„Pylsa“ sækir í sig veðrið Árni Sæberg skrifar 20. ágúst 2025 14:54 Flestir þessara viðskiptavina hafa líklega pantað sér pylsu eða tvær. Að því gefnu að þeir séu Íslendingar. Vísir/Vilhelm Tæplega sextíu prósent þjóðarinnar segjast segja „pylsa“ frekar en „pulsa“ þegar talað er um þjóðarrétt okkar Íslendinga. Það er talsverð aukning síðan málið var kannað fyrir sjö árum. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun um þetta mál, sem hefur lengi klofið þjóðina í tvennt, segjast 59 prósent segja „pylsa“ en 41 prósent „pulsa“. Síðast þegar hugur þjóðarinnar var kannaður árið 2018 sögðust 56 prósent segja „pylsa“ en 44 prósent „pulsa“. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Könnunin fór fram frá 18. til 23. júlí 2025 og svarendur voru 1.004 talsins. Hinir tekjulægstu segja „pylsa“ Ýmislegt athyglisvert má lesa út úr sundurliðun Maskínu á svörum fólks. Þar kemur meðal annars fram að karlar eru mun líklegri til að segja „pylsa“ en konur. Það gera 68 prósent þeirra en aðeins 49 prósent kvenna. Þá segir, eins og flesta hefði líklega grunað, að 90 prósent íbúa Norðurlands segi „pylsa“. Íbúar Suðurland og Reykjaness eru líklegastir til að segja „pulsa“, eða 55 prósent þeirra. Hvað tekjuskiptingu varðar eru þeir sem eru með lægstu heimilistekjurnar, lægri en 550 þúsund krónur á mánuði, líklegastir til að segja „pylsa“. Þeir sem eru með næstlægstu tekjurnar, 550 til 799 þúsund, eru aftur á móti ólíklegastir til að segja „pylsa“, eða rétt tæplega 50 prósent. Framsóknarmenn vilja ekki heyra minnst á pulsur Loks eru niðurstöðurnar sundurliðaðar eftir því hvaða stjórnmálaflokka svarendur myndu kjósa ef kosið yrði í dag. Kjósendur Framsóknar eru langlíklegastir til að segja „pylsa“, 79 prósent, og Sósíalistar næstlíklegastir, 74 prósent. Aftur á móti eru Píratar harðir „pulsu“-menn en 65 prósent þeirra segjast segja „pulsa“. Það segja einnig 45 prósent Sjálfstæðismanna. Íslensk tunga Matur Skoðanakannanir Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Fleiri fréttir „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum Sjá meira
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun um þetta mál, sem hefur lengi klofið þjóðina í tvennt, segjast 59 prósent segja „pylsa“ en 41 prósent „pulsa“. Síðast þegar hugur þjóðarinnar var kannaður árið 2018 sögðust 56 prósent segja „pylsa“ en 44 prósent „pulsa“. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Könnunin fór fram frá 18. til 23. júlí 2025 og svarendur voru 1.004 talsins. Hinir tekjulægstu segja „pylsa“ Ýmislegt athyglisvert má lesa út úr sundurliðun Maskínu á svörum fólks. Þar kemur meðal annars fram að karlar eru mun líklegri til að segja „pylsa“ en konur. Það gera 68 prósent þeirra en aðeins 49 prósent kvenna. Þá segir, eins og flesta hefði líklega grunað, að 90 prósent íbúa Norðurlands segi „pylsa“. Íbúar Suðurland og Reykjaness eru líklegastir til að segja „pulsa“, eða 55 prósent þeirra. Hvað tekjuskiptingu varðar eru þeir sem eru með lægstu heimilistekjurnar, lægri en 550 þúsund krónur á mánuði, líklegastir til að segja „pylsa“. Þeir sem eru með næstlægstu tekjurnar, 550 til 799 þúsund, eru aftur á móti ólíklegastir til að segja „pylsa“, eða rétt tæplega 50 prósent. Framsóknarmenn vilja ekki heyra minnst á pulsur Loks eru niðurstöðurnar sundurliðaðar eftir því hvaða stjórnmálaflokka svarendur myndu kjósa ef kosið yrði í dag. Kjósendur Framsóknar eru langlíklegastir til að segja „pylsa“, 79 prósent, og Sósíalistar næstlíklegastir, 74 prósent. Aftur á móti eru Píratar harðir „pulsu“-menn en 65 prósent þeirra segjast segja „pulsa“. Það segja einnig 45 prósent Sjálfstæðismanna.
Íslensk tunga Matur Skoðanakannanir Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Fleiri fréttir „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum Sjá meira