Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Lovísa Arnardóttir skrifar 23. september 2025 23:31 Erlingur Erlingsson Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir drónaflugin í Kaupmannahöfn og Osló óþægileg fyrir stjórnvöld og flugrekstur, og hættulegt, en enn sé ekki hægt að slá neinu föstu um hvað búi að baki. Hann segir það mikilvægasta við þessi atvik að nú sé vitað hversu auðvelt sé að valda mikilli röskun og það þurfi að bregðast við því. „Hvort að þetta eru einhverjir innlendir brjálæðingar eða glæpamenn sem Rússar hafa ráðið á sínum vegum til að framkvæma þetta, eða Rússar með beinum hætti. Það er svona helsta sem manni dettur í hug,“ segir Erlingur sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis. Hann segir líklegast að markmiðið með þessum drónum hafi ekki verið að valda tjóni með beinum hætti heldur sé það að valdra raski og truflunum. Það hafi tekist, og með miklum kostnaði. Það hafi þurft að loka flugvöllunum báðum. Svipaðir atburðir hafi átt sér stað í London á flugvöllunum nýlega og þetta sé þekkt aðferð. En á sama tíma erfitt fyrir stjórnvöld að bregðast við. Í þessu samhengi var minnst á umfjöllun um drónaflug í New Jersey í Bandaríkjunum en Erlingur segir flesta sérfræðinga hafa dregið í efa að það væri raunveruleg drónaumferð, eða væri það að litlum hluta. Hann segir þetta ákveðna ógn því lagaramminn í kringum dróna sé tiltölulega opinn og það geti verið vandamál fyrir öryggisyfirvöld og stofnað flugvélum í hættu. Hann segir dróna umbylta hernaði á vígvellinum. Bæði með getu til að fylgjast með og til að gera árásir í miklum mæli. „Bæði við víglínuna og yfir langar vegalengdir, djúpt inn í Rússland til dæmis og vissulega skjóta Rússar hundruðum dróna á Úkraínu á hverri nóttu, þannig þetta er orðið lykilvopn í hernaði í dag.“ Erlingur telur að þessi hernaður haldi áfram að þróast nokkuð hratt samhliða þróun í gervigreind og drónatækni. Það geri varnaraðilum erfiðara fyrir að stöðva drónana. Það hafi áður verið hægt að blokka stjórnsignalið í drónanum en nú sé þeim flogið af gervigreind eða þeir dragi á eftir sér örþunnan vír sem sé ekki hægt að blokka. „Þetta er gríðarlega erfitt viðfangsefni í hernaði, en líka á friðartímum. Það sé hægt að beita þeim til að valda óþægindum og mögulega tjóni. Erlingur segir vitað að Rússar hafi staðið að baki drónaflugum nýlega til dæmis í Póllandi og svo hafi verið fregnir af þeim eða fólki á þeirra vegum að fljúga í kringum herstöðvar í Þýsklandi þar sem er verið að flytja hergögn til Úkraínu. Ekki hernaðaraðgerð þó það valdi tjóni Vandinn sé líka sá að drónar séu vopn sem sé hægt að beita til að beita tjóni og óþægindum en það nái ekki því marki að vera hernaðaraðgerð. Þannig finnist Rússum þægilegt að beita þessu eins og þeim finnist þægilegt að beita netárásum gegn vestrænum þjóðum. Þeir beiti þessum vopnum án þess að þurfa að bera verulegan kostnað af því. Hann segir vel hægt að nota dróna gegn drónum og það sé til dæmis gert í Úkraínu. Það sé þróun sem sé í gangi auk þess sem sé verið að þróa leysigeisla til að taka niður dróna. Stóra vandamálið sé að fjöldi dróna geti gert árásir yfir langar vegalengdir og flestar Evrópuþjóðir séu ekki í stakk búnar til að verjast slíkum árásum. „Það á alveg eins um Ísland eða Þýskaland eða Bretland og þetta er mikill hausverkur fyrir öll þessi NATO ríki. Hvernig tryggja þeir varnir gegn svona ógn, fyrst og fremst af hálfu Rússa.“ Evrópuþjóðir séu að vopnast til að geta varist svona árásum og hann segir öll NATO ríki þurfa að huga að þessu. Á Íslandi hafi komið fram að það hafi verið gerðar netárásir og verkefnið stórt. Það hafi ekki verið umræða um loftvarnir en Ísland sé nokkuð berskjaldað. Öryggis- og varnarmál Reykjavík síðdegis Noregur Danmörk Tengdar fréttir Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir grafalvarlegt að drónum hafi verið flogið yfir flugvelli Kaupmannahöfn og Osló í gær. Hún segir það ástæðu til að kalla saman þjóðaröryggisráð og hægt sé að gera það um leið og hún kemur aftur frá Bandaríkjunum. 23. september 2025 17:56 Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins vill að þjóðaröryggisráð Íslands verði kallað saman þegar í stað í ljósi vendinga í nágrannalöndum Íslands þar sem flugvöllum var lokað vegna drónaflugs í gærkvöldi. Hún spyr hver taki ákvarðanir um stjórn landsins nú þegar bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru erlendis. 23. september 2025 17:07 Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Icelandair aflýsti einni ferð frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi og einni vél snúið við aftur til Keflavíkur eftir að hafa verið lent í Álaborg þar sem Kastrup flugvöllur í Kaupmannahöfn var lokaður vegna drónaumferðar í nokkra klukkutíma í gærkvöldi. SAS hefur einnig aflýst ferðum milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur en uppákoman hefur ekki haft nein áhrif á áætlunarflug Play. 23. september 2025 10:38 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
„Hvort að þetta eru einhverjir innlendir brjálæðingar eða glæpamenn sem Rússar hafa ráðið á sínum vegum til að framkvæma þetta, eða Rússar með beinum hætti. Það er svona helsta sem manni dettur í hug,“ segir Erlingur sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis. Hann segir líklegast að markmiðið með þessum drónum hafi ekki verið að valda tjóni með beinum hætti heldur sé það að valdra raski og truflunum. Það hafi tekist, og með miklum kostnaði. Það hafi þurft að loka flugvöllunum báðum. Svipaðir atburðir hafi átt sér stað í London á flugvöllunum nýlega og þetta sé þekkt aðferð. En á sama tíma erfitt fyrir stjórnvöld að bregðast við. Í þessu samhengi var minnst á umfjöllun um drónaflug í New Jersey í Bandaríkjunum en Erlingur segir flesta sérfræðinga hafa dregið í efa að það væri raunveruleg drónaumferð, eða væri það að litlum hluta. Hann segir þetta ákveðna ógn því lagaramminn í kringum dróna sé tiltölulega opinn og það geti verið vandamál fyrir öryggisyfirvöld og stofnað flugvélum í hættu. Hann segir dróna umbylta hernaði á vígvellinum. Bæði með getu til að fylgjast með og til að gera árásir í miklum mæli. „Bæði við víglínuna og yfir langar vegalengdir, djúpt inn í Rússland til dæmis og vissulega skjóta Rússar hundruðum dróna á Úkraínu á hverri nóttu, þannig þetta er orðið lykilvopn í hernaði í dag.“ Erlingur telur að þessi hernaður haldi áfram að þróast nokkuð hratt samhliða þróun í gervigreind og drónatækni. Það geri varnaraðilum erfiðara fyrir að stöðva drónana. Það hafi áður verið hægt að blokka stjórnsignalið í drónanum en nú sé þeim flogið af gervigreind eða þeir dragi á eftir sér örþunnan vír sem sé ekki hægt að blokka. „Þetta er gríðarlega erfitt viðfangsefni í hernaði, en líka á friðartímum. Það sé hægt að beita þeim til að valda óþægindum og mögulega tjóni. Erlingur segir vitað að Rússar hafi staðið að baki drónaflugum nýlega til dæmis í Póllandi og svo hafi verið fregnir af þeim eða fólki á þeirra vegum að fljúga í kringum herstöðvar í Þýsklandi þar sem er verið að flytja hergögn til Úkraínu. Ekki hernaðaraðgerð þó það valdi tjóni Vandinn sé líka sá að drónar séu vopn sem sé hægt að beita til að beita tjóni og óþægindum en það nái ekki því marki að vera hernaðaraðgerð. Þannig finnist Rússum þægilegt að beita þessu eins og þeim finnist þægilegt að beita netárásum gegn vestrænum þjóðum. Þeir beiti þessum vopnum án þess að þurfa að bera verulegan kostnað af því. Hann segir vel hægt að nota dróna gegn drónum og það sé til dæmis gert í Úkraínu. Það sé þróun sem sé í gangi auk þess sem sé verið að þróa leysigeisla til að taka niður dróna. Stóra vandamálið sé að fjöldi dróna geti gert árásir yfir langar vegalengdir og flestar Evrópuþjóðir séu ekki í stakk búnar til að verjast slíkum árásum. „Það á alveg eins um Ísland eða Þýskaland eða Bretland og þetta er mikill hausverkur fyrir öll þessi NATO ríki. Hvernig tryggja þeir varnir gegn svona ógn, fyrst og fremst af hálfu Rússa.“ Evrópuþjóðir séu að vopnast til að geta varist svona árásum og hann segir öll NATO ríki þurfa að huga að þessu. Á Íslandi hafi komið fram að það hafi verið gerðar netárásir og verkefnið stórt. Það hafi ekki verið umræða um loftvarnir en Ísland sé nokkuð berskjaldað.
Öryggis- og varnarmál Reykjavík síðdegis Noregur Danmörk Tengdar fréttir Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir grafalvarlegt að drónum hafi verið flogið yfir flugvelli Kaupmannahöfn og Osló í gær. Hún segir það ástæðu til að kalla saman þjóðaröryggisráð og hægt sé að gera það um leið og hún kemur aftur frá Bandaríkjunum. 23. september 2025 17:56 Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins vill að þjóðaröryggisráð Íslands verði kallað saman þegar í stað í ljósi vendinga í nágrannalöndum Íslands þar sem flugvöllum var lokað vegna drónaflugs í gærkvöldi. Hún spyr hver taki ákvarðanir um stjórn landsins nú þegar bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru erlendis. 23. september 2025 17:07 Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Icelandair aflýsti einni ferð frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi og einni vél snúið við aftur til Keflavíkur eftir að hafa verið lent í Álaborg þar sem Kastrup flugvöllur í Kaupmannahöfn var lokaður vegna drónaumferðar í nokkra klukkutíma í gærkvöldi. SAS hefur einnig aflýst ferðum milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur en uppákoman hefur ekki haft nein áhrif á áætlunarflug Play. 23. september 2025 10:38 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir grafalvarlegt að drónum hafi verið flogið yfir flugvelli Kaupmannahöfn og Osló í gær. Hún segir það ástæðu til að kalla saman þjóðaröryggisráð og hægt sé að gera það um leið og hún kemur aftur frá Bandaríkjunum. 23. september 2025 17:56
Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins vill að þjóðaröryggisráð Íslands verði kallað saman þegar í stað í ljósi vendinga í nágrannalöndum Íslands þar sem flugvöllum var lokað vegna drónaflugs í gærkvöldi. Hún spyr hver taki ákvarðanir um stjórn landsins nú þegar bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru erlendis. 23. september 2025 17:07
Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Icelandair aflýsti einni ferð frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi og einni vél snúið við aftur til Keflavíkur eftir að hafa verið lent í Álaborg þar sem Kastrup flugvöllur í Kaupmannahöfn var lokaður vegna drónaumferðar í nokkra klukkutíma í gærkvöldi. SAS hefur einnig aflýst ferðum milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur en uppákoman hefur ekki haft nein áhrif á áætlunarflug Play. 23. september 2025 10:38