Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. september 2025 08:00 Þótt velgengni Stálvíkur sé nánast lygileg er lífið svo miklu meiri en vinna. Það þekkir Sigurður Kristinn Lárusson framkvæmdastjóri og annar eigandi Stálvíkur vel, sem missti unnustu sína óvænt úr veikindum, þegar hann var þrítugur. Sigurður varð pabbi ungur og segir að það hlutverk hafi kippt honum niður á jörðina. Vísir/Anton Brink „Þetta er erfiðasta hjónaband sem ég hef verið í,“ segir Sigurður Kristinn Lárusson framkvæmdastjóri skellihlæjandi þegar hann lýsir frábæru sambandi sínu við meðeiganda sinn í Stálvík, Jón Trausta Sverrisson. Saman eiga þeir Stálvík sem var stofnað árið 2019, veltir nú yfir milljarði króna en skuldar aðeins um 80 milljónir. Ekki að undra þótt félagið teljist eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins samkvæmt Creditinfo! En lífið snýst ekki bara um vinnuna eða starfsframann. Því oftar en ekki innifelur það líka alls konar annað. Sigurður varð til dæmis pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og ákvað rétt fyrir fimmtugt að fara í sinn eiginn rekstur. „Það er ekki eins manns ákvörðun,“ segir Sigurður einlægur og vísar þar til stuðnings eiginkonunnar Rúnu Lísu Þráinsdóttur. Sem í samtalinu á auðheyrilega stóran þátt í allri velgengninni; Heima fyrir sem og í vinnunni. Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál, velgengnina og fleira Fyrsta paramyndin (efst tv), brúðkaup og nýrri myndir: Sigurður eignar eiginkonunni Rúnu Lísu Þráinsdóttur stóran part af velgengninni; Heima og í vinnunni. Þau kynntust í stefnumótagrúppu á Facebook árið 2009 en þá var önnur kona ólétt eftir Sigurð og þriðja barnið hans á leiðinni. Saman eiga hjónin fimm börn. Þegar sveitastrákurinn fór í bæinn „Það má segja að ég eigi níu foreldra,“ segir Sigurður vísar þar til þess að vera yngstur átta systkina. Sigurður er fæddur 1974 og sonur Ólafar Sigríðar Benediktsdóttur og Lárusar Siggeirssonar frá Kirkjubæjarklaustri. Ólöf lést árið 2017 og í fyrra lést elsta systir Sigurðar; Jóhanna Lárusdóttir læknir. Margir þekkja æskuslóðir Sigurðar því þar er í dag rekið tjaldstæði á Kirkjubæjarklaustri; Kirkjubær 2, jörð sem er enn í eigu fjölskyldunnar. „Ég átti því eiginlega heima í sveit í bæ. Í sveitinni var mikið brasað og alltaf mikið um að krakkar úr þorpinu væru heima. Allir að taka þátt í heyskap og svona.“ Frelsið var algjört og auðvitað bernskubrekin ýmiss. Og skólinn ekki í fyrsta sæti. „Eitt sinn sat ég á fundi með umsjónarkennaranum því þá tíðkaðist ekki að foreldrarnir sætu endilega með á slíkum fundum. Ég gleymi því aldrei þegar hann horfði í augun á mér og sagði grafalvarlegur: Sigurður, mér er alveg fyrirmunað að skilja fólk sem getur lært en nennir því ekki!“ segir Sigurður og hlær. En viðurkennir að hafa verið nokkuð aumur á eftir. Að vera yngstur í átta systkinahópi grínast Sigurður með að líkjast því að eiga níu foreldra. Sigurður er sonur Ólafar Sigríðar Benediktsdóttur og Lárusar Siggeirssonar frá Kirkjubæjarklaustri en Ólöf lést árið 2017. Elsta sytir Sigurðar, Jóhanna, lést í fyrra. Fjölskyldan bjó á Kirkjubæ 2 á Kirkjubæjarklaustri, jörð sem fjölskyldan á enn en þar rekur einn bróðir Sigurðar nú tjaldstæði. 16 ára flutti Sigurður í bæinn og byrjaði í bifvélavirkjun í Iðnskólanum. „Mamma og pabbi áttu svo mörg börn að þau leigðu íbúð í bænum í mörg ár, þar sem við systkinin bjuggum þegar við fórum til Reykjavíkur í skóla. Ég bjó með eldri systkinum en þetta var alveg erfitt sko; Maður þurfti að sjá um að vakna sjálfur í skólann og svona.“ Það var þó ekki mesta sjokkið. Heldur frekar það hversu drepleiðinlegt Sigurði fannst að búa í bænum. ,,Heima var maður vanur að geta alltaf dútlað við skellinöðruna eða annað, þótt það þýddi að reita lögguna til reiði því auðvitað var skellinaðran bæði bremsulaus og ljóslaus,“ nefnir Sigurður sem dæmi um söknuðinn eftir sveitinni. Leiðindin í Reykjavík voru þó ekki alsæm. „Ég stóð mig vel í skólanum því ég hafði ekkert annað að gera en að læra.“ Sigurður segist ekki fúnkera nema í einhverju verklegu og sýpur nánast hveljur við tilhugsunina um að vera viðskipta- eða hagfræðingur. Sigurði leiddist mikið þegar hann flutti í bæinn 16 ára en fyrir tvítugt, eiginlega óvart, varð hann pabbi í fyrsta sinn. Börnin voru orðin tvö árið 1997 þegar Sigurður var 23 ára. Á mynd má sjá frumburðinn Jóhönnu Sif með Lárus Hilmar. Pabbi fyrir tvítugt Að vissu leyti hljómar það eins og eitthvað sem gerðist ,,óvart“ þegar Sigurður segir frá því að hafa orðið pabbi fyrir tvítugt. „Þetta var ekki á planinu þannig að þetta var töluvert sjokk!“ Barnsmóðir Sigurðar heitir Ingibjörg Sigurðardóttir og ekkert annað fyrir ungt fólk en að takast á við stöðuna. „Þarna allt í einu tók lífið bara við. Ég kláraði veturinn í skólanum, fór að vinna heima í sveitinni um sumarið en fékk síðan vinnu um haustið í bænum og var að vinna fram að áramótum.“ Eftir áramót skall á tveggja mánaða kennaraverkfall og úr varð að Sigurður kláraði aldrei bifvélavirkjann. Þetta var árið 1994 þegar frumburðurinn Jóhanna Sif fæddist og þremur árum síðar eignuðust skötuhjúin Lárus Hilmar. „Þáverandi tengdapabbi minn reddaði mér vinnu við trefjaplastviðgerðir og þar ílengdist ég í rúmlega tvö ár og lærði heilmargt,“ segir Sigurður alvörugefinn og útskýrir: „Þar var mikil áhersla lögð á að þegar kaupandi fær vöru afhenda þá sé maður að skila henni af sér 100% í lagi. Ef þetta var ekki 100% fékk maður verkefnið miskunnarlaust aftur í fangið eða var látinn heyra það. Ég hef reynt að halda í þetta æ síðan og tel þessi vinnubrögð eiga við um hvaða iðnað sem er; Verkum á að skila af sér 100%.“ En hvernig var að vera ungur pabbi og sástu fyrir þér að þarna væri lífið í rauninni bara komið eins og það nokkurn veginn yrði? „Já, ég sá það fyrir mér,“ svarar Sigurður einlægur. „Auðvitað var það svolítið erfitt að vera allt í einu orðinn pabbi. Þetta var því ekki djammtímabil í mínu lífi eins og oft er, því það að verða pabbi kippti manni bara niður á jörðina og ekkert annað að gera en að fullorðnast,“ segir Sigurður og bætir við: „Þetta gekk samt ágætlega. Auðvitað oft þröngt í búi en samt allt í lagi.“ Þegar Sigurður og unnusta hans Fríða Björk Ásgeirsdóttir, voru að standsetja og flytja í nýja íbúð sem þau keyptu, gerðist það sem flest fólk um þrítugt hugleiðir ekki einu sinni sem möguleika á að geti komið upp: Fríða veiktist og dó. Sigurður segir makamissi lífsreynslu sem breyti ýmsu. Makamissir Árið 1999 skildu Sigurður og barnsmóðir hans og við tók nýr tími. Sigurður kláraði til dæmis vélvirkjann en hann er í dag með meistarapróf í bæði vélvirkjanum og stálvirkjun. Í byrjun árs 2002 kynntist Sigurður Fríðu Björk Ásgeirsdóttur, en hún lést 31. október árið 2004. „Við kynntumst á djamminu en sambandið okkar þróaðist ekkert hratt því við vorum hvorugt að leita af einhverju. Mér fannst ég ekki tilbúinn eftir síðasta samband og staðan var mjög svipuð hjá henni.“ Smátt og smátt tók ástin sér þó bólfestu. Árið 2004 keyptu skötuhjúin sér íbúð og voru á fullu að standsetja hana og í flutningum. Þegar hið óraunverulega gerðist. Eitthvað sem enginn um þrítugt er nokkuð að spá í; Veikindi. Dauði. Sorg. „Ég vorkenndi mér þó aldrei neitt, heldur fyrst og fremst henni. Því það óréttláta var að hún skyldi ekki fá tækifæri til að lifa lífinu,“ segir Sigurður um dauðann og sorgina. Sumum fannst ég svolítið kaldur. Fólk hitti mig og sagði setningar eins og: Já, þú ert bara mættur galvaskur og ég svaraði; Já, lífið heldur áfram og ég er lifandi. En ég meinti þetta ekkert kuldalega heldur fannst mér bara svo óréttlátt að hún hefði ekki fengið tækifæri til að lifa áfram og njóta lífsins.“ Veikindin komu mjög brátt upp og voru skammvinn. „Ég var auðvitað algjört flak lengi á eftir. Og viðurkenni að viðhorfið til lífsins breyttist eftir að hún dó. Þetta er þannig lífsreynsla.“ Sigurður leitaði sér þó sem betur fer aðstoðar. „Ég byrjaði á því að fara til geðlæknis og fékk hjá honum lyf sem hjálpuðu mér að komast í gegnum fyrstu mánuðina. Síðan fór ég líka til sálfræðings sem gerði mikið gagn enda er ég þarna bara ungur maður sem þurfti á því að halda að vinna mig út úr fyrra sambandsliti og síðan þennan missi.“ Sigurður segir auðveldara að sjá það eftir á, hvernig aðstoð fagaðila skiptir sköpum. „Á þeim tíma fannst mér þetta kannski ekki vera að gera neitt gagn. En þegar ég horfi til baka, skipti þessi aðstoð öllu máli.“ Það sem Sigurður segir að hafi líka reynt á tilfinningalega, var hvernig kerfið virkar. „Við vorum ekki gift, þannig að foreldrar hennar þurftu að skrifa undir umboð sem gerði mér fært að ganga frá hlutunum sem sneru að íbúðinni okkar. Því Fríða dó rétt áður en síðasta greiðslan átti að greiðast. Mér fannst þetta erfitt. Að þræða einhverjar stofnanir með umboð á pappír, rétta það einhverju fólki sem gegnum lýsti það á hverjum stað.“ Fjölskyldumyndir úr ýmsum áttum: Sigurður segir svo marga í dag þekkja samsettar fjölskyldur og lýsir því sem svo að þótt það gangi mjög vel, geti það líka verið svolítið flókið. Börn Sigurðar og Rúnu eru: Jóhanna Sif, Lárus Hilmar og Hrannar Ingi Sigurðarbörn og María Rún og Sara Lind Björgvinsdætur. „Are you interested?“ Enn á ný hófst nýr kafli í lífi Sigurðar. Sem í tuttugu ár vann hjá sömu vélsmiðjunni og fór á hennar vegum til Eskifjarðar þar sem hann tók við stjórninni á smiðju sem félagið hafði keypt. Á Eskifirði bjó Sigurður í um tvö og hálft ár. „Í bænum hafði vinnan mín snemma þróast í að ég færi í einhvers konar stjórnendastörf. En þegar ég fór austur var þetta öðruvísi; Þarna var ég að taka við smiðju þar sem um tuttugu manns unnu og mikil uppsveifla var í gangi; Verið að byggja álverið fyrir austan og fleira,“ segir Sigurður og tekur sem dæmi að þegar mest var, störfuðu 150 manns hjá smiðjunni. „En þetta var brekka og ég full fílefldur og ákveðinn í að keyra starfsemina upp. Nokkrir hættu og aðrir voru ráðnir í staðinn en smátt og smátt fór nú að slakna aðeins á mér og þá fór þetta allt saman að slípast betur saman,“ segir Sigurður og bætir við; „Þarna unnu með mér toppmenn og síðan þetta var, hef ég betur lært að fyrst og fremst þarf maður að vinna að því að hafa fólkið með sér.“ Þegar Sigurður sneri aftur til Reykjavíkur gerðist hann framleiðslustjóri smiðjunnar sem hann starfaði hjá. Uppsveiflan var enn í algleymi og allt í gangi hjá nánast öllum atvinnugreinum landsins. Eftir hrun tók við erfiður tími. „Sem betur fer hafði félagið byggt upp góða sjóði í góðærinu og aldrei eytt um efni fram. Félagið var því ekki skuldsett en sumarið fyrir bankahrunið voru augljós blikur á lofti því það sumar þurfti að segja upp svolítið af sumarstarfsmönnum og uppsagnir eru alltaf erfiðar.“ Í einkalífinu gerðist líka ýmislegt. Því óvænt og enn og aftur ,,ekki á planinu,“ var Sigurðir tilkynnt um óléttu. Stuttu síðar kynntist hann síðan Rúnu sinni. Þannig að þú kynntist Rúnu þegar það var önnur kona ólétt og stutt í þriðja barnið? „Já,“ svarar Sigurður og veit eiginlega ekki alveg hvernig hann á að vera á svipinn. En sagan er þó skemmtileg því þótt þetta hafi verið um mitt sumar 2009, kynntust Sigurður og Rúna á einhvers konar stefnumótasíðu. Sem þá var til staðar á Facebook. Þetta var einhver grúppa á Facebook sem hét Are You Interested sem gömul bekkjarsystir mín narraði mig til að skrá mig á,“ segir Sigurður og skellihlær. Sonurinn Hrannar Ingi fæddist í ágúst 2009 þannig að þótt Sigurður væri að skrá sig á stefnumótasíðu hjá Facebook, fannst honum hann ekki vera í aðstöðu til að fara í samband. „Við Rúna urðum samt góðir vinir og þegar leið á haustið fór sambandið að þróast í parsamband. Ætli það hafi ekki verið í byrjun árs 2010 sem við erum að láta krakkana okkar vita af þessu….“ Því til viðbótar við börn Sigurðar, átti Rúna tvö börn fyrir; Þær Maríu Rún og Söru Lind Björgvinsdætur. Sem þegar þetta var voru 4 ára og 11 ára. Sigurður var því þarna að verða stjúppabbi líka. Sem er visst hlutverk út af fyrir sig. Það þekkja svo margir samsettar fjölskyldur í dag og þótt það gangi vel þá er ekki heiðarlegt annað en að segja að það er alveg áskorun líka út af fyrir sig að vinna með samsettar fjölskyldur. Ég er bara svo heppinn að Rúna sér aldrei vandamálin í neinni stöðu; Það skiptir engu máli hvað kemur upp, hennar viðkvæði er alltaf: Nú, þá bara vinnum við í því að leysa úr því.“ Það var ekki auðvelt verk að fá Sigurð til að brosa í myndatökunni. Þó hló hann oft og hafði gaman þegar spjallið var tekið. Sigurður er með meistarapróf í vélvirkjun og stálvirkjun en eftir að hafa starfað hjá sömu smiðjunni í tuttugu ár, stofnaði hann Stálvík.Vísir/Anton Brink Hvernig stjúppabbi ertu? „Nú þær verða bara að svara því,“ svarar Sigurður og skellihlær. En bætir við að hann eigi nú reyndar sinn sess. „Ég held ég hafi nú alltaf verið til staðar þegar á reynir og það eru vissir hlutir sem þær tala við mig um sérstaklega. Að kaupa bíla eða viðgerðir á bílum og svo framvegis.“ En myndaðist ekki öðruvísi samband við yngsta son þinn þar sem þú þekktir aldrei til þess að vera uppalandi hans sem faðir heima fyrir? „Jú, það hefur vissulega verið öðruvísi. Sérstaklega þegar hann var lítill því þá var það oft erfitt. Hann vildi ekki gista og var tregur til að koma fyrst um sinn.“ Í dag gengur allt þó sinn vanagang hjá fjölskyldunni og allir orðnir vanir samsetningunni. „En við erum samt samsett fjölskylda og allir sem þekkja samsettar fjölskyldur vita að það getur einfaldlega verið pínu flókið.“ Sigurður og Jón Trausti Sverrisson, vél- og orkutæknifræðingur, eiga Stálvík til helminga og segir Sigurður í gríni að sambandið sé það erfiðasta hjónaband sem hann hafi nokkru sinni verið í! Velgengni fyrirtækisins er nánast lygileg; Félagið veltir yfir milljarði og er má segja skuldlaust. Enda eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. Blússandi velgengni og góð ráð Í ágúst 2019 hætti Sigurður hjá vélsmiðjunni eftir tuttugu ára starf og stofnaði Stálvík. „Ég var samt með tvær hendur tómar og engin verkefni. Við áttum samt ágætis sparifé þannig að ég vissi að þótt ekkert yrði að gera fyrstu mánuðina, yrðum við allt í lagi,“ rifjar Sigurður upp og segir: Við Rúna ræddum þetta mikið og tókum þessa ákvörðun saman. Rúna hefur því stutt mig í þessari vegferð frá fyrsta degi og ég lít svo á að við séum í þessu saman. Því þetta var alveg stór ákvörðun út af fyrir sig. Við tókum meira veð í húsinu og seldum ferðavagninn okkar. Sem fyrir okkur var svolítið erfið ákvörðun því við ferðumst mjög mikið og þá mest innanlands.“ Sigurður hætti í gamla starfinu á föstudegi og fékk þá fyrsta símtalið um verk. „Ég var spurður hvort ég gæti mætt á mánudeginum en ég sagði Nei, þá þarf ég að fara og kaupa einhver verkfæri,“ segir Sigurður og hlær af minningunni. „Ég byrjaði því á þriðjudeginum en það sem mér finnst skipta máli er að þótt vel hafi farið að ganga strax verkefnalega séð, fór ég aldrei á eftir viðskiptavinunum frá gamla vinnustaðnum heldur var það frekar að verkefnin komu til mín.“ Það sama átti við um Jón Trausta. Sem Sigurður þekkti áður sem fyrrum samstarfsfélaga. Jón Trausti byrjaði hjá Stálvík um haustið en Sigurður og Jón eiga félagið til helminga í dag. En það verður þó að teljast nánast lygileg velgengni að fyrirtækið skuli vera vel tækjum búið, nánast skuldlaust og velta yfir milljarði, aðeins örfáum árum eftir stofnun. „Eina ástæðan fyrir því að við veltum ekki tveimur milljörðum í fyrra var vegna þess að okkur vantaði fleira fólk,“ segir Sigurður íbygginn. En hvernig næst svona velgengni og það svona hratt? Sigurður segir nokkra samverkandi þætti skýra það út. „Í fyrsta lagi held ég að það sé mjög góð blanda hjá okkur Jóni Trausta sem eigendur að við erum sérhæfðir á sitthvoru sviðinu því hann er tæknimenntaður en ég er með vélvirkjunina.“ Sigurður segir líka ákveðna eiginleika hjá karlmönnum hjálpa til. „Ég er til dæmis algjör skaphundur og þegar ég grínast með að þetta sé erfiðasta hjónabandið sem ég hef verið í, er ég að vísa til þess að við getum oft verið ósammála og orðið alveg brjálaðir. En það nær ekki langt því karlmenn eru oft þannig að þeir þurfa kannski að blása en síðan er það bara búið.“ Lykilatriði segir Sigurður vera að fylgjast með rekstrinum. „Þótt ég hafi nú aldrei verið hrifinn af því bóklega í skóla kom snemma í ljós í þessum rekstri að ég hef mikinn áhuga á bókhaldi. Halla systir mín var laus á á þeim tíma sem við vorum að byrja með félagið og fór snemma að hjálpa okkur að halda utan um bókhaldið og lesa úr því skýrslur. Sem oft vantar hjá iðnaðarmönnum; Þeir nenna ekki bókhaldinu,“ segir Sigurður og bætir við: „En með því að vera alltaf með raunstöðuna á rekstrinum fórum við fljótt að sjá hvernig við gætum unnið línuritið upp og þar eru nokkrar áherslur sem við leggjum mikið upp úr.“ Sem dæmi nefnir Sigurður: Að leggja áherslu á að stækka fyrirtækið inn á við með eigið fé Að vera með gott starfsfólk og leggja áherslu á að starfsfólk sé ánægt Að vinna með nýjan tækjabúnað í stað gamals sem getur hamlað starfseminni. „Við erum líka svo heppnir að andinn hér innanhúss er sá sami og oft finnst í ungum fyrirtækjum; Hér eru allir tilbúnir til að leggjast á eitt og það kemur oft fyrir að verkefni hjá okkur stækka fljótt hjá viðskiptavinunum því þeim finnst einfaldlega gott að leita til okkar, ekki síst vegna þess að starfsfólkið okkar sýnir í verki þann vilja og sveigjanleika sem þarf til að mæta verkefnum.“ Athygli vekur hversu ungt fyrirtæki Stálvík er, en þó á lista framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo. Því til þess að það náist, þarf nokkuð samfellda góða rekstrarsögu. Hvernig fóruð þið til dæmis að þessu í Covid? „Við skiptum okkur upp, leigðum húsnæði út í bæ þar sem tveir unnu og síðan vorum við tveir til þrír að vinna á verkstæðinu. Þetta gerðum við til að koma í veg fyrir að ef það kæmi Covid, þyrftu allir að fara í sóttkví.“ Ríkidæmi sveitastráksins frá Kirkjubæjarklaustri stækkar því nú eru barnabörnin orðin tvö; Írena Röfn og Talía Hafey. Á sama tíma er rekstur Stálvíkur á blússandi siglingu en Sigurður viðurkennir líka að hann hafi hvorki eldað kvöldmat né þvegið þvott frá því að fyrirtækið var stofnað; Rúna sé hans stoð og stytta í einu og öllu. Konurnar skipta máli Þegar Covid skall á, voru starfsmennirnir fjórir: Sigurður, Jón Trausti, tveir til viðbótar og sonur Sigurðar í hlutastarfi. Í dag eru starfsmennirnir 38; Hópur sérfræðinga á sviði málm- og tæknigreina. Starfsemi Stálvíkur felst í að þjónusta matvælaiðnaðinn, stóriðju, byggingariðnað og sjávarútveg sem þýðir þá: Hönnun, nýsmíði, viðgerðir, svart ryðfrítt stál og ál og viðgerðir á vélbúnaði. Eru þetta bara kallar sem vinna í bransanum? ,,Já eiginlega. Þótt ég myndi vilja hafa miklu fleiri konur,“ svarar Sigurður að bragði og listar upp að þrjár konur starfa hjá Stálvík: Bókari, fjármálastjóri og ein kona sem er vélvirki. „Ég blæs á þær yfirlýsingar að sum störf henti ekki konum líkamlega. Mitt svar er: Þá breytum við verklaginu þannig að þær geti unnið störfin líka. Því ég hef unnið á vinnustöðum þar sem það eru bara karlar, þar sem testerónið er í miklu magni og orðræðan eftir því. Um leið og konur eru innanborðs, breytist þetta, verður betra og jákvæðara,“ segir Sigurður og bætir við: Fyrir utan það: Auðvitað eigum við að breyta störfunum þannig að allir ráði við þau líkamlega. Aðeins þannig hættum við að sjá iðnaðarmenn verða örkumla með ónýtt bak, hné eða mjaðmir langt fyrir aldur fram.“ Eitt af því sem fékk Sigurð til að vilja fara út í sinn eiginn rekstur 45 ára var að þá voru krakkarnir orðnir nokkuð stálpaðir og hann meira að segja orðinn afi. Rúna kallar árlegu Tene ferðina þeirra í febrúar hvíldarinnlögn fyrir Sigurð; Það eru einu skiptin þar sem hann hreinlega gerir ekki neitt.Vísir/Anton Brink Fram undan eru spennandi tímar hjá Stálvík. Sem á í dag 900-1000 fermetra fasteign en er búið að kaupa lóð þar sem ætlunin er að byggja 2500 fermetra húsnæði. „Það er verið að teikna það húsnæði núna en við munum stíga varlega til jarðar í þessum efnum og ekkert flýta okkur af stað nema reksturinn hafi allt bolmagn í það,“ segir Sigurður rólegur en spenntur. Í öllu tali Sigurðar er það samt Rúna sem stendur upp úr. „Við förum til Tene í febrúar á hverju ári. Svona eins og allir aðrir Íslendingar. Rúna segir það vera mína hvíldarinnlögn,“ segir Sigurður og skellihlær. Sigurður segir velgengni eins og í Stálvík, ekki hafa verið mögulega án stuðnings Rúnu. „Enda viðurkenni ég það alveg að ég hef hvorki eldað kvöldmat né þvegið fötin mín í yfir fimm ár í dag. Það er bara þannig.“ Að ferðast innanlands er stóra áhugamálið og eitthvað sem hjónin elska að gera. „Við vorum fyrst með tjaldvagn, síðan fellihýsi, síðan hjólhýsi. Þurftum síðan að selja það þegar ég stofnaði Stálvík en erum komin aftur með hjólhýsi í dag,“ segir Sigurður. Enn einn hatturinn bættist við hjá Sigurði þegar hann var rétt rúmlega fertugur og varð afi í fyrsta sinn. Barnabörnin eru nú tvö; Írena Röfn fædd 2015 og Talía Hafey fædd 2021. Fyrir fimmtugt tók Sigurður síðan ákvörðun. „Ég ákvað að frá og með fimmtugu myndi ég hætta þessari launalausu vinnu. Að vera að skoða eitthvað á kvöldin eða undirbúa verk eða tilboð og svo framvegis. Maður var alltaf að gera eitthvað vinnutengt, hvort sem það væri kvöld eða helgar.“ Og hvernig gengur þetta átak hjá þér? Þögn. Fliss. Hlátur. Ég er reyndar reglulega minntur á þetta heima fyrir og spurður: Hvernig var aftur með þetta markmið um að hætta launalausri nætur- og helgarvinnu….?!“ Starfsframi Fjölskyldumál Helgarviðtal Tengdar fréttir Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Það var flissað og hlegið, stundum talað á alvarlegri nótum, stoltið skein í gegn en líka einlægnin og ástríðan; Fimm konur í spjalli, allar úr sitthvorri áttinni en þó eitthvað svo líkar. 6. júlí 2025 08:01 Öðruvísi líf: „Veistu Hrund, þú ert eiginlega eins og Forrest Gump“ Það er eitthvað svo ævintýralegt við að taka spjallið við Hrund Gunnsteinsdóttur. Stundum eins og verið sé að tala um handrit að einhverri bíómynd. Því já; Þannig virðist líf Hrundar hafa verið. 22. júní 2025 08:02 Dekurbossinn Hjalti: „Mömmur eru einfaldlega bestar og mín var ein sú allra besta“ „Mamma var límið, við finnum svo mikið fyrir því núna, svona eftir á,“ segir Hjalti Einarsson þegar hann ræðir móðurmissinn. 8. júní 2025 08:00 Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Það er svolítið merkilegt að heyra Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins, tala um hvað hún upplifir sig heppna í lífinu. Og svo brosandi er hún í samverunni að það allra síðasta sem manni dettur í hug er hversu mörg og erfið áföll þessi tæplega fimmtuga og flotta kona hefur upplifað. 23. mars 2025 08:00 Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ „Það var Egyptaland sem skilaði mér heim í dálítilli rúst. Ég einfaldlega missti trúna á mannkyninu og hef aldrei kært mig um að hafa það eftir sem ég sá og heyrði þar. En get sagt að hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar,“ segir Helena Jónsdóttir þegar hún rifjar upp tímann sem hún starfaði með Læknum án landamæra í Egyptalandi. 8. desember 2024 08:02 Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Sjá meira
Saman eiga þeir Stálvík sem var stofnað árið 2019, veltir nú yfir milljarði króna en skuldar aðeins um 80 milljónir. Ekki að undra þótt félagið teljist eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins samkvæmt Creditinfo! En lífið snýst ekki bara um vinnuna eða starfsframann. Því oftar en ekki innifelur það líka alls konar annað. Sigurður varð til dæmis pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og ákvað rétt fyrir fimmtugt að fara í sinn eiginn rekstur. „Það er ekki eins manns ákvörðun,“ segir Sigurður einlægur og vísar þar til stuðnings eiginkonunnar Rúnu Lísu Þráinsdóttur. Sem í samtalinu á auðheyrilega stóran þátt í allri velgengninni; Heima fyrir sem og í vinnunni. Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál, velgengnina og fleira Fyrsta paramyndin (efst tv), brúðkaup og nýrri myndir: Sigurður eignar eiginkonunni Rúnu Lísu Þráinsdóttur stóran part af velgengninni; Heima og í vinnunni. Þau kynntust í stefnumótagrúppu á Facebook árið 2009 en þá var önnur kona ólétt eftir Sigurð og þriðja barnið hans á leiðinni. Saman eiga hjónin fimm börn. Þegar sveitastrákurinn fór í bæinn „Það má segja að ég eigi níu foreldra,“ segir Sigurður vísar þar til þess að vera yngstur átta systkina. Sigurður er fæddur 1974 og sonur Ólafar Sigríðar Benediktsdóttur og Lárusar Siggeirssonar frá Kirkjubæjarklaustri. Ólöf lést árið 2017 og í fyrra lést elsta systir Sigurðar; Jóhanna Lárusdóttir læknir. Margir þekkja æskuslóðir Sigurðar því þar er í dag rekið tjaldstæði á Kirkjubæjarklaustri; Kirkjubær 2, jörð sem er enn í eigu fjölskyldunnar. „Ég átti því eiginlega heima í sveit í bæ. Í sveitinni var mikið brasað og alltaf mikið um að krakkar úr þorpinu væru heima. Allir að taka þátt í heyskap og svona.“ Frelsið var algjört og auðvitað bernskubrekin ýmiss. Og skólinn ekki í fyrsta sæti. „Eitt sinn sat ég á fundi með umsjónarkennaranum því þá tíðkaðist ekki að foreldrarnir sætu endilega með á slíkum fundum. Ég gleymi því aldrei þegar hann horfði í augun á mér og sagði grafalvarlegur: Sigurður, mér er alveg fyrirmunað að skilja fólk sem getur lært en nennir því ekki!“ segir Sigurður og hlær. En viðurkennir að hafa verið nokkuð aumur á eftir. Að vera yngstur í átta systkinahópi grínast Sigurður með að líkjast því að eiga níu foreldra. Sigurður er sonur Ólafar Sigríðar Benediktsdóttur og Lárusar Siggeirssonar frá Kirkjubæjarklaustri en Ólöf lést árið 2017. Elsta sytir Sigurðar, Jóhanna, lést í fyrra. Fjölskyldan bjó á Kirkjubæ 2 á Kirkjubæjarklaustri, jörð sem fjölskyldan á enn en þar rekur einn bróðir Sigurðar nú tjaldstæði. 16 ára flutti Sigurður í bæinn og byrjaði í bifvélavirkjun í Iðnskólanum. „Mamma og pabbi áttu svo mörg börn að þau leigðu íbúð í bænum í mörg ár, þar sem við systkinin bjuggum þegar við fórum til Reykjavíkur í skóla. Ég bjó með eldri systkinum en þetta var alveg erfitt sko; Maður þurfti að sjá um að vakna sjálfur í skólann og svona.“ Það var þó ekki mesta sjokkið. Heldur frekar það hversu drepleiðinlegt Sigurði fannst að búa í bænum. ,,Heima var maður vanur að geta alltaf dútlað við skellinöðruna eða annað, þótt það þýddi að reita lögguna til reiði því auðvitað var skellinaðran bæði bremsulaus og ljóslaus,“ nefnir Sigurður sem dæmi um söknuðinn eftir sveitinni. Leiðindin í Reykjavík voru þó ekki alsæm. „Ég stóð mig vel í skólanum því ég hafði ekkert annað að gera en að læra.“ Sigurður segist ekki fúnkera nema í einhverju verklegu og sýpur nánast hveljur við tilhugsunina um að vera viðskipta- eða hagfræðingur. Sigurði leiddist mikið þegar hann flutti í bæinn 16 ára en fyrir tvítugt, eiginlega óvart, varð hann pabbi í fyrsta sinn. Börnin voru orðin tvö árið 1997 þegar Sigurður var 23 ára. Á mynd má sjá frumburðinn Jóhönnu Sif með Lárus Hilmar. Pabbi fyrir tvítugt Að vissu leyti hljómar það eins og eitthvað sem gerðist ,,óvart“ þegar Sigurður segir frá því að hafa orðið pabbi fyrir tvítugt. „Þetta var ekki á planinu þannig að þetta var töluvert sjokk!“ Barnsmóðir Sigurðar heitir Ingibjörg Sigurðardóttir og ekkert annað fyrir ungt fólk en að takast á við stöðuna. „Þarna allt í einu tók lífið bara við. Ég kláraði veturinn í skólanum, fór að vinna heima í sveitinni um sumarið en fékk síðan vinnu um haustið í bænum og var að vinna fram að áramótum.“ Eftir áramót skall á tveggja mánaða kennaraverkfall og úr varð að Sigurður kláraði aldrei bifvélavirkjann. Þetta var árið 1994 þegar frumburðurinn Jóhanna Sif fæddist og þremur árum síðar eignuðust skötuhjúin Lárus Hilmar. „Þáverandi tengdapabbi minn reddaði mér vinnu við trefjaplastviðgerðir og þar ílengdist ég í rúmlega tvö ár og lærði heilmargt,“ segir Sigurður alvörugefinn og útskýrir: „Þar var mikil áhersla lögð á að þegar kaupandi fær vöru afhenda þá sé maður að skila henni af sér 100% í lagi. Ef þetta var ekki 100% fékk maður verkefnið miskunnarlaust aftur í fangið eða var látinn heyra það. Ég hef reynt að halda í þetta æ síðan og tel þessi vinnubrögð eiga við um hvaða iðnað sem er; Verkum á að skila af sér 100%.“ En hvernig var að vera ungur pabbi og sástu fyrir þér að þarna væri lífið í rauninni bara komið eins og það nokkurn veginn yrði? „Já, ég sá það fyrir mér,“ svarar Sigurður einlægur. „Auðvitað var það svolítið erfitt að vera allt í einu orðinn pabbi. Þetta var því ekki djammtímabil í mínu lífi eins og oft er, því það að verða pabbi kippti manni bara niður á jörðina og ekkert annað að gera en að fullorðnast,“ segir Sigurður og bætir við: „Þetta gekk samt ágætlega. Auðvitað oft þröngt í búi en samt allt í lagi.“ Þegar Sigurður og unnusta hans Fríða Björk Ásgeirsdóttir, voru að standsetja og flytja í nýja íbúð sem þau keyptu, gerðist það sem flest fólk um þrítugt hugleiðir ekki einu sinni sem möguleika á að geti komið upp: Fríða veiktist og dó. Sigurður segir makamissi lífsreynslu sem breyti ýmsu. Makamissir Árið 1999 skildu Sigurður og barnsmóðir hans og við tók nýr tími. Sigurður kláraði til dæmis vélvirkjann en hann er í dag með meistarapróf í bæði vélvirkjanum og stálvirkjun. Í byrjun árs 2002 kynntist Sigurður Fríðu Björk Ásgeirsdóttur, en hún lést 31. október árið 2004. „Við kynntumst á djamminu en sambandið okkar þróaðist ekkert hratt því við vorum hvorugt að leita af einhverju. Mér fannst ég ekki tilbúinn eftir síðasta samband og staðan var mjög svipuð hjá henni.“ Smátt og smátt tók ástin sér þó bólfestu. Árið 2004 keyptu skötuhjúin sér íbúð og voru á fullu að standsetja hana og í flutningum. Þegar hið óraunverulega gerðist. Eitthvað sem enginn um þrítugt er nokkuð að spá í; Veikindi. Dauði. Sorg. „Ég vorkenndi mér þó aldrei neitt, heldur fyrst og fremst henni. Því það óréttláta var að hún skyldi ekki fá tækifæri til að lifa lífinu,“ segir Sigurður um dauðann og sorgina. Sumum fannst ég svolítið kaldur. Fólk hitti mig og sagði setningar eins og: Já, þú ert bara mættur galvaskur og ég svaraði; Já, lífið heldur áfram og ég er lifandi. En ég meinti þetta ekkert kuldalega heldur fannst mér bara svo óréttlátt að hún hefði ekki fengið tækifæri til að lifa áfram og njóta lífsins.“ Veikindin komu mjög brátt upp og voru skammvinn. „Ég var auðvitað algjört flak lengi á eftir. Og viðurkenni að viðhorfið til lífsins breyttist eftir að hún dó. Þetta er þannig lífsreynsla.“ Sigurður leitaði sér þó sem betur fer aðstoðar. „Ég byrjaði á því að fara til geðlæknis og fékk hjá honum lyf sem hjálpuðu mér að komast í gegnum fyrstu mánuðina. Síðan fór ég líka til sálfræðings sem gerði mikið gagn enda er ég þarna bara ungur maður sem þurfti á því að halda að vinna mig út úr fyrra sambandsliti og síðan þennan missi.“ Sigurður segir auðveldara að sjá það eftir á, hvernig aðstoð fagaðila skiptir sköpum. „Á þeim tíma fannst mér þetta kannski ekki vera að gera neitt gagn. En þegar ég horfi til baka, skipti þessi aðstoð öllu máli.“ Það sem Sigurður segir að hafi líka reynt á tilfinningalega, var hvernig kerfið virkar. „Við vorum ekki gift, þannig að foreldrar hennar þurftu að skrifa undir umboð sem gerði mér fært að ganga frá hlutunum sem sneru að íbúðinni okkar. Því Fríða dó rétt áður en síðasta greiðslan átti að greiðast. Mér fannst þetta erfitt. Að þræða einhverjar stofnanir með umboð á pappír, rétta það einhverju fólki sem gegnum lýsti það á hverjum stað.“ Fjölskyldumyndir úr ýmsum áttum: Sigurður segir svo marga í dag þekkja samsettar fjölskyldur og lýsir því sem svo að þótt það gangi mjög vel, geti það líka verið svolítið flókið. Börn Sigurðar og Rúnu eru: Jóhanna Sif, Lárus Hilmar og Hrannar Ingi Sigurðarbörn og María Rún og Sara Lind Björgvinsdætur. „Are you interested?“ Enn á ný hófst nýr kafli í lífi Sigurðar. Sem í tuttugu ár vann hjá sömu vélsmiðjunni og fór á hennar vegum til Eskifjarðar þar sem hann tók við stjórninni á smiðju sem félagið hafði keypt. Á Eskifirði bjó Sigurður í um tvö og hálft ár. „Í bænum hafði vinnan mín snemma þróast í að ég færi í einhvers konar stjórnendastörf. En þegar ég fór austur var þetta öðruvísi; Þarna var ég að taka við smiðju þar sem um tuttugu manns unnu og mikil uppsveifla var í gangi; Verið að byggja álverið fyrir austan og fleira,“ segir Sigurður og tekur sem dæmi að þegar mest var, störfuðu 150 manns hjá smiðjunni. „En þetta var brekka og ég full fílefldur og ákveðinn í að keyra starfsemina upp. Nokkrir hættu og aðrir voru ráðnir í staðinn en smátt og smátt fór nú að slakna aðeins á mér og þá fór þetta allt saman að slípast betur saman,“ segir Sigurður og bætir við; „Þarna unnu með mér toppmenn og síðan þetta var, hef ég betur lært að fyrst og fremst þarf maður að vinna að því að hafa fólkið með sér.“ Þegar Sigurður sneri aftur til Reykjavíkur gerðist hann framleiðslustjóri smiðjunnar sem hann starfaði hjá. Uppsveiflan var enn í algleymi og allt í gangi hjá nánast öllum atvinnugreinum landsins. Eftir hrun tók við erfiður tími. „Sem betur fer hafði félagið byggt upp góða sjóði í góðærinu og aldrei eytt um efni fram. Félagið var því ekki skuldsett en sumarið fyrir bankahrunið voru augljós blikur á lofti því það sumar þurfti að segja upp svolítið af sumarstarfsmönnum og uppsagnir eru alltaf erfiðar.“ Í einkalífinu gerðist líka ýmislegt. Því óvænt og enn og aftur ,,ekki á planinu,“ var Sigurðir tilkynnt um óléttu. Stuttu síðar kynntist hann síðan Rúnu sinni. Þannig að þú kynntist Rúnu þegar það var önnur kona ólétt og stutt í þriðja barnið? „Já,“ svarar Sigurður og veit eiginlega ekki alveg hvernig hann á að vera á svipinn. En sagan er þó skemmtileg því þótt þetta hafi verið um mitt sumar 2009, kynntust Sigurður og Rúna á einhvers konar stefnumótasíðu. Sem þá var til staðar á Facebook. Þetta var einhver grúppa á Facebook sem hét Are You Interested sem gömul bekkjarsystir mín narraði mig til að skrá mig á,“ segir Sigurður og skellihlær. Sonurinn Hrannar Ingi fæddist í ágúst 2009 þannig að þótt Sigurður væri að skrá sig á stefnumótasíðu hjá Facebook, fannst honum hann ekki vera í aðstöðu til að fara í samband. „Við Rúna urðum samt góðir vinir og þegar leið á haustið fór sambandið að þróast í parsamband. Ætli það hafi ekki verið í byrjun árs 2010 sem við erum að láta krakkana okkar vita af þessu….“ Því til viðbótar við börn Sigurðar, átti Rúna tvö börn fyrir; Þær Maríu Rún og Söru Lind Björgvinsdætur. Sem þegar þetta var voru 4 ára og 11 ára. Sigurður var því þarna að verða stjúppabbi líka. Sem er visst hlutverk út af fyrir sig. Það þekkja svo margir samsettar fjölskyldur í dag og þótt það gangi vel þá er ekki heiðarlegt annað en að segja að það er alveg áskorun líka út af fyrir sig að vinna með samsettar fjölskyldur. Ég er bara svo heppinn að Rúna sér aldrei vandamálin í neinni stöðu; Það skiptir engu máli hvað kemur upp, hennar viðkvæði er alltaf: Nú, þá bara vinnum við í því að leysa úr því.“ Það var ekki auðvelt verk að fá Sigurð til að brosa í myndatökunni. Þó hló hann oft og hafði gaman þegar spjallið var tekið. Sigurður er með meistarapróf í vélvirkjun og stálvirkjun en eftir að hafa starfað hjá sömu smiðjunni í tuttugu ár, stofnaði hann Stálvík.Vísir/Anton Brink Hvernig stjúppabbi ertu? „Nú þær verða bara að svara því,“ svarar Sigurður og skellihlær. En bætir við að hann eigi nú reyndar sinn sess. „Ég held ég hafi nú alltaf verið til staðar þegar á reynir og það eru vissir hlutir sem þær tala við mig um sérstaklega. Að kaupa bíla eða viðgerðir á bílum og svo framvegis.“ En myndaðist ekki öðruvísi samband við yngsta son þinn þar sem þú þekktir aldrei til þess að vera uppalandi hans sem faðir heima fyrir? „Jú, það hefur vissulega verið öðruvísi. Sérstaklega þegar hann var lítill því þá var það oft erfitt. Hann vildi ekki gista og var tregur til að koma fyrst um sinn.“ Í dag gengur allt þó sinn vanagang hjá fjölskyldunni og allir orðnir vanir samsetningunni. „En við erum samt samsett fjölskylda og allir sem þekkja samsettar fjölskyldur vita að það getur einfaldlega verið pínu flókið.“ Sigurður og Jón Trausti Sverrisson, vél- og orkutæknifræðingur, eiga Stálvík til helminga og segir Sigurður í gríni að sambandið sé það erfiðasta hjónaband sem hann hafi nokkru sinni verið í! Velgengni fyrirtækisins er nánast lygileg; Félagið veltir yfir milljarði og er má segja skuldlaust. Enda eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. Blússandi velgengni og góð ráð Í ágúst 2019 hætti Sigurður hjá vélsmiðjunni eftir tuttugu ára starf og stofnaði Stálvík. „Ég var samt með tvær hendur tómar og engin verkefni. Við áttum samt ágætis sparifé þannig að ég vissi að þótt ekkert yrði að gera fyrstu mánuðina, yrðum við allt í lagi,“ rifjar Sigurður upp og segir: Við Rúna ræddum þetta mikið og tókum þessa ákvörðun saman. Rúna hefur því stutt mig í þessari vegferð frá fyrsta degi og ég lít svo á að við séum í þessu saman. Því þetta var alveg stór ákvörðun út af fyrir sig. Við tókum meira veð í húsinu og seldum ferðavagninn okkar. Sem fyrir okkur var svolítið erfið ákvörðun því við ferðumst mjög mikið og þá mest innanlands.“ Sigurður hætti í gamla starfinu á föstudegi og fékk þá fyrsta símtalið um verk. „Ég var spurður hvort ég gæti mætt á mánudeginum en ég sagði Nei, þá þarf ég að fara og kaupa einhver verkfæri,“ segir Sigurður og hlær af minningunni. „Ég byrjaði því á þriðjudeginum en það sem mér finnst skipta máli er að þótt vel hafi farið að ganga strax verkefnalega séð, fór ég aldrei á eftir viðskiptavinunum frá gamla vinnustaðnum heldur var það frekar að verkefnin komu til mín.“ Það sama átti við um Jón Trausta. Sem Sigurður þekkti áður sem fyrrum samstarfsfélaga. Jón Trausti byrjaði hjá Stálvík um haustið en Sigurður og Jón eiga félagið til helminga í dag. En það verður þó að teljast nánast lygileg velgengni að fyrirtækið skuli vera vel tækjum búið, nánast skuldlaust og velta yfir milljarði, aðeins örfáum árum eftir stofnun. „Eina ástæðan fyrir því að við veltum ekki tveimur milljörðum í fyrra var vegna þess að okkur vantaði fleira fólk,“ segir Sigurður íbygginn. En hvernig næst svona velgengni og það svona hratt? Sigurður segir nokkra samverkandi þætti skýra það út. „Í fyrsta lagi held ég að það sé mjög góð blanda hjá okkur Jóni Trausta sem eigendur að við erum sérhæfðir á sitthvoru sviðinu því hann er tæknimenntaður en ég er með vélvirkjunina.“ Sigurður segir líka ákveðna eiginleika hjá karlmönnum hjálpa til. „Ég er til dæmis algjör skaphundur og þegar ég grínast með að þetta sé erfiðasta hjónabandið sem ég hef verið í, er ég að vísa til þess að við getum oft verið ósammála og orðið alveg brjálaðir. En það nær ekki langt því karlmenn eru oft þannig að þeir þurfa kannski að blása en síðan er það bara búið.“ Lykilatriði segir Sigurður vera að fylgjast með rekstrinum. „Þótt ég hafi nú aldrei verið hrifinn af því bóklega í skóla kom snemma í ljós í þessum rekstri að ég hef mikinn áhuga á bókhaldi. Halla systir mín var laus á á þeim tíma sem við vorum að byrja með félagið og fór snemma að hjálpa okkur að halda utan um bókhaldið og lesa úr því skýrslur. Sem oft vantar hjá iðnaðarmönnum; Þeir nenna ekki bókhaldinu,“ segir Sigurður og bætir við: „En með því að vera alltaf með raunstöðuna á rekstrinum fórum við fljótt að sjá hvernig við gætum unnið línuritið upp og þar eru nokkrar áherslur sem við leggjum mikið upp úr.“ Sem dæmi nefnir Sigurður: Að leggja áherslu á að stækka fyrirtækið inn á við með eigið fé Að vera með gott starfsfólk og leggja áherslu á að starfsfólk sé ánægt Að vinna með nýjan tækjabúnað í stað gamals sem getur hamlað starfseminni. „Við erum líka svo heppnir að andinn hér innanhúss er sá sami og oft finnst í ungum fyrirtækjum; Hér eru allir tilbúnir til að leggjast á eitt og það kemur oft fyrir að verkefni hjá okkur stækka fljótt hjá viðskiptavinunum því þeim finnst einfaldlega gott að leita til okkar, ekki síst vegna þess að starfsfólkið okkar sýnir í verki þann vilja og sveigjanleika sem þarf til að mæta verkefnum.“ Athygli vekur hversu ungt fyrirtæki Stálvík er, en þó á lista framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo. Því til þess að það náist, þarf nokkuð samfellda góða rekstrarsögu. Hvernig fóruð þið til dæmis að þessu í Covid? „Við skiptum okkur upp, leigðum húsnæði út í bæ þar sem tveir unnu og síðan vorum við tveir til þrír að vinna á verkstæðinu. Þetta gerðum við til að koma í veg fyrir að ef það kæmi Covid, þyrftu allir að fara í sóttkví.“ Ríkidæmi sveitastráksins frá Kirkjubæjarklaustri stækkar því nú eru barnabörnin orðin tvö; Írena Röfn og Talía Hafey. Á sama tíma er rekstur Stálvíkur á blússandi siglingu en Sigurður viðurkennir líka að hann hafi hvorki eldað kvöldmat né þvegið þvott frá því að fyrirtækið var stofnað; Rúna sé hans stoð og stytta í einu og öllu. Konurnar skipta máli Þegar Covid skall á, voru starfsmennirnir fjórir: Sigurður, Jón Trausti, tveir til viðbótar og sonur Sigurðar í hlutastarfi. Í dag eru starfsmennirnir 38; Hópur sérfræðinga á sviði málm- og tæknigreina. Starfsemi Stálvíkur felst í að þjónusta matvælaiðnaðinn, stóriðju, byggingariðnað og sjávarútveg sem þýðir þá: Hönnun, nýsmíði, viðgerðir, svart ryðfrítt stál og ál og viðgerðir á vélbúnaði. Eru þetta bara kallar sem vinna í bransanum? ,,Já eiginlega. Þótt ég myndi vilja hafa miklu fleiri konur,“ svarar Sigurður að bragði og listar upp að þrjár konur starfa hjá Stálvík: Bókari, fjármálastjóri og ein kona sem er vélvirki. „Ég blæs á þær yfirlýsingar að sum störf henti ekki konum líkamlega. Mitt svar er: Þá breytum við verklaginu þannig að þær geti unnið störfin líka. Því ég hef unnið á vinnustöðum þar sem það eru bara karlar, þar sem testerónið er í miklu magni og orðræðan eftir því. Um leið og konur eru innanborðs, breytist þetta, verður betra og jákvæðara,“ segir Sigurður og bætir við: Fyrir utan það: Auðvitað eigum við að breyta störfunum þannig að allir ráði við þau líkamlega. Aðeins þannig hættum við að sjá iðnaðarmenn verða örkumla með ónýtt bak, hné eða mjaðmir langt fyrir aldur fram.“ Eitt af því sem fékk Sigurð til að vilja fara út í sinn eiginn rekstur 45 ára var að þá voru krakkarnir orðnir nokkuð stálpaðir og hann meira að segja orðinn afi. Rúna kallar árlegu Tene ferðina þeirra í febrúar hvíldarinnlögn fyrir Sigurð; Það eru einu skiptin þar sem hann hreinlega gerir ekki neitt.Vísir/Anton Brink Fram undan eru spennandi tímar hjá Stálvík. Sem á í dag 900-1000 fermetra fasteign en er búið að kaupa lóð þar sem ætlunin er að byggja 2500 fermetra húsnæði. „Það er verið að teikna það húsnæði núna en við munum stíga varlega til jarðar í þessum efnum og ekkert flýta okkur af stað nema reksturinn hafi allt bolmagn í það,“ segir Sigurður rólegur en spenntur. Í öllu tali Sigurðar er það samt Rúna sem stendur upp úr. „Við förum til Tene í febrúar á hverju ári. Svona eins og allir aðrir Íslendingar. Rúna segir það vera mína hvíldarinnlögn,“ segir Sigurður og skellihlær. Sigurður segir velgengni eins og í Stálvík, ekki hafa verið mögulega án stuðnings Rúnu. „Enda viðurkenni ég það alveg að ég hef hvorki eldað kvöldmat né þvegið fötin mín í yfir fimm ár í dag. Það er bara þannig.“ Að ferðast innanlands er stóra áhugamálið og eitthvað sem hjónin elska að gera. „Við vorum fyrst með tjaldvagn, síðan fellihýsi, síðan hjólhýsi. Þurftum síðan að selja það þegar ég stofnaði Stálvík en erum komin aftur með hjólhýsi í dag,“ segir Sigurður. Enn einn hatturinn bættist við hjá Sigurði þegar hann var rétt rúmlega fertugur og varð afi í fyrsta sinn. Barnabörnin eru nú tvö; Írena Röfn fædd 2015 og Talía Hafey fædd 2021. Fyrir fimmtugt tók Sigurður síðan ákvörðun. „Ég ákvað að frá og með fimmtugu myndi ég hætta þessari launalausu vinnu. Að vera að skoða eitthvað á kvöldin eða undirbúa verk eða tilboð og svo framvegis. Maður var alltaf að gera eitthvað vinnutengt, hvort sem það væri kvöld eða helgar.“ Og hvernig gengur þetta átak hjá þér? Þögn. Fliss. Hlátur. Ég er reyndar reglulega minntur á þetta heima fyrir og spurður: Hvernig var aftur með þetta markmið um að hætta launalausri nætur- og helgarvinnu….?!“
Starfsframi Fjölskyldumál Helgarviðtal Tengdar fréttir Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Það var flissað og hlegið, stundum talað á alvarlegri nótum, stoltið skein í gegn en líka einlægnin og ástríðan; Fimm konur í spjalli, allar úr sitthvorri áttinni en þó eitthvað svo líkar. 6. júlí 2025 08:01 Öðruvísi líf: „Veistu Hrund, þú ert eiginlega eins og Forrest Gump“ Það er eitthvað svo ævintýralegt við að taka spjallið við Hrund Gunnsteinsdóttur. Stundum eins og verið sé að tala um handrit að einhverri bíómynd. Því já; Þannig virðist líf Hrundar hafa verið. 22. júní 2025 08:02 Dekurbossinn Hjalti: „Mömmur eru einfaldlega bestar og mín var ein sú allra besta“ „Mamma var límið, við finnum svo mikið fyrir því núna, svona eftir á,“ segir Hjalti Einarsson þegar hann ræðir móðurmissinn. 8. júní 2025 08:00 Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Það er svolítið merkilegt að heyra Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins, tala um hvað hún upplifir sig heppna í lífinu. Og svo brosandi er hún í samverunni að það allra síðasta sem manni dettur í hug er hversu mörg og erfið áföll þessi tæplega fimmtuga og flotta kona hefur upplifað. 23. mars 2025 08:00 Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ „Það var Egyptaland sem skilaði mér heim í dálítilli rúst. Ég einfaldlega missti trúna á mannkyninu og hef aldrei kært mig um að hafa það eftir sem ég sá og heyrði þar. En get sagt að hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar,“ segir Helena Jónsdóttir þegar hún rifjar upp tímann sem hún starfaði með Læknum án landamæra í Egyptalandi. 8. desember 2024 08:02 Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Sjá meira
Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Það var flissað og hlegið, stundum talað á alvarlegri nótum, stoltið skein í gegn en líka einlægnin og ástríðan; Fimm konur í spjalli, allar úr sitthvorri áttinni en þó eitthvað svo líkar. 6. júlí 2025 08:01
Öðruvísi líf: „Veistu Hrund, þú ert eiginlega eins og Forrest Gump“ Það er eitthvað svo ævintýralegt við að taka spjallið við Hrund Gunnsteinsdóttur. Stundum eins og verið sé að tala um handrit að einhverri bíómynd. Því já; Þannig virðist líf Hrundar hafa verið. 22. júní 2025 08:02
Dekurbossinn Hjalti: „Mömmur eru einfaldlega bestar og mín var ein sú allra besta“ „Mamma var límið, við finnum svo mikið fyrir því núna, svona eftir á,“ segir Hjalti Einarsson þegar hann ræðir móðurmissinn. 8. júní 2025 08:00
Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Það er svolítið merkilegt að heyra Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins, tala um hvað hún upplifir sig heppna í lífinu. Og svo brosandi er hún í samverunni að það allra síðasta sem manni dettur í hug er hversu mörg og erfið áföll þessi tæplega fimmtuga og flotta kona hefur upplifað. 23. mars 2025 08:00
Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ „Það var Egyptaland sem skilaði mér heim í dálítilli rúst. Ég einfaldlega missti trúna á mannkyninu og hef aldrei kært mig um að hafa það eftir sem ég sá og heyrði þar. En get sagt að hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar,“ segir Helena Jónsdóttir þegar hún rifjar upp tímann sem hún starfaði með Læknum án landamæra í Egyptalandi. 8. desember 2024 08:02