„Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Bjarki Sigurðsson skrifar 4. september 2025 12:31 Alma Björk Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Vísir/Bjarni Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn fagnar því að eigendur Ölvers í Glæsibæ ætli að hætta með spilakassa. Hún telur ákvörðunina upphafið á endalokum spilakassareksturs á Íslandi. Í kvöldfréttum Sýnar í gær var rætt við eigendur sportbarsins Ölvers þar sem þeir greindu frá því að frá og með næstu mánaðamótum yrðu engir spilakassar á staðnum. Sögðu þeir ákvörðunina tekna með hjartanu en ekki heilanum, þar sem reksturinn hafi gefið vel í aðra höndina í gegnum tíðina. Hins vegar sé það samfélagsleg ábyrgð þeirra að fjarlægja spilakassana. Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, fagnar framtaki Ölvers. „Þeir sýna siðferðislegt þrek og láta hagsmuni samfélagsins ráða för, frekar en eigin hagnaðarvon. Það sem ég tók sérstaklega eftir var hvað þeir voru heiðarlegir og einlægir um þennan rekstur,“ segir Alma. Einkaaðilum ofboðið Hún segir rekstur spilakassa ósiðlegan. „Það er ótrúlega sorglegt að horfa upp á að Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg skuli ekki gera þetta sjálf. Heldur eru einkaaðilum í fyrirtækjarekstri ofboðið. Þeir eru búnir að fá nóg. Þeim finnst þetta ógeðfelld starfsemi,“ segir Alma en einingarnar þrjár eru með sérleyfi til reksturs spilakassa og reka kassana hér á landi. „Vissulega hefðum við viljað sjá þessar stofnanir og mannúðar- og samfélagssamtök taka af skarið, ekki einkaaðila í fyrirtækjarekstri. En við fögnum öllu.“ Endalok spilakassa Hún telur að fleiri staðir muni feta í fótspor Ölvers og að þetta sé upphafið á endalokum spilakassa á Íslandi. „Ætlar þú að sýna samfélagslega ábyrgð og láta fólkið í samfélaginu þig varða, eða ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ segir Alma. Spilafíkn sé alvarlegur sjúkdómur. „Til dæmis eins og börn spilafíkla. Þetta skerðir lífsgæði þeirra verulega. Þetta er mjög alvarlegt. Hjónaskilnaðir, brotnar fjölskyldur, atvinnuleysi, gjaldþrot. Það er áætlað að einn af hverjum fjórum spilafíklum íhugi, eða geri tilraun til sjálfsvígs. Þannig afleiðingarnar eru stórkostlegar. Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar í gær var rætt við eigendur sportbarsins Ölvers þar sem þeir greindu frá því að frá og með næstu mánaðamótum yrðu engir spilakassar á staðnum. Sögðu þeir ákvörðunina tekna með hjartanu en ekki heilanum, þar sem reksturinn hafi gefið vel í aðra höndina í gegnum tíðina. Hins vegar sé það samfélagsleg ábyrgð þeirra að fjarlægja spilakassana. Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, fagnar framtaki Ölvers. „Þeir sýna siðferðislegt þrek og láta hagsmuni samfélagsins ráða för, frekar en eigin hagnaðarvon. Það sem ég tók sérstaklega eftir var hvað þeir voru heiðarlegir og einlægir um þennan rekstur,“ segir Alma. Einkaaðilum ofboðið Hún segir rekstur spilakassa ósiðlegan. „Það er ótrúlega sorglegt að horfa upp á að Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg skuli ekki gera þetta sjálf. Heldur eru einkaaðilum í fyrirtækjarekstri ofboðið. Þeir eru búnir að fá nóg. Þeim finnst þetta ógeðfelld starfsemi,“ segir Alma en einingarnar þrjár eru með sérleyfi til reksturs spilakassa og reka kassana hér á landi. „Vissulega hefðum við viljað sjá þessar stofnanir og mannúðar- og samfélagssamtök taka af skarið, ekki einkaaðila í fyrirtækjarekstri. En við fögnum öllu.“ Endalok spilakassa Hún telur að fleiri staðir muni feta í fótspor Ölvers og að þetta sé upphafið á endalokum spilakassa á Íslandi. „Ætlar þú að sýna samfélagslega ábyrgð og láta fólkið í samfélaginu þig varða, eða ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ segir Alma. Spilafíkn sé alvarlegur sjúkdómur. „Til dæmis eins og börn spilafíkla. Þetta skerðir lífsgæði þeirra verulega. Þetta er mjög alvarlegt. Hjónaskilnaðir, brotnar fjölskyldur, atvinnuleysi, gjaldþrot. Það er áætlað að einn af hverjum fjórum spilafíklum íhugi, eða geri tilraun til sjálfsvígs. Þannig afleiðingarnar eru stórkostlegar.
Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira