Innlent

Loka Bröttu­brekku í tvo daga

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Vestfjarðarvegur um Bröttubrekku.
Vestfjarðarvegur um Bröttubrekku. Vísir/Vilhelm

Vegagerðin hefur gefið heimild fyrir að Vestfjarðarvegur um Bröttubrekku verði lokaður á miðvikudag og fimmtudag, ef veður leyfir. Malbika á veginn.

Lokunin nær frá Hringveginum að Snæfellsvegi og varir frá átta að morgni til átta að kvöldi, bæði miðvikudaginn 27. ágúst og fimmtudaginn 28. ágúst. 

Hjáleið verður fyrir vegfarendur um Heydalsveg og Laxárdalsheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×