Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 23. september 2025 09:12 Helgi Jean Claessen fann ástina eftir að hann fór í fjölástar-samband. „Þegar ég var síðast í sambandi, fyrir tuttugu árum, upplifði ég mikla ástarsorg. Ég hugsaði að ég gæti ekki gengið í gegnum þetta aftur. Ég upplifði svona sjálfheldu—ég gat hvorki verið án kærustunnar né verið með henni. Þetta bjó til rosalega djúpt sár hjá mér, svo þurfti ég bara að face-a þetta sár. Ég var bara hræddur við mínar eigin tilfinningar,“ segir Helgi Jean Classen, hlaðvarpsstjórnandi og áhrifavaldur. Helgi var gestur Kiddu Svarfdal í hlaðvarpsþættinum Fullorðins á dögunum þar sem hann opnaði sig um reynslu sína af hefðbundnum ástarsamböndum og hvernig hann fann ástina í gegnum fjölástir (e. polygamy). Hjónaband gamalt viðskiptatungumál „Það sem okkur er boðið upp á í dag sem er að vera í einkvænissambandið, þið hittið einhverja konu eða mann og þið fellið hugi saman og þið trúlofuðust, giftist og eignist börn og fjölskyldu, og það er svona leiðin. Ég upplifði að þessi díll var ekki að virka fyrir mig. Ég reyndi að fara með þetta blað eitthvert og halda að ég væri að finna einhverja einu réttu til að standast þetta. Í grunninn var ég ekki til í þetta. Og ef ég væri sex ára væri ég ekki til í skólakerfið heldur. En nei, ég er ekki til í þetta heldur. Það kannski skrýtna við það að þetta snýst um ástina, að við erum ástfangin og allt þetta. En tungumálið í kringum fjölskylduna og ástina, það vill í rauninni enginn beisli, bönd, skuldir eða skyldu. Samt tölum við um að skuldbinda okkur og fara í fjölskyldu. Og vera ástfanginn, að vera fanginn. Skuld, skylda, skuldbundinn – þetta er í rauninni gamalt viðskiptatungumál.“ Ást er ekki skylda Hann útskýrir að hugmyndin um skuldbindingu hafi ekki samræmst hans eigin tjáningu á ástinni: „Í rauninni ástæðan fyrir því að fjölskyldur og hjónabönd slitna upp er að því að við erum skyldug. Ást er ekki skylda. Það vill enginn vera skyldugur til að elska, það er frjálst val. Ég þurfti bara svo sem aðeins að horfast í augu við það að fara að skuldbinda mig og fara í fjölskyldu, það var ekki nógu lýsandi fyrir tjáningu mína á ástina.“ Í dag segist hann leita í fjölástir – þar sem hann sækist í tengsl við fólk sem kveikir í honum á ólíkum sviðum.„Fyrir mig þýðir það að ég sækist í að vera með fólki sem kveikir í mér á hverjum tíma,“ segir hann og leggur áherslu á að þetta snúist ekki eingöngu um kynferðislega tengingu. Aðspurður hvort hann eigi í kynferðislegu sambandi við fleiri en einn svarar Helgi játandi. Kidda spurði hvernig slíkt samskiptamynstur gæti gengið upp og hvort afbrýðisemi væri ekki óhjákvæmileg. „Jú, þetta er leikurinn,“ svaraði Helgi. „Þetta er svolítið eins og með nektina: Það hefur verið sagt þér að ef þú ert nakinn, þá gerist eitthvað hræðilegt. Ef þú ert afbrýðisamur, þá gerist eitthvað hræðilegt – en í raun gerist ekkert hræðilegt. Það er sama með afbrýðisemi, hún er bara tilfinning. Það er ótrúlega mikið vald og frelsi í því að komast yfir afbrýðisemi.“ Brot út viðtalinu má heyra spilaranum hér að neðan. Ástin og lífið Kynlíf Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sjá meira
Helgi var gestur Kiddu Svarfdal í hlaðvarpsþættinum Fullorðins á dögunum þar sem hann opnaði sig um reynslu sína af hefðbundnum ástarsamböndum og hvernig hann fann ástina í gegnum fjölástir (e. polygamy). Hjónaband gamalt viðskiptatungumál „Það sem okkur er boðið upp á í dag sem er að vera í einkvænissambandið, þið hittið einhverja konu eða mann og þið fellið hugi saman og þið trúlofuðust, giftist og eignist börn og fjölskyldu, og það er svona leiðin. Ég upplifði að þessi díll var ekki að virka fyrir mig. Ég reyndi að fara með þetta blað eitthvert og halda að ég væri að finna einhverja einu réttu til að standast þetta. Í grunninn var ég ekki til í þetta. Og ef ég væri sex ára væri ég ekki til í skólakerfið heldur. En nei, ég er ekki til í þetta heldur. Það kannski skrýtna við það að þetta snýst um ástina, að við erum ástfangin og allt þetta. En tungumálið í kringum fjölskylduna og ástina, það vill í rauninni enginn beisli, bönd, skuldir eða skyldu. Samt tölum við um að skuldbinda okkur og fara í fjölskyldu. Og vera ástfanginn, að vera fanginn. Skuld, skylda, skuldbundinn – þetta er í rauninni gamalt viðskiptatungumál.“ Ást er ekki skylda Hann útskýrir að hugmyndin um skuldbindingu hafi ekki samræmst hans eigin tjáningu á ástinni: „Í rauninni ástæðan fyrir því að fjölskyldur og hjónabönd slitna upp er að því að við erum skyldug. Ást er ekki skylda. Það vill enginn vera skyldugur til að elska, það er frjálst val. Ég þurfti bara svo sem aðeins að horfast í augu við það að fara að skuldbinda mig og fara í fjölskyldu, það var ekki nógu lýsandi fyrir tjáningu mína á ástina.“ Í dag segist hann leita í fjölástir – þar sem hann sækist í tengsl við fólk sem kveikir í honum á ólíkum sviðum.„Fyrir mig þýðir það að ég sækist í að vera með fólki sem kveikir í mér á hverjum tíma,“ segir hann og leggur áherslu á að þetta snúist ekki eingöngu um kynferðislega tengingu. Aðspurður hvort hann eigi í kynferðislegu sambandi við fleiri en einn svarar Helgi játandi. Kidda spurði hvernig slíkt samskiptamynstur gæti gengið upp og hvort afbrýðisemi væri ekki óhjákvæmileg. „Jú, þetta er leikurinn,“ svaraði Helgi. „Þetta er svolítið eins og með nektina: Það hefur verið sagt þér að ef þú ert nakinn, þá gerist eitthvað hræðilegt. Ef þú ert afbrýðisamur, þá gerist eitthvað hræðilegt – en í raun gerist ekkert hræðilegt. Það er sama með afbrýðisemi, hún er bara tilfinning. Það er ótrúlega mikið vald og frelsi í því að komast yfir afbrýðisemi.“ Brot út viðtalinu má heyra spilaranum hér að neðan.
Ástin og lífið Kynlíf Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“