Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Árni Sæberg skrifar 16. september 2025 11:13 Hér verður að óbreyttu hægt að endurvinna rusl til 1. febrúar næstkomandi. Vísir/Vilhelm Kópavogsbær hefur heimilað Sorpu að reka endurvinnslustöð sína að Dalvegi til 1. febrúar næstkomandi. Upphaflega stóð að loka stöðinni í september í fyrra Þetta kemur fram í tillögu Ásdísar Kristjánsdóttur til bæjarráðs, sem var lögð fram þann 15. júlí og samþykkt tveimur dögum síðar. Þar segir að með bréfi dagsettu 5. september 2022 hafi verið farið fram á við Sorpu bs. að starfsemi Sorpu við Dalveg 1 yrði hætt og að lóðinni yrði skilað til Kópavogsbæjar eigi síðar en 1. september 2024. Á fundi Sorpu þann 21. desember 2023 hafi verið samþykkt að koma á fót starfshópi um staðarval fyrir endurvinnslustöð í stað endurvinnslustöðvarinnar við Dalveg. Hópurinn hafi skilað af sér tillögu í desember 2024 sem kynnt hafi verið bæjarráði Kópavogs, sem hafi falið sviðstjóra umhverfissviðs að vinna málið áfram í samstarfi við Sorpu. Sú vinna standi nú yfir en sé ekki lokið. Eiga eftir að vinna úr tillögum Þá segir að auglýst hafi verið eftir áhugasömum aðilum um þróun á lóðinni Dalvegi 1, sem skilgreind sé sem verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi Kópavogs. Umsóknarfrestur hafi verið til 30. júní síðastliðins. Eftir eigi að vinna og velja úr innsendum tillögum. Þeim sem eiga þá hugmynd sem valin verður til áframhaldandi samstarfs verði síðan boðið til viðræðna um lóðarvilyrði til tveggja ára. Innan þess tímaramma skuli lóðarvilyrðishafi vinna að tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir lóðina í takt við sínar hugmyndir og hugmyndir Kópavogsbæjar um heildarsýn fyrir Kópavogsdal, sem settar hafi verið fram í apríl 2024. Í ljósi þessa sé ljóst að tímabundið áframhald á starfsemi Sorpu á Dalvegi muni ekki hafa áhrif á frekari þróun á svæðinu. Því sé lagt til að sá tími sem Sorpu var gefinn til að fjarlægja starfsemi sína af Dalvegi 1 verði framlengdur til 1. febrúar 2026. Stöðva vinnu við bráðabirgðastöð Í fundargerð fundar Sorpu þann 18. ágúst segir að framkvæmdastjóri hafi gert grein fyrir stöðu lokunar endurvinnslustöðvarinnar við Dalveg. Sorpa hafi áætlað lokun á Dalvegi 1. september 2025 og opnun bráðabirgðastöðvar á Glaðheimasvæðinu sama dag, samanber aðgerðaáætlun til að mæta lokun Dalvegar, sem hafi verið kynnt á fundi stjórnar Sorpu í janúar. Vinna við uppbyggingu bráðabirgðastöðvar hafi verið stöðvuð samhliða ákvörðun bæjarráðs Kópavogs um að fresta lokun stöðvarinnar á Dalvegi. Til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin muni stjórn taka til rýni stefnumótandi skýrslu tæknimanna sveitarfélaga um framtíð endurvinnslustöðva. Sorpa Skipulag Kópavogur Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Þetta kemur fram í tillögu Ásdísar Kristjánsdóttur til bæjarráðs, sem var lögð fram þann 15. júlí og samþykkt tveimur dögum síðar. Þar segir að með bréfi dagsettu 5. september 2022 hafi verið farið fram á við Sorpu bs. að starfsemi Sorpu við Dalveg 1 yrði hætt og að lóðinni yrði skilað til Kópavogsbæjar eigi síðar en 1. september 2024. Á fundi Sorpu þann 21. desember 2023 hafi verið samþykkt að koma á fót starfshópi um staðarval fyrir endurvinnslustöð í stað endurvinnslustöðvarinnar við Dalveg. Hópurinn hafi skilað af sér tillögu í desember 2024 sem kynnt hafi verið bæjarráði Kópavogs, sem hafi falið sviðstjóra umhverfissviðs að vinna málið áfram í samstarfi við Sorpu. Sú vinna standi nú yfir en sé ekki lokið. Eiga eftir að vinna úr tillögum Þá segir að auglýst hafi verið eftir áhugasömum aðilum um þróun á lóðinni Dalvegi 1, sem skilgreind sé sem verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi Kópavogs. Umsóknarfrestur hafi verið til 30. júní síðastliðins. Eftir eigi að vinna og velja úr innsendum tillögum. Þeim sem eiga þá hugmynd sem valin verður til áframhaldandi samstarfs verði síðan boðið til viðræðna um lóðarvilyrði til tveggja ára. Innan þess tímaramma skuli lóðarvilyrðishafi vinna að tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir lóðina í takt við sínar hugmyndir og hugmyndir Kópavogsbæjar um heildarsýn fyrir Kópavogsdal, sem settar hafi verið fram í apríl 2024. Í ljósi þessa sé ljóst að tímabundið áframhald á starfsemi Sorpu á Dalvegi muni ekki hafa áhrif á frekari þróun á svæðinu. Því sé lagt til að sá tími sem Sorpu var gefinn til að fjarlægja starfsemi sína af Dalvegi 1 verði framlengdur til 1. febrúar 2026. Stöðva vinnu við bráðabirgðastöð Í fundargerð fundar Sorpu þann 18. ágúst segir að framkvæmdastjóri hafi gert grein fyrir stöðu lokunar endurvinnslustöðvarinnar við Dalveg. Sorpa hafi áætlað lokun á Dalvegi 1. september 2025 og opnun bráðabirgðastöðvar á Glaðheimasvæðinu sama dag, samanber aðgerðaáætlun til að mæta lokun Dalvegar, sem hafi verið kynnt á fundi stjórnar Sorpu í janúar. Vinna við uppbyggingu bráðabirgðastöðvar hafi verið stöðvuð samhliða ákvörðun bæjarráðs Kópavogs um að fresta lokun stöðvarinnar á Dalvegi. Til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin muni stjórn taka til rýni stefnumótandi skýrslu tæknimanna sveitarfélaga um framtíð endurvinnslustöðva.
Sorpa Skipulag Kópavogur Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira