Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Lovísa Arnardóttir skrifar 4. september 2025 13:07 Á myndinni eru stjórnarmeðlimir Samtakanna ´78. Leifur, Vera, Hrönn, Jóhannes, Bjarndís, Sveinn og Hannes Samtökin ´78 Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir um ofbeldi og dreifingu persónuupplýsinga í garð Snorra Mássonar og fjölskyldu hans. Það gera samtökin í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Fjallað var um það í morgun að sérsveit vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu hans í nótt. „Samtökin ’78 fordæma afdráttarlaust allar hótanir um ofbeldi og dreifingu persónuupplýsinga sem geta leitt til hættu eða árása á einstaklinga. Slíkt athæfi á sér engan rétt í lýðræðissamfélagi og gengur þvert gegn gildum mannréttinda, jafnréttis og friðsamlegrar umræðu sem við stöndum fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir stjórnin að þau viti að umræða um trans fólk og réttindi hinsegin samfélagsins getiverið átakamikil en það réttlæti aldrei að fólk sé sett í hættu eða beitt ofbeldi. „Við höfum trú á því að breytingar náist með samstöðu, fræðslu og friðsamlegri baráttu fyrir réttlæti. Við hvetjum öll þau sem vilja standa með hinsegin fólki til að taka þátt í þeirri baráttu með friðsömum hætti, án haturs og án ofbeldis. Það er með kærleika, samstöðu og seiglu sem við vinnum okkar stærstu sigra.“ Mikil umræða hefur verið í samfélaginu síðustu daga vegna viðtals við Snorra Másson og Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru samtakanna, í Kastljósi um hinsegin málefni. Snorri hefur sætt harðri gagnrýni í kjölfar viðtalsins. Snorri sagði í samtali við Vísi í dag að hann ætlaði ekki að tjá sig um viðveru lögreglunnar við heimili hans. Hinsegin Miðflokkurinn Mannréttindi Tengdar fréttir „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Sigríður Á. Andersen, þingkona Miðflokksins, segir mikilvægt að fá að ræða málefni trans fólks. Hún fari þegar fram í skólum og fólk verði að fá að ræða til dæmis meðferð sem sé í boði við ódæmigerðum kyneinkennum. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt í þessari umræðu að tala ekki um trans fólk og börn sem skoðun, afstöðu eða hugmyndafræði. Tilvist þeirra sé raunveruleg og það þurfi að viðurkenna það. 4. september 2025 09:20 „Við hvað ertu hræddur?“ Forseti Trans Íslands segir umræðu um málefni hinsegin fólks hafa legið mög þungt á mörgum síðustu daga. Fólk er hvatt til að leita í félagsleg úrræði sem samtökin bjóða uppá. Hún segir hinsegin fólk hafa þjappað sér saman og vonar að sá stuðningur sem hafi komið fram víða í samfélaginu haldi áfram. 3. september 2025 19:16 Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, hefur komið flokksbróður sínum Snorra Mássyni til varnar en hann hefur mátt þola holskeflu gagnrýni vegna orðræðu hans og framkomu í Kastljósi á mánudag. Sigríður bendir meðal annars á að samkvæmt könnun Fjölmiðlanefndar sé andúð í garð Miðflokksmanna rúmlega fjórum sinnum meiri en andúð í garð trans fólks. Þá hefur formaður flokksins komið sínum manni til varnar. 3. september 2025 11:49 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
„Samtökin ’78 fordæma afdráttarlaust allar hótanir um ofbeldi og dreifingu persónuupplýsinga sem geta leitt til hættu eða árása á einstaklinga. Slíkt athæfi á sér engan rétt í lýðræðissamfélagi og gengur þvert gegn gildum mannréttinda, jafnréttis og friðsamlegrar umræðu sem við stöndum fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir stjórnin að þau viti að umræða um trans fólk og réttindi hinsegin samfélagsins getiverið átakamikil en það réttlæti aldrei að fólk sé sett í hættu eða beitt ofbeldi. „Við höfum trú á því að breytingar náist með samstöðu, fræðslu og friðsamlegri baráttu fyrir réttlæti. Við hvetjum öll þau sem vilja standa með hinsegin fólki til að taka þátt í þeirri baráttu með friðsömum hætti, án haturs og án ofbeldis. Það er með kærleika, samstöðu og seiglu sem við vinnum okkar stærstu sigra.“ Mikil umræða hefur verið í samfélaginu síðustu daga vegna viðtals við Snorra Másson og Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru samtakanna, í Kastljósi um hinsegin málefni. Snorri hefur sætt harðri gagnrýni í kjölfar viðtalsins. Snorri sagði í samtali við Vísi í dag að hann ætlaði ekki að tjá sig um viðveru lögreglunnar við heimili hans.
Hinsegin Miðflokkurinn Mannréttindi Tengdar fréttir „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Sigríður Á. Andersen, þingkona Miðflokksins, segir mikilvægt að fá að ræða málefni trans fólks. Hún fari þegar fram í skólum og fólk verði að fá að ræða til dæmis meðferð sem sé í boði við ódæmigerðum kyneinkennum. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt í þessari umræðu að tala ekki um trans fólk og börn sem skoðun, afstöðu eða hugmyndafræði. Tilvist þeirra sé raunveruleg og það þurfi að viðurkenna það. 4. september 2025 09:20 „Við hvað ertu hræddur?“ Forseti Trans Íslands segir umræðu um málefni hinsegin fólks hafa legið mög þungt á mörgum síðustu daga. Fólk er hvatt til að leita í félagsleg úrræði sem samtökin bjóða uppá. Hún segir hinsegin fólk hafa þjappað sér saman og vonar að sá stuðningur sem hafi komið fram víða í samfélaginu haldi áfram. 3. september 2025 19:16 Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, hefur komið flokksbróður sínum Snorra Mássyni til varnar en hann hefur mátt þola holskeflu gagnrýni vegna orðræðu hans og framkomu í Kastljósi á mánudag. Sigríður bendir meðal annars á að samkvæmt könnun Fjölmiðlanefndar sé andúð í garð Miðflokksmanna rúmlega fjórum sinnum meiri en andúð í garð trans fólks. Þá hefur formaður flokksins komið sínum manni til varnar. 3. september 2025 11:49 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
„Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Sigríður Á. Andersen, þingkona Miðflokksins, segir mikilvægt að fá að ræða málefni trans fólks. Hún fari þegar fram í skólum og fólk verði að fá að ræða til dæmis meðferð sem sé í boði við ódæmigerðum kyneinkennum. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt í þessari umræðu að tala ekki um trans fólk og börn sem skoðun, afstöðu eða hugmyndafræði. Tilvist þeirra sé raunveruleg og það þurfi að viðurkenna það. 4. september 2025 09:20
„Við hvað ertu hræddur?“ Forseti Trans Íslands segir umræðu um málefni hinsegin fólks hafa legið mög þungt á mörgum síðustu daga. Fólk er hvatt til að leita í félagsleg úrræði sem samtökin bjóða uppá. Hún segir hinsegin fólk hafa þjappað sér saman og vonar að sá stuðningur sem hafi komið fram víða í samfélaginu haldi áfram. 3. september 2025 19:16
Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, hefur komið flokksbróður sínum Snorra Mássyni til varnar en hann hefur mátt þola holskeflu gagnrýni vegna orðræðu hans og framkomu í Kastljósi á mánudag. Sigríður bendir meðal annars á að samkvæmt könnun Fjölmiðlanefndar sé andúð í garð Miðflokksmanna rúmlega fjórum sinnum meiri en andúð í garð trans fólks. Þá hefur formaður flokksins komið sínum manni til varnar. 3. september 2025 11:49