Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. september 2025 23:02 Vegurinn yfir Kjöl hefur á köflum verið erfiður í sumar og djúpar holur hafa myndast. Vísir/Lillý Ástand Kjalvegar hefur verið mjög slæmt á köflum í sumar. Ferðaþjónustufólk vill sjá úrbætur á veginum og að sem flestum verði gert kleift að njóta hálendisins. Kjalvegur er annar tveggja þekktustu fjallvega landsins. Hann liggur yfir miðhálendið um Kjöl frá Gullfossvegi í suðri að Svínvetningabraut í Blöndudal í norðri eða alls um 168 kílómetra leið. Vegurinn er að stærstum hluta malarvegur en rúmlega fimmtíu og þrír kílómetrar hans eru niðurgrafnir og nokkuð krókóttir. Þegar fréttastofa var á ferðinni um Kjöl á dögunum var ástandið mjög slæmt og mátti víða sjá djúpar holur. Magnús Orri Schram forstöðumaður nýrra áfangastaða hjá Bláa lóninu segir gestum í Kerlingarfjöllum hafa fjölgað.Vísir/Sigurjón Umferð um veginn hefur aukist töluvert á síðustu árum. Fyrir um tveimur árum var nýtt hótel tekið í notkun í Kerlingarfjöllum og baðstaður, í eigu Bláa lónsins, sem dregur að sér marga gesti. „Það eru bara sífellt fleiri að koma inn í Kerlingarfjöll sem veldur því að álagið á Kili er sífellt að aukast. Holurnar verða fleiri. Við erum í raun og veru í samtali við Vegagerðina um að sinna honum betur en skóinn kreppir hjá Vegagerðinni eins og öðrum og þess vegna er þetta svolítil barátta ég neita því ekki.“ Magnús Orri bendir á að mikil breyting gæti orðið ef vegurinn yrði hækkaður „Við erum ekki að tala um malbikaðan veg upp á hálendi heldur hins vegar að honum sé vel sinnt. Það væri ákjósanlegt ef Kjölur myndi standa aðeins upp úr sínu umhverfi. Hann er í raun og veru að stofni til niðurgrafinn ýtuslóð og það veldur því að fyrsti snjór á Kili sest í veginn og síðasti snjór á Kili fer úr veginum og það veldur miklu álagi. Við myndum svo gjarnan vilja sjá einhverjar vegabætur þar sem malarvegurinn yrði betur úr garði gerður fyrir þá fjölmörgu sem eru að koma upp eftir. Því við lítum svo á að þú átt ekki að þurfa að eiga stóran jeppa til að koma upp á hálendi Íslands.“ Vegagerð Ferðalög Ferðaþjónusta Hrunamannahreppur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Kjalvegur er annar tveggja þekktustu fjallvega landsins. Hann liggur yfir miðhálendið um Kjöl frá Gullfossvegi í suðri að Svínvetningabraut í Blöndudal í norðri eða alls um 168 kílómetra leið. Vegurinn er að stærstum hluta malarvegur en rúmlega fimmtíu og þrír kílómetrar hans eru niðurgrafnir og nokkuð krókóttir. Þegar fréttastofa var á ferðinni um Kjöl á dögunum var ástandið mjög slæmt og mátti víða sjá djúpar holur. Magnús Orri Schram forstöðumaður nýrra áfangastaða hjá Bláa lóninu segir gestum í Kerlingarfjöllum hafa fjölgað.Vísir/Sigurjón Umferð um veginn hefur aukist töluvert á síðustu árum. Fyrir um tveimur árum var nýtt hótel tekið í notkun í Kerlingarfjöllum og baðstaður, í eigu Bláa lónsins, sem dregur að sér marga gesti. „Það eru bara sífellt fleiri að koma inn í Kerlingarfjöll sem veldur því að álagið á Kili er sífellt að aukast. Holurnar verða fleiri. Við erum í raun og veru í samtali við Vegagerðina um að sinna honum betur en skóinn kreppir hjá Vegagerðinni eins og öðrum og þess vegna er þetta svolítil barátta ég neita því ekki.“ Magnús Orri bendir á að mikil breyting gæti orðið ef vegurinn yrði hækkaður „Við erum ekki að tala um malbikaðan veg upp á hálendi heldur hins vegar að honum sé vel sinnt. Það væri ákjósanlegt ef Kjölur myndi standa aðeins upp úr sínu umhverfi. Hann er í raun og veru að stofni til niðurgrafinn ýtuslóð og það veldur því að fyrsti snjór á Kili sest í veginn og síðasti snjór á Kili fer úr veginum og það veldur miklu álagi. Við myndum svo gjarnan vilja sjá einhverjar vegabætur þar sem malarvegurinn yrði betur úr garði gerður fyrir þá fjölmörgu sem eru að koma upp eftir. Því við lítum svo á að þú átt ekki að þurfa að eiga stóran jeppa til að koma upp á hálendi Íslands.“
Vegagerð Ferðalög Ferðaþjónusta Hrunamannahreppur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira