Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2025 06:01 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari. vísir/vilhelm/arnar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir alrangt að hótanir í garð fyrrverandi vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans hafi ekki verið teknar alvarlega. Hún geti ekki svarað fyrir aðra starfsmenn embættisins, en geti sér til um það að framkoma hans og ummæli sem hann hefur látið falla kunni að skýra hvers vegna hann hafi ekki fengið símtöl frá fyrrum samstarfsfólki sínu eftir að hann lét af störfum. Þetta segir Sigríður í svari til fréttastofu þar sem hún bregst við ummælum sem Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, lét falla í viðtali við fréttastofu Sýnar í síðustu viku. Helgi Magnús sagði meðal annars í viðtalinu að eftir að hafa sætt hótunum af hálfu Mohamad Kourani hafi honum þótt yfirmaður sinn gera frekar lítið úr málinu heldur en að taka hótununum alvarlega. Í skriflegu svari ríkissaksóknara til Vísis segir Sigríður „alrangt“ að hótanir í garð Helga hafi ekki verið teknar alvarlega. „Ég hef áður gert grein fyrir því að ríkissaksóknari og ríkislögreglustjóri brugðust strax við þegar vararíkissaksóknara og ríkissaksóknara fóru að berast tölvupóstar frá tilteknum einstaklingi, sem fólu í sumum tilvikum í sér hótanir í garð þáverandi vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans, og var gripið til þeirra ráðstafana sem gerðar eru í tilvikum sem þessum. Helga Magnúsi er vel kunnugt um í hverju þær ráðstafanir fólust. Til hvers hann ætlaðist af ríkissaksóknara umfram það er mér hulið,“ segir Sigríður. Samstarfsfólki hafi ekki þótt hegðunin sæmandi Innt eftir viðbrögðum við ummælum Helga þar sem hann gefur í skyn að fyrrverandi samstarfsfólk hans hafi snúið við honum bakinu og fylkt sér í lið með Sigríði segist hún ekki getað svarað fyrir aðra starfsmenn embættisins. Hún geti þó upplýst að starfsfólki innan embættisins hafi „lengi verið misboðið með hvaða hætti fyrrverandi vararíkissaksóknari tjáði sig“, bæði innan vinnustaðarins og utan. „Þótti starfsmönnum þessi framkoma hans ekki sæmandi manni í hans stöðu, hvorki sem ákæranda né yfirmanns á vinnustað, auk þess sem framkoma hans skapaði óöryggi og vanlíðan hjá sumum starfsmönnum sem forðuðust samskipti við hann. Þá veit ég að starfsmönnum blöskraði tjáning Helga Magnúsar Gunnarssonar um ríkissaksóknara, í kjölfar þess að ríkissaksóknari vísaði máli hans til dómsmálaráðherra í lok júlí 2024. Ég get mér þess til að þessi atriði hafi haft eitthvað um það að segja að starfsmenn hringdu ekki í Helga,“ segir Sigríður, sem að öðru leyti vísar til fyrri yfirlýsingar embættisins vegna málsins. Sér ekki eftir ummælum Í viðtalinu við Helga í síðustu viku sagðist hann ekki sjá eftir neinum ummælum sem hann hafi látið falla á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum. „Nei ég hef aldrei séð eftir því,“ sagði Helgi. „Ég held ég hafi lært af því, þroskast á því, ég get alveg sagt þér að allt sem ég hef skrifað á Facebook, ég get staðið við það. Ég skammast mín ekki fyrir að hafa sagt það.“ Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Mál Mohamad Kourani Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Þetta segir Sigríður í svari til fréttastofu þar sem hún bregst við ummælum sem Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, lét falla í viðtali við fréttastofu Sýnar í síðustu viku. Helgi Magnús sagði meðal annars í viðtalinu að eftir að hafa sætt hótunum af hálfu Mohamad Kourani hafi honum þótt yfirmaður sinn gera frekar lítið úr málinu heldur en að taka hótununum alvarlega. Í skriflegu svari ríkissaksóknara til Vísis segir Sigríður „alrangt“ að hótanir í garð Helga hafi ekki verið teknar alvarlega. „Ég hef áður gert grein fyrir því að ríkissaksóknari og ríkislögreglustjóri brugðust strax við þegar vararíkissaksóknara og ríkissaksóknara fóru að berast tölvupóstar frá tilteknum einstaklingi, sem fólu í sumum tilvikum í sér hótanir í garð þáverandi vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans, og var gripið til þeirra ráðstafana sem gerðar eru í tilvikum sem þessum. Helga Magnúsi er vel kunnugt um í hverju þær ráðstafanir fólust. Til hvers hann ætlaðist af ríkissaksóknara umfram það er mér hulið,“ segir Sigríður. Samstarfsfólki hafi ekki þótt hegðunin sæmandi Innt eftir viðbrögðum við ummælum Helga þar sem hann gefur í skyn að fyrrverandi samstarfsfólk hans hafi snúið við honum bakinu og fylkt sér í lið með Sigríði segist hún ekki getað svarað fyrir aðra starfsmenn embættisins. Hún geti þó upplýst að starfsfólki innan embættisins hafi „lengi verið misboðið með hvaða hætti fyrrverandi vararíkissaksóknari tjáði sig“, bæði innan vinnustaðarins og utan. „Þótti starfsmönnum þessi framkoma hans ekki sæmandi manni í hans stöðu, hvorki sem ákæranda né yfirmanns á vinnustað, auk þess sem framkoma hans skapaði óöryggi og vanlíðan hjá sumum starfsmönnum sem forðuðust samskipti við hann. Þá veit ég að starfsmönnum blöskraði tjáning Helga Magnúsar Gunnarssonar um ríkissaksóknara, í kjölfar þess að ríkissaksóknari vísaði máli hans til dómsmálaráðherra í lok júlí 2024. Ég get mér þess til að þessi atriði hafi haft eitthvað um það að segja að starfsmenn hringdu ekki í Helga,“ segir Sigríður, sem að öðru leyti vísar til fyrri yfirlýsingar embættisins vegna málsins. Sér ekki eftir ummælum Í viðtalinu við Helga í síðustu viku sagðist hann ekki sjá eftir neinum ummælum sem hann hafi látið falla á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum. „Nei ég hef aldrei séð eftir því,“ sagði Helgi. „Ég held ég hafi lært af því, þroskast á því, ég get alveg sagt þér að allt sem ég hef skrifað á Facebook, ég get staðið við það. Ég skammast mín ekki fyrir að hafa sagt það.“
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Mál Mohamad Kourani Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira