Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. september 2025 20:05 Kornþingið og spildudagurinn í Gunnarsholti var vel sóttur enda mikill hugur í kornbændum um góða uppskeru í haust. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill hugur er í kornbændum þessa dagana enda reiknað með mikill kornuppskeru í haust en ræktunin fer fram á um fjögur þúsund hekturum. Þá er verið að gera ýmsar tilraunir með ræktun á mismunandi korni og hveiti í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Fimmtudaginn 4. september var haldin svonefnt kornþing og spildudagur í Gunnarsholti þar sem fyrirlestrar fóru fram í Sagnagarði, húsi á staðnum og svo var farið út í akra og fjölbreyttar tilraunir kynntar og akrarnir skoðaðir af áhugasömum kornbændum, auk þess, sem 17 nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands mættu á viðburðinn, sem var skipulagður af Jarðræktarmiðstöð skólans. „Við erum hérna að reyna að ná góðu samtali við bændur um kornrækt og fyrir hverju við eigum að vera að velja í kynbótunum og hvað við eigum að vera að rannsaka til þess að auka öryggi og uppskeru í korni við krefjandi íslenskar aðstæður,” segir Hrannar Smári Hilmarsson, sem er tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Hrannar segir að nú sé verið að rækta korn á um fjögur þúsund hekturum og að það sé mikill hugur hjá bændum um góða uppskeru af ökrunum í haust. Hrannar Smári Hilmarsson, sem er tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunna Skeggjadóttir frá Skeggjastöðum í Flóa er mjög fróð um kornrækt og allt, sem henni viðkemur en hún er starfsmaður plöntukynbótaverkefnisins Völu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. „Við erum mest með byggtilraunir en sömuleiðis erum við með hafra líka og eitthvað af hveiti,” segir Sunnar. Og það er heilmikill uppgangur í kornrækt á Íslandi eða hvað? „Já heldur betur og við í okkar verkefnum erum að efla kornræktina í kynbótastarfi og svoleiðis, þannig að þetta eru já skemmtilegir tímar,” bætir Sunna við. Sunna Skeggjadóttir frá Skeggjastöðum í Flóa er mjög fróð um kornrækt og allt, sem henni viðkemur en hún er starfsmaður plöntukynbótaverkefnisins Völu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er náttúrulega ákveðin frumframleiðsla og við höfum alltaf álitið að kolvetnaframleiðsla og sterkjuframleiðsla eigi heima í öðrum löndum en við erum að reyna að flytja einhvern hluta af henni heim,” segir Egill Gunnarsson, umsjónarmaður hveititilrauna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Egill Gunnarsson, sem er umsjónarmaður hveititilrauna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er greinilega mikill áhugi á kornrækt? „Já það er svona mikil vitundarvakning og það er mikill meðbyr með henni, bæði af áhuga bænda og svona á stjórnmálunum líka. Það er sjaldan, sem maður sér stjórnmálamenn vera sammála um málefni í dag en þeir vilja allir styðja eflingu kornræktar,” segir Egill. Nokkrir kornbændur að skoða akrana í Gunnarsholti og kornið þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson 17 nemendur, sem eru í sérstökum áfanga í kornrækt mættu í Gunnarsholt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Fimmtudaginn 4. september var haldin svonefnt kornþing og spildudagur í Gunnarsholti þar sem fyrirlestrar fóru fram í Sagnagarði, húsi á staðnum og svo var farið út í akra og fjölbreyttar tilraunir kynntar og akrarnir skoðaðir af áhugasömum kornbændum, auk þess, sem 17 nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands mættu á viðburðinn, sem var skipulagður af Jarðræktarmiðstöð skólans. „Við erum hérna að reyna að ná góðu samtali við bændur um kornrækt og fyrir hverju við eigum að vera að velja í kynbótunum og hvað við eigum að vera að rannsaka til þess að auka öryggi og uppskeru í korni við krefjandi íslenskar aðstæður,” segir Hrannar Smári Hilmarsson, sem er tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Hrannar segir að nú sé verið að rækta korn á um fjögur þúsund hekturum og að það sé mikill hugur hjá bændum um góða uppskeru af ökrunum í haust. Hrannar Smári Hilmarsson, sem er tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunna Skeggjadóttir frá Skeggjastöðum í Flóa er mjög fróð um kornrækt og allt, sem henni viðkemur en hún er starfsmaður plöntukynbótaverkefnisins Völu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. „Við erum mest með byggtilraunir en sömuleiðis erum við með hafra líka og eitthvað af hveiti,” segir Sunnar. Og það er heilmikill uppgangur í kornrækt á Íslandi eða hvað? „Já heldur betur og við í okkar verkefnum erum að efla kornræktina í kynbótastarfi og svoleiðis, þannig að þetta eru já skemmtilegir tímar,” bætir Sunna við. Sunna Skeggjadóttir frá Skeggjastöðum í Flóa er mjög fróð um kornrækt og allt, sem henni viðkemur en hún er starfsmaður plöntukynbótaverkefnisins Völu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er náttúrulega ákveðin frumframleiðsla og við höfum alltaf álitið að kolvetnaframleiðsla og sterkjuframleiðsla eigi heima í öðrum löndum en við erum að reyna að flytja einhvern hluta af henni heim,” segir Egill Gunnarsson, umsjónarmaður hveititilrauna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Egill Gunnarsson, sem er umsjónarmaður hveititilrauna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er greinilega mikill áhugi á kornrækt? „Já það er svona mikil vitundarvakning og það er mikill meðbyr með henni, bæði af áhuga bænda og svona á stjórnmálunum líka. Það er sjaldan, sem maður sér stjórnmálamenn vera sammála um málefni í dag en þeir vilja allir styðja eflingu kornræktar,” segir Egill. Nokkrir kornbændur að skoða akrana í Gunnarsholti og kornið þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson 17 nemendur, sem eru í sérstökum áfanga í kornrækt mættu í Gunnarsholt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira