sjálfboðaliða í landinu. „Þau eru sanngjörn en eiga talsvert í land með að komast inn á topp tíu listann, hvað þá að toppa hann.“ Á hæla Kristjáns Þórs varðandi tekjur reiknaðar út frá skattgreiðslum síðasta árs koma Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, með 6,2 milljónir króna og Heiðrún Lind Marteinsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi með fimm milljónir króna. Tekjur Björgunarsveitir Félagasamtök Tengdar fréttir Davíð trónir enn og aftur á toppnum Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er enn eina ferðina langtekjuhæstur fjölmiðlamanna samkvæmt nýju tekjublaði Frjálsrar verslunar. Davíð var í fyrra með 6,68 milljónir í laun á mánuði. 19. ágúst 2025 15:53 Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, trónir á toppi listans yfir launahæstu embættismenn, forstjóra og starfsmenn hins opinbera samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt blaðinu var Runólfur með um 7,2 milljónir í laun á mánuði í laun í fyrra. 19. ágúst 2025 13:01 Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Árni Sigurðsson, forstjóri Marel, er tekjuhæsti forstjórinn í nýju blaði Frjálsrar verslunar yfir tekjur Íslendinga árið 2024. Árni var með rúmar 40 milljónir á mánuði í tekjur. 19. ágúst 2025 12:01 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu vegna frétta fjölmiðla í morgun um að Kristján Þór Harðarson framkvæmdastjóri Landsbjargar hafi á árinu 2024 verið með um 9,8 milljónir í laun á mánuði. Í tilkynningunni segir að stærsti hluti þessara reiknuðu launa séu úttekt séreignasparnaðar Kristjáns síðustu 35 ára. Hann hafi Kristján leyst út í fyrra eins og heimilt er að gera við sextugsaldur. Fjölmiðlar fjölluðu um tekjur Kristjáns Þórs og fjölda annarra Íslendinga í tilefni útgáfu tekjublaðs Frjálsrar verslunar. Kristján Þór er efstur á blaði í hópnum „hagsmunasamtök og aðilar vinnumarkaðarins“ í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem gefið var út í dag. „Hér er dæmi um hve villandi það er þegar laun eru reiknuð til baka út frá skattgreiðslum, en við úttekt séreignasparnaðar greiddi hann að sjálfsögðu þá skatta sem honum bar, sem svo koma fram í álagningarskrá skattyfirvalda.“ Landsbjörg segir félagið greiða laun í samræmi við stöðu sína sem stærstu samtök sjálfboðaliða í landinu. „Þau eru sanngjörn en eiga talsvert í land með að komast inn á topp tíu listann, hvað þá að toppa hann.“ Á hæla Kristjáns Þórs varðandi tekjur reiknaðar út frá skattgreiðslum síðasta árs koma Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, með 6,2 milljónir króna og Heiðrún Lind Marteinsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi með fimm milljónir króna.
Tekjur Björgunarsveitir Félagasamtök Tengdar fréttir Davíð trónir enn og aftur á toppnum Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er enn eina ferðina langtekjuhæstur fjölmiðlamanna samkvæmt nýju tekjublaði Frjálsrar verslunar. Davíð var í fyrra með 6,68 milljónir í laun á mánuði. 19. ágúst 2025 15:53 Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, trónir á toppi listans yfir launahæstu embættismenn, forstjóra og starfsmenn hins opinbera samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt blaðinu var Runólfur með um 7,2 milljónir í laun á mánuði í laun í fyrra. 19. ágúst 2025 13:01 Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Árni Sigurðsson, forstjóri Marel, er tekjuhæsti forstjórinn í nýju blaði Frjálsrar verslunar yfir tekjur Íslendinga árið 2024. Árni var með rúmar 40 milljónir á mánuði í tekjur. 19. ágúst 2025 12:01 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Davíð trónir enn og aftur á toppnum Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er enn eina ferðina langtekjuhæstur fjölmiðlamanna samkvæmt nýju tekjublaði Frjálsrar verslunar. Davíð var í fyrra með 6,68 milljónir í laun á mánuði. 19. ágúst 2025 15:53
Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, trónir á toppi listans yfir launahæstu embættismenn, forstjóra og starfsmenn hins opinbera samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt blaðinu var Runólfur með um 7,2 milljónir í laun á mánuði í laun í fyrra. 19. ágúst 2025 13:01
Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Árni Sigurðsson, forstjóri Marel, er tekjuhæsti forstjórinn í nýju blaði Frjálsrar verslunar yfir tekjur Íslendinga árið 2024. Árni var með rúmar 40 milljónir á mánuði í tekjur. 19. ágúst 2025 12:01
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent