Innlent

Syrgja fallið korna­barn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Íslendingur sem býr skammt frá stjórnarráði Úkraínu í Kænugarði segir mikla sorg og reiði ríkja í borginni. Rússar gerðu umfangsmiklar árásir í nótt og voru móðir og kornabarn drepin. Rætt verður við hann í kvöldfréttum.

Norðmenn ganga að kjörborðinu á morgun eftir að ríkisstjórn Verkamannaflokks og Miðflokks sprakk í byrjun árs. Vinstriblokkin hefur nokkuð forskot á borgaralegu flokkana en líklegt er að stjórnarmyndun verði nokkuð flókin, sama hvernig fer.

Í fréttatímanum verður rætt við formann starfsgreinafélagsins Afls, sem segir miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál standi í stað. Innan tveggja vikna kemur í ljós hvort fjögur hundruð starfsmenn leggi niður störf. 

Við kíkjum á eldri borgara á Selfossi sem mæta tvisvar í viku í leikfimi. Þeir segja leikfimina ekki síst góða upp á félagsskapinn. 

Og í sportinu heyrum við í Arnari Gunnlaugssyni þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, sem er mætt út til Frakklands, þar sem það mætir heimamönnum á þriðjudag í undankeppninni fyrir HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×