Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. september 2025 23:02 Vegurinn yfir Kjöl hefur á köflum verið erfiður í sumar og djúpar holur hafa myndast. Vísir/Lillý Ástand Kjalvegar hefur verið mjög slæmt á köflum í sumar. Ferðaþjónustufólk vill sjá úrbætur á veginum og að sem flestum verði gert kleift að njóta hálendisins. Kjalvegur er annar tveggja þekktustu fjallvega landsins. Hann liggur yfir miðhálendið um Kjöl frá Gullfossvegi í suðri að Svínvetningabraut í Blöndudal í norðri eða alls um 168 kílómetra leið. Vegurinn er að stærstum hluta malarvegur en rúmlega fimmtíu og þrír kílómetrar hans eru niðurgrafnir og nokkuð krókóttir. Þegar fréttastofa var á ferðinni um Kjöl á dögunum var ástandið mjög slæmt og mátti víða sjá djúpar holur. Magnús Orri Schram forstöðumaður nýrra áfangastaða hjá Bláa lóninu segir gestum í Kerlingarfjöllum hafa fjölgað.Vísir/Sigurjón Umferð um veginn hefur aukist töluvert á síðustu árum. Fyrir um tveimur árum var nýtt hótel tekið í notkun í Kerlingarfjöllum og baðstaður, í eigu Bláa lónsins, sem dregur að sér marga gesti. „Það eru bara sífellt fleiri að koma inn í Kerlingarfjöll sem veldur því að álagið á Kili er sífellt að aukast. Holurnar verða fleiri. Við erum í raun og veru í samtali við Vegagerðina um að sinna honum betur en skóinn kreppir hjá Vegagerðinni eins og öðrum og þess vegna er þetta svolítil barátta ég neita því ekki.“ Magnús Orri bendir á að mikil breyting gæti orðið ef vegurinn yrði hækkaður „Við erum ekki að tala um malbikaðan veg upp á hálendi heldur hins vegar að honum sé vel sinnt. Það væri ákjósanlegt ef Kjölur myndi standa aðeins upp úr sínu umhverfi. Hann er í raun og veru að stofni til niðurgrafinn ýtuslóð og það veldur því að fyrsti snjór á Kili sest í veginn og síðasti snjór á Kili fer úr veginum og það veldur miklu álagi. Við myndum svo gjarnan vilja sjá einhverjar vegabætur þar sem malarvegurinn yrði betur úr garði gerður fyrir þá fjölmörgu sem eru að koma upp eftir. Því við lítum svo á að þú átt ekki að þurfa að eiga stóran jeppa til að koma upp á hálendi Íslands.“ Vegagerð Ferðalög Ferðaþjónusta Hrunamannahreppur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Kjalvegur er annar tveggja þekktustu fjallvega landsins. Hann liggur yfir miðhálendið um Kjöl frá Gullfossvegi í suðri að Svínvetningabraut í Blöndudal í norðri eða alls um 168 kílómetra leið. Vegurinn er að stærstum hluta malarvegur en rúmlega fimmtíu og þrír kílómetrar hans eru niðurgrafnir og nokkuð krókóttir. Þegar fréttastofa var á ferðinni um Kjöl á dögunum var ástandið mjög slæmt og mátti víða sjá djúpar holur. Magnús Orri Schram forstöðumaður nýrra áfangastaða hjá Bláa lóninu segir gestum í Kerlingarfjöllum hafa fjölgað.Vísir/Sigurjón Umferð um veginn hefur aukist töluvert á síðustu árum. Fyrir um tveimur árum var nýtt hótel tekið í notkun í Kerlingarfjöllum og baðstaður, í eigu Bláa lónsins, sem dregur að sér marga gesti. „Það eru bara sífellt fleiri að koma inn í Kerlingarfjöll sem veldur því að álagið á Kili er sífellt að aukast. Holurnar verða fleiri. Við erum í raun og veru í samtali við Vegagerðina um að sinna honum betur en skóinn kreppir hjá Vegagerðinni eins og öðrum og þess vegna er þetta svolítil barátta ég neita því ekki.“ Magnús Orri bendir á að mikil breyting gæti orðið ef vegurinn yrði hækkaður „Við erum ekki að tala um malbikaðan veg upp á hálendi heldur hins vegar að honum sé vel sinnt. Það væri ákjósanlegt ef Kjölur myndi standa aðeins upp úr sínu umhverfi. Hann er í raun og veru að stofni til niðurgrafinn ýtuslóð og það veldur því að fyrsti snjór á Kili sest í veginn og síðasti snjór á Kili fer úr veginum og það veldur miklu álagi. Við myndum svo gjarnan vilja sjá einhverjar vegabætur þar sem malarvegurinn yrði betur úr garði gerður fyrir þá fjölmörgu sem eru að koma upp eftir. Því við lítum svo á að þú átt ekki að þurfa að eiga stóran jeppa til að koma upp á hálendi Íslands.“
Vegagerð Ferðalög Ferðaþjónusta Hrunamannahreppur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent