Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2025 06:01 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari. vísir/vilhelm/arnar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir alrangt að hótanir í garð fyrrverandi vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans hafi ekki verið teknar alvarlega. Hún geti ekki svarað fyrir aðra starfsmenn embættisins, en geti sér til um það að framkoma hans og ummæli sem hann hefur látið falla kunni að skýra hvers vegna hann hafi ekki fengið símtöl frá fyrrum samstarfsfólki sínu eftir að hann lét af störfum. Þetta segir Sigríður í svari til fréttastofu þar sem hún bregst við ummælum sem Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, lét falla í viðtali við fréttastofu Sýnar í síðustu viku. Helgi Magnús sagði meðal annars í viðtalinu að eftir að hafa sætt hótunum af hálfu Mohamad Kourani hafi honum þótt yfirmaður sinn gera frekar lítið úr málinu heldur en að taka hótununum alvarlega. Í skriflegu svari ríkissaksóknara til Vísis segir Sigríður „alrangt“ að hótanir í garð Helga hafi ekki verið teknar alvarlega. „Ég hef áður gert grein fyrir því að ríkissaksóknari og ríkislögreglustjóri brugðust strax við þegar vararíkissaksóknara og ríkissaksóknara fóru að berast tölvupóstar frá tilteknum einstaklingi, sem fólu í sumum tilvikum í sér hótanir í garð þáverandi vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans, og var gripið til þeirra ráðstafana sem gerðar eru í tilvikum sem þessum. Helga Magnúsi er vel kunnugt um í hverju þær ráðstafanir fólust. Til hvers hann ætlaðist af ríkissaksóknara umfram það er mér hulið,“ segir Sigríður. Samstarfsfólki hafi ekki þótt hegðunin sæmandi Innt eftir viðbrögðum við ummælum Helga þar sem hann gefur í skyn að fyrrverandi samstarfsfólk hans hafi snúið við honum bakinu og fylkt sér í lið með Sigríði segist hún ekki getað svarað fyrir aðra starfsmenn embættisins. Hún geti þó upplýst að starfsfólki innan embættisins hafi „lengi verið misboðið með hvaða hætti fyrrverandi vararíkissaksóknari tjáði sig“, bæði innan vinnustaðarins og utan. „Þótti starfsmönnum þessi framkoma hans ekki sæmandi manni í hans stöðu, hvorki sem ákæranda né yfirmanns á vinnustað, auk þess sem framkoma hans skapaði óöryggi og vanlíðan hjá sumum starfsmönnum sem forðuðust samskipti við hann. Þá veit ég að starfsmönnum blöskraði tjáning Helga Magnúsar Gunnarssonar um ríkissaksóknara, í kjölfar þess að ríkissaksóknari vísaði máli hans til dómsmálaráðherra í lok júlí 2024. Ég get mér þess til að þessi atriði hafi haft eitthvað um það að segja að starfsmenn hringdu ekki í Helga,“ segir Sigríður, sem að öðru leyti vísar til fyrri yfirlýsingar embættisins vegna málsins. Sér ekki eftir ummælum Í viðtalinu við Helga í síðustu viku sagðist hann ekki sjá eftir neinum ummælum sem hann hafi látið falla á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum. „Nei ég hef aldrei séð eftir því,“ sagði Helgi. „Ég held ég hafi lært af því, þroskast á því, ég get alveg sagt þér að allt sem ég hef skrifað á Facebook, ég get staðið við það. Ég skammast mín ekki fyrir að hafa sagt það.“ Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Mál Mohamad Kourani Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Þetta segir Sigríður í svari til fréttastofu þar sem hún bregst við ummælum sem Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, lét falla í viðtali við fréttastofu Sýnar í síðustu viku. Helgi Magnús sagði meðal annars í viðtalinu að eftir að hafa sætt hótunum af hálfu Mohamad Kourani hafi honum þótt yfirmaður sinn gera frekar lítið úr málinu heldur en að taka hótununum alvarlega. Í skriflegu svari ríkissaksóknara til Vísis segir Sigríður „alrangt“ að hótanir í garð Helga hafi ekki verið teknar alvarlega. „Ég hef áður gert grein fyrir því að ríkissaksóknari og ríkislögreglustjóri brugðust strax við þegar vararíkissaksóknara og ríkissaksóknara fóru að berast tölvupóstar frá tilteknum einstaklingi, sem fólu í sumum tilvikum í sér hótanir í garð þáverandi vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans, og var gripið til þeirra ráðstafana sem gerðar eru í tilvikum sem þessum. Helga Magnúsi er vel kunnugt um í hverju þær ráðstafanir fólust. Til hvers hann ætlaðist af ríkissaksóknara umfram það er mér hulið,“ segir Sigríður. Samstarfsfólki hafi ekki þótt hegðunin sæmandi Innt eftir viðbrögðum við ummælum Helga þar sem hann gefur í skyn að fyrrverandi samstarfsfólk hans hafi snúið við honum bakinu og fylkt sér í lið með Sigríði segist hún ekki getað svarað fyrir aðra starfsmenn embættisins. Hún geti þó upplýst að starfsfólki innan embættisins hafi „lengi verið misboðið með hvaða hætti fyrrverandi vararíkissaksóknari tjáði sig“, bæði innan vinnustaðarins og utan. „Þótti starfsmönnum þessi framkoma hans ekki sæmandi manni í hans stöðu, hvorki sem ákæranda né yfirmanns á vinnustað, auk þess sem framkoma hans skapaði óöryggi og vanlíðan hjá sumum starfsmönnum sem forðuðust samskipti við hann. Þá veit ég að starfsmönnum blöskraði tjáning Helga Magnúsar Gunnarssonar um ríkissaksóknara, í kjölfar þess að ríkissaksóknari vísaði máli hans til dómsmálaráðherra í lok júlí 2024. Ég get mér þess til að þessi atriði hafi haft eitthvað um það að segja að starfsmenn hringdu ekki í Helga,“ segir Sigríður, sem að öðru leyti vísar til fyrri yfirlýsingar embættisins vegna málsins. Sér ekki eftir ummælum Í viðtalinu við Helga í síðustu viku sagðist hann ekki sjá eftir neinum ummælum sem hann hafi látið falla á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum. „Nei ég hef aldrei séð eftir því,“ sagði Helgi. „Ég held ég hafi lært af því, þroskast á því, ég get alveg sagt þér að allt sem ég hef skrifað á Facebook, ég get staðið við það. Ég skammast mín ekki fyrir að hafa sagt það.“
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Mál Mohamad Kourani Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira