Íslenski boltinn

„Held við séum búnir að sjúga kara­melluna nægi­lega mikið“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Haraldur er þjálfari Keflavíkur.
Haraldur er þjálfari Keflavíkur.

„Við fórum nokkuð hátt eftir sigurinn á Njarðvík en ég held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið og komnir niður á jörðina aftur,“ segir Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur fyrir úrslitaleikinn gegn HK á Laugardalsvelli á morgun klukkan 16:15.

„Við þurfum að mæta mjög vel stemmdir, gíraðir og grimmir til leiks á móti HK liðinu sem er mjög beinskeitt í sínum stíl. Ég finn að menn eru hugaðir og það er mikið hungur.“

Keflavík tapaði þessum leik 1-0 gegn Aftureldingu fyrir ári.

„Menn vilja ekki upplifa þá tilfinningu aftur. Maður lærði helling af þessum leik fyrir ári síðan,“ segir Haraldur sem hvetur Keflvíkinga til að mæta á leikinn og styðja við sína menn á morgun.

„Það verður blátt haf í stúkunni,“ bætir hann við.

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.

Klippa: „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×