Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 20:49 Sigurður Ingi segir það augljóst að ekki sé verið að framfylgja lögunum miðað við að leigubílaástand hafi komið upp um ári eftir að lögin voru sett. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi innviðaráðherra segist sjálfur hafa talað fyrir stöðvaskyldu leigubílstjóra, en hafi verið undir miklum þrýstingi frá þingmönnum, fjölmiðlum og EES við að ná frumvarpi um leigubílstjóra í gegnum þingið. Hann segir eftirlitsaðila ekki vera að framfylgja lögunum. „Þegar ég kem inn í ráðuneytið þá er þar starfshópur að störfum sem að forveri minn, Jón Gunnarsson, setti af stað sem fjallaði um að bregðast við þessum alþjóðlegu skuldbindingum okkar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í Reykjavík síðdegis þar sem hann var til viðtals um stöðu mála á leigubílamarkaðinum á Íslandi. Þar vísar hann í kröfu EES-samningsins um að leggja skyldi niður takmarknir um fjölda útgefinna leyfa til leigubílaaksturs ár hvert. Í umræddum starfshóp, sem lauk störfum árið 2017, hafi verið fulltrúar Bifreiðafélagsins Fylkis og Frama. Er hópurinn lauk störfum lagði Sigurður fram frumvarp um að fella niður fjöldatakmarkanir í leigubílastéttinni, með áherslu á að taka tillit til óska bifreiðafélaganna. „Ég lagði það frumvarp fram, það varð nú ekki að lögum,“ sagði Sigurður en það tók fjórar tilraunir að koma frumvarpinu í gegnum þingið. „Þetta frumvarp varð ekki að lögum á þessu þingi. Næst var komið Covid og ég lagði það fram fyrst og fremst til að fá frið frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, og það gerðist sama árið eftir. Í bæði skiptin tók þingið það til umfjöllunar. Þá var pressa frá Evrópu um að við þyrftum að ganga lengra og þar inni á þingi voru þingmenn sem voru að spyrja mig um þetta og vildu ganga lengra, þingmenn Viðreisnar sérstaklega, og Pírata.“ Sigurður segir að þingmenn hafi viljað fella niður stöðvaskyldu, skyldan að ökumenn leigubíla þurfi að hafa afgreiðslu á leigubílastöð sem hefur starfsleyfi hjá Samgöngustofu. Hann segist einnig hafa fundið fyrir slíkum þrýstingi frá fjölmiðlum. Á þeim tíma sem starfshópurinn lauk starfi sínu hafi verið mikið ástand á leigubílamarkaðinum. „Ég veit ekki hversu oft ég var spurður hvort við ætluðum að leyfa Uber og Lyft. Ég sagði að við værum ekki að búa til frumvarp fyrir Uber og Lyft heldur breyta þessum fjöldatakmörkunum. Ef að þau geta uppfyllt öll önnur skilyrði eins og hver annar. Þau eru ekki komin eins og við vitum.“ Eftirlitsaðilar hafi farið forgörðum Sigurður segir lögin, sem loks náðu í gegnum þingið árið 2022 og tóku gildi 2023, gera kröfu til þess að framkvæma þurfi bakgrunnsathugun til þess að fá leyfi til leigubílaaksturs frá Samgöngustofu auk annarra skilyrða. Hann segir að þar sem gengið hafi vel á leigubílamarkaðinum í um ár eftir að lögin voru sett hafi eitthvað farið forgörðum hjá eftirlitsaðilum, líkt og Samgöngustofu eða lögreglunni. Viltu þá meina Sigurður að það er ekki verið að framfylgja lögunum? „Það er augljóst,“ svarar Sigurður. Að Samgöngustofa og lögregla séu ekki að framfylgja þessu sem var sett í lög? „Augljóslega ekki, hvort sem það er flókið eða erfitt en það er augljóslega það sem ætti að grípa til fyrst.“ Sammála um stöðvaskylduna Sigurður segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að viðhalda ætti stöðvaskyldunni. Hún geti hjálpað til við að laga stöðuna á leigubílamarkaði á Íslandi sem sé orðin óeðlileg. Slíkri breytingu segist Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, einnig hafa talað fyrir. „Ég lagði það til við nefndina þrátt fyrir að í síðasta frumvarpinu sem var lagt fram, þá var nefndin búin að fjalla um þetta þrisvar vegna þess að þar voru aðilar sem vildu ganga lengra og voru tilbúinir að fella það niður,“ segir Sigurður. „Ég kallaði eftir því að nefndin myndi skoða það sérstaklega vegna þess að Norðurlöndin voru búin að fara í þetta ferli nokkrum árum fyrr. Það var aðeins munur á hversu langt þeir gengu, Svíar og Finnar gengu miklu lengra og þar fór allt í bál og brand.“ Leigubílar Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
„Þegar ég kem inn í ráðuneytið þá er þar starfshópur að störfum sem að forveri minn, Jón Gunnarsson, setti af stað sem fjallaði um að bregðast við þessum alþjóðlegu skuldbindingum okkar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í Reykjavík síðdegis þar sem hann var til viðtals um stöðu mála á leigubílamarkaðinum á Íslandi. Þar vísar hann í kröfu EES-samningsins um að leggja skyldi niður takmarknir um fjölda útgefinna leyfa til leigubílaaksturs ár hvert. Í umræddum starfshóp, sem lauk störfum árið 2017, hafi verið fulltrúar Bifreiðafélagsins Fylkis og Frama. Er hópurinn lauk störfum lagði Sigurður fram frumvarp um að fella niður fjöldatakmarkanir í leigubílastéttinni, með áherslu á að taka tillit til óska bifreiðafélaganna. „Ég lagði það frumvarp fram, það varð nú ekki að lögum,“ sagði Sigurður en það tók fjórar tilraunir að koma frumvarpinu í gegnum þingið. „Þetta frumvarp varð ekki að lögum á þessu þingi. Næst var komið Covid og ég lagði það fram fyrst og fremst til að fá frið frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, og það gerðist sama árið eftir. Í bæði skiptin tók þingið það til umfjöllunar. Þá var pressa frá Evrópu um að við þyrftum að ganga lengra og þar inni á þingi voru þingmenn sem voru að spyrja mig um þetta og vildu ganga lengra, þingmenn Viðreisnar sérstaklega, og Pírata.“ Sigurður segir að þingmenn hafi viljað fella niður stöðvaskyldu, skyldan að ökumenn leigubíla þurfi að hafa afgreiðslu á leigubílastöð sem hefur starfsleyfi hjá Samgöngustofu. Hann segist einnig hafa fundið fyrir slíkum þrýstingi frá fjölmiðlum. Á þeim tíma sem starfshópurinn lauk starfi sínu hafi verið mikið ástand á leigubílamarkaðinum. „Ég veit ekki hversu oft ég var spurður hvort við ætluðum að leyfa Uber og Lyft. Ég sagði að við værum ekki að búa til frumvarp fyrir Uber og Lyft heldur breyta þessum fjöldatakmörkunum. Ef að þau geta uppfyllt öll önnur skilyrði eins og hver annar. Þau eru ekki komin eins og við vitum.“ Eftirlitsaðilar hafi farið forgörðum Sigurður segir lögin, sem loks náðu í gegnum þingið árið 2022 og tóku gildi 2023, gera kröfu til þess að framkvæma þurfi bakgrunnsathugun til þess að fá leyfi til leigubílaaksturs frá Samgöngustofu auk annarra skilyrða. Hann segir að þar sem gengið hafi vel á leigubílamarkaðinum í um ár eftir að lögin voru sett hafi eitthvað farið forgörðum hjá eftirlitsaðilum, líkt og Samgöngustofu eða lögreglunni. Viltu þá meina Sigurður að það er ekki verið að framfylgja lögunum? „Það er augljóst,“ svarar Sigurður. Að Samgöngustofa og lögregla séu ekki að framfylgja þessu sem var sett í lög? „Augljóslega ekki, hvort sem það er flókið eða erfitt en það er augljóslega það sem ætti að grípa til fyrst.“ Sammála um stöðvaskylduna Sigurður segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að viðhalda ætti stöðvaskyldunni. Hún geti hjálpað til við að laga stöðuna á leigubílamarkaði á Íslandi sem sé orðin óeðlileg. Slíkri breytingu segist Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, einnig hafa talað fyrir. „Ég lagði það til við nefndina þrátt fyrir að í síðasta frumvarpinu sem var lagt fram, þá var nefndin búin að fjalla um þetta þrisvar vegna þess að þar voru aðilar sem vildu ganga lengra og voru tilbúinir að fella það niður,“ segir Sigurður. „Ég kallaði eftir því að nefndin myndi skoða það sérstaklega vegna þess að Norðurlöndin voru búin að fara í þetta ferli nokkrum árum fyrr. Það var aðeins munur á hversu langt þeir gengu, Svíar og Finnar gengu miklu lengra og þar fór allt í bál og brand.“
Leigubílar Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira