Innlent

Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykja­víkur­mara­þoni

Auðun Georg Ólafsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Í hádegisfréttum verður leitað viðbragða hjá Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra vegna ástandsins á Gasa. Þar hafa Sameinuðu þjóðirnar lýst yfir hungursneið af mannavöldum. 

Þá verður rætt við framkvæmdastjóra Arctic Fish en niðurstaða liggur nú fyrir úr rannsókn Matvælastofnunar. Þrír af ellefu löxum sem greindir voru úr Haukadalsá reyndust vera strokulaxar úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 

Undirbúningur Menningarnætur í Reykjavík er í fullum gangi.  Allt verður gert til að sporna gegn drykkju ungmenna í miðbænum á morgun, að sögn lögreglu.

Metþátttaka verður í Reykjavíkurmaraþoninu í ár og allt stefnir í að söfnunarmet verði slegið. Siggi Stormur er búinn að rýna í veðurkortin fyrir hlaupara en það má búast við rigningu þegar flugeldasýningin fer fram. 

Spennan fer vaxandi fyrir bikarúrslitaleik Vals og Vestra í fótbolta sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld. Vestri spilar í kvöld sinn fyrsta bikarúrslitaleik í sögu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×