Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 3. september 2025 21:40 Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps. Aðsend Lögreglan, að beiðni Þjóðskrár, tók hús á Skorrdælingum að sögn oddvita hreppsins til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Fólk hafi skráð lögheimili sitt í hreppnum vegna kosninga um sameiningu hans og Borgarbyggðar. „Þetta er ekki unnið af okkar hálfu, hvorki sveitarstjórnarfólks eða neitt, þetta er af hendi Þjóðskrár sem setur af stað svona rannsókn. Ég frétti að lögreglan hefði tekið einhvern rúnt,“ segir Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft samband við Þjóðskrá sem staðfesti að kallað hefði verið til lögreglu. Á föstudag hefjast kosningar um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar og standa þær til 20. september. Hvort sveitarfélag fyrir sig getur fellt eða samþykkt sameininguna með hreinum meirihluta í kosningunni. Skorradalshreppur er eitt fámennasta sveitarfélag á landinu en samkvæmt tölfræði Þjóðskrár búa nú sjötíu manns þar. Jón Eiríkur hefur áður sagt að skráðum íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna og hann efaðist um að allir hefðu fasta búsetu í hreppnum. Hann segir þó lítið sem Þjóðskrá geti gert vegna mála líkt og þessara og lög um kjörskrá sveitarstjórnarkosninga ekki virka sem skyldi. „Það er bara þannig að Þjóðskrá segist ekki vera með nein almennileg verkfæri til þess að beita í svona löguðum málum og það virðist vera sem svo að það hafi komið hér hópur af fólki, ég vil kalla það hóp,“ segir hann. Jón Eiríkur segir að ekki sé um að ræða fjölda manns en hver einstaklingur geti haft áhrif vegna smæðar samfélagsins. „Við erum svo lítið sveitarfélag að það sem á einum stað er talin ein og ein hræða er það hópur í okkar huga. Hvert atkvæði vegur svo þungt. Ég tel að á milli tíu og tuttugu prósent íbúa séu fólk sem eigi ekki að greiða atkvæði í sveitarfélaginu,“ segir hann. „Það er fólk sem býr hér og þar um landið og virðist flytja í sveitarfélagið til að hafa áhrif á kosningar sem ég tel vera stórlega ógn við lýðræðið. Ef við fáum ekki að ráða kosningunum, fólkið sem býr í sveitarfélaginu, þá er það ekkert lýðræði.“ Telur að meirihluti sé samþykkur Jón Eiríkur segist telja að af þeim sem búi í raun í hreppnum séu um sextíu til sjötíu prósent sammála sameiningunni. „Þú sérð það að ef það er sextíu á móti fjörutíu þarf ekki marga til að snúa því á hvolf. Það skiptir ekki máli hver niðurstaða kosninganna væri, bara ef heimafólkið fengi að kjósa og ráða. Þá væri það rétt niðurstaða og sanngjörn,“ segir hann. „Ég tel að það sé tvímælalaust að það sé ekki hægt að leggja svona á lítil sveitafélög. Ef við höfum verið eitthvað sundurleit í Skorradal fyrir þá bætir svona lagað ekki, það er ekkert skemmtilegt andrúmsloft.“ Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Þetta er ekki unnið af okkar hálfu, hvorki sveitarstjórnarfólks eða neitt, þetta er af hendi Þjóðskrár sem setur af stað svona rannsókn. Ég frétti að lögreglan hefði tekið einhvern rúnt,“ segir Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft samband við Þjóðskrá sem staðfesti að kallað hefði verið til lögreglu. Á föstudag hefjast kosningar um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar og standa þær til 20. september. Hvort sveitarfélag fyrir sig getur fellt eða samþykkt sameininguna með hreinum meirihluta í kosningunni. Skorradalshreppur er eitt fámennasta sveitarfélag á landinu en samkvæmt tölfræði Þjóðskrár búa nú sjötíu manns þar. Jón Eiríkur hefur áður sagt að skráðum íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna og hann efaðist um að allir hefðu fasta búsetu í hreppnum. Hann segir þó lítið sem Þjóðskrá geti gert vegna mála líkt og þessara og lög um kjörskrá sveitarstjórnarkosninga ekki virka sem skyldi. „Það er bara þannig að Þjóðskrá segist ekki vera með nein almennileg verkfæri til þess að beita í svona löguðum málum og það virðist vera sem svo að það hafi komið hér hópur af fólki, ég vil kalla það hóp,“ segir hann. Jón Eiríkur segir að ekki sé um að ræða fjölda manns en hver einstaklingur geti haft áhrif vegna smæðar samfélagsins. „Við erum svo lítið sveitarfélag að það sem á einum stað er talin ein og ein hræða er það hópur í okkar huga. Hvert atkvæði vegur svo þungt. Ég tel að á milli tíu og tuttugu prósent íbúa séu fólk sem eigi ekki að greiða atkvæði í sveitarfélaginu,“ segir hann. „Það er fólk sem býr hér og þar um landið og virðist flytja í sveitarfélagið til að hafa áhrif á kosningar sem ég tel vera stórlega ógn við lýðræðið. Ef við fáum ekki að ráða kosningunum, fólkið sem býr í sveitarfélaginu, þá er það ekkert lýðræði.“ Telur að meirihluti sé samþykkur Jón Eiríkur segist telja að af þeim sem búi í raun í hreppnum séu um sextíu til sjötíu prósent sammála sameiningunni. „Þú sérð það að ef það er sextíu á móti fjörutíu þarf ekki marga til að snúa því á hvolf. Það skiptir ekki máli hver niðurstaða kosninganna væri, bara ef heimafólkið fengi að kjósa og ráða. Þá væri það rétt niðurstaða og sanngjörn,“ segir hann. „Ég tel að það sé tvímælalaust að það sé ekki hægt að leggja svona á lítil sveitafélög. Ef við höfum verið eitthvað sundurleit í Skorradal fyrir þá bætir svona lagað ekki, það er ekkert skemmtilegt andrúmsloft.“
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent