Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. ágúst 2025 12:20 Arnar Sigurðsson er eigandi Santewines SAS. Facebook Eigandi Sante býst við ákæru gegn sér vegna netverslun áfengis hvað úr hverju. Hann kveðst þó ekki hafa miklar áhyggjur vegna þessa og segir málið gjörunnið. Fjármála og efnahagsráðherra segir mikilvægast að fá skýringu á lögunum fyrir dómstólum. Greint var frá því í gær að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært framkvæmdastjóra Smáríkisins, sem rekur erlenda netsölu með áfengi, vegna meints brots á ákvæði áfengislaga um einkarétt ríkisins til sölu áfengis. Ákæran hefur verið í burðarliðnum í um fimm árum. Arnar Sigurðsson, eigandi Sante, sem sér um netverslun áfengis býst við ákæru gegn sér hvað úr hverju sem sé undarlegt. „Það eru yfirgnæfandi líkur að þessu verði annað hvort vísað frá, fyrir dómi, eða að sá sem er kærður sé sýknaður.“ Að hans mati sé það merki um togstreitu innan lögreglunnar að lögreglustjóri gefi út ákæru í málinu skömmu eftir að sviðstjóri ákærusviðs sagði það ekki liggja fyrir. „Það er augljóst að fólk er eitthvað ósátt eða stígur allavega ekki í takt þarna í þessu embætti.“ Hann biðlar til löggjafans og stjórnvalda að vinna í takt við neytendur sem hafi snúið baki við einokun ríkisins. „Þetta er náttúrulega alveg gjörunnið mál. Frelsið sigrar alltaf að lokum. Hins vegar væri ég alveg til í að verja mínum peningum í annað.“ Öllum í hag að fá niðurstöðu í þetta mál Daði Már Kristófersson, fjármála og efnahagsráðherra, segir mikilvægt að fá niðurstöðu dómstóla í málinu áður en nokkuð er aðhafst sem varðar netsölu áfengis. „Það er mjög mikilvægt að við fáum skýringu á því hvort þetta sé innan heimilda laganna og það á eftir að taka um það umræðu. Það fer þá í meðferð þingsins hvort ástæða sé til að breyta þeim.“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra Vísir/Ívar Fannar Þetta er einn af þeim málaflokkum sem að er mismunandi sjónarmið í mismunandi flokkum innan ríkisstjórnarinnar. Mikilvægast sé að fyrirtæki starfi eftir þeirri löggjöf sem sé við lýði. Er það óheppilegt ef að fyrirtæki eða framkvæmdastjóra verði mögulega fórnað á altari lögskýringarsjónarmiða? „Ég lít nú ekki þannig á. Þetta eru auðvitað ákvarðanir sem þessir aðilar hafa tekið og hljóta að hafa gert sér grein fyrir þeirri áhættu sem þeir hafa verið að taka. Ég ímynda mér að þeir séu jafn áfram með það að við fáum skýrt hvort að þetta rúmast innan núverandi löggjafar eða ekki.“ Áfengi Netverslun með áfengi Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Greint var frá því í gær að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært framkvæmdastjóra Smáríkisins, sem rekur erlenda netsölu með áfengi, vegna meints brots á ákvæði áfengislaga um einkarétt ríkisins til sölu áfengis. Ákæran hefur verið í burðarliðnum í um fimm árum. Arnar Sigurðsson, eigandi Sante, sem sér um netverslun áfengis býst við ákæru gegn sér hvað úr hverju sem sé undarlegt. „Það eru yfirgnæfandi líkur að þessu verði annað hvort vísað frá, fyrir dómi, eða að sá sem er kærður sé sýknaður.“ Að hans mati sé það merki um togstreitu innan lögreglunnar að lögreglustjóri gefi út ákæru í málinu skömmu eftir að sviðstjóri ákærusviðs sagði það ekki liggja fyrir. „Það er augljóst að fólk er eitthvað ósátt eða stígur allavega ekki í takt þarna í þessu embætti.“ Hann biðlar til löggjafans og stjórnvalda að vinna í takt við neytendur sem hafi snúið baki við einokun ríkisins. „Þetta er náttúrulega alveg gjörunnið mál. Frelsið sigrar alltaf að lokum. Hins vegar væri ég alveg til í að verja mínum peningum í annað.“ Öllum í hag að fá niðurstöðu í þetta mál Daði Már Kristófersson, fjármála og efnahagsráðherra, segir mikilvægt að fá niðurstöðu dómstóla í málinu áður en nokkuð er aðhafst sem varðar netsölu áfengis. „Það er mjög mikilvægt að við fáum skýringu á því hvort þetta sé innan heimilda laganna og það á eftir að taka um það umræðu. Það fer þá í meðferð þingsins hvort ástæða sé til að breyta þeim.“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra Vísir/Ívar Fannar Þetta er einn af þeim málaflokkum sem að er mismunandi sjónarmið í mismunandi flokkum innan ríkisstjórnarinnar. Mikilvægast sé að fyrirtæki starfi eftir þeirri löggjöf sem sé við lýði. Er það óheppilegt ef að fyrirtæki eða framkvæmdastjóra verði mögulega fórnað á altari lögskýringarsjónarmiða? „Ég lít nú ekki þannig á. Þetta eru auðvitað ákvarðanir sem þessir aðilar hafa tekið og hljóta að hafa gert sér grein fyrir þeirri áhættu sem þeir hafa verið að taka. Ég ímynda mér að þeir séu jafn áfram með það að við fáum skýrt hvort að þetta rúmast innan núverandi löggjafar eða ekki.“
Áfengi Netverslun með áfengi Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira