Innlent

Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Jarðneskar leifar íslenskrar konu biðu mánuðum saman eftir greftrun og kistulagning fór fram í heimahúsi þvert á vilja dóttur hennar. Rætt verður við dótturina í kvöldfréttum og fjallað ítarlegar um málið í Íslandi í dag.

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna verða lögð niður og sett inn í tvær stofnanir. Umhverfisráðherra segir að með þessu verði kerfið skilvirkara en mikill munur hafi verið á vinnubrögðum eftir landshlutum.

Málefni hinsegin fólks hafa verið í brennidepli í dag eftir Kastljós á RÚV í gærkvöldi, þar sem Snorri Másson þingmaður Miðflokksins lét stór orð falla um málaflokkinn. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur í dag og í mótmælaskyni flögguðu framhaldsskólar regnbogafánanum. Skólameistari Borgarholtsskóla ræðir málið í beinni útsendingu.

Það hefur verið mikil umferðarteppa á Ártúnshöfða síðustu vikur vegna framkvæmda við Höfðabakka. Bjarki Sigurðsson fréttamaður okkar ræddi við nokkra sem sátu fastir í umferðinni síðdegis og talar við Kjartan Magnússon borgarfulltrúa í beinni.

Í sportinu verður svekkjandi tap íslenska karlalandsliðsins í körfubolta gegn Slóvenum krufið. Leikurinn var æsispennandi lengst af en strákarnir misstu boltann í lokin.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan hálf sjö.

Klippa: Kvöldfréttir 2. september 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×