„Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2025 19:27 Eva Jörgensen, íbúi á Stöðvarfirði og doktor í heilsumannfræði. vísir/vilhelm/aðsend Íbúi á Stöðvarfirði segist langþreytt eftir að hafa neyðst til að sjóða allt sitt neysluvatn í tvo mánuði. Hún biðlar til stjórnvalda að taka málum er varða neysluvatn alvarlega og segir ljóst að eitthvað þurfi að breytast. Sveitastjórn Fjarðabyggðar bað íbúa á Stöðvarfirði að sjóða allt neysluvatn í þriðja skiptið á rúmum mánuði þegar fyrsta haustlægðin gekk yfir nú á föstudag. „Ákveðinn miski“ sem fylgir því að geta ekki treyst vatninu Rúmlega 90 prósent neysluvatns á Ísland kemur úr grunnvatni sem fæst úr lindum, borholum og brunnum. Það er þó ekki raunin á Stöðvarfirði. Þar sér vatnsból bænum fyrir neysluvatni en þegar að mikil úrkoma er á svæðinu er líklegra að skítur eða heilsuspillandi efni í grennd berist með vatni ofan í bólin. Bæði kólí og E.coli greindust í neysluvatni á Stöðvarfirði í upphafi mánaðarins. Von er á geislunartæki til landsins í næsta mánuði sem á að tryggja öryggi vatnsins. Íbúi sem hefur soðið allt sitt neysluvatn í tvo mánuði eftir að hafa veikst fagnar því að lausn sé í vændum þó hún hefði viljað sjá það gerast fyrr. „Ég er í rauninni farin að kaupa vatn líka til að létta aðeins á öllu suðeríinu. Síðan sýð ég vatn og set í tank í eldhúsinu hjá mér. Þegar þú nefnir það þá setur þetta ákveðið tilfinningalegt álag. Það er ákveðinn miski sem fylgir því að geta ekki treyst vatninu og neysluvatninu sem að þér er skaffað.“ Biðlar til stjórnvalda Það sé að sumu leyti súrraelískt að hafa ekki aðgang að hreinu neysluvatni á Íslandi. „Fólk er orðið frústrerað og þreytt. Og vill náttúrulega að þessi mál séu tekin og löguð og eins og mér heyrist er þetta víðtækara vandamál og kerfislægt.“ Hún hvetur stjórnvöld til að taka öryggi neysluvatns á landsbyggðinni alvarlega. Áður en grunur um sýkingu kom upp fór sýnataka aðeins fram tvisvar á ári í vatnsbólinu. „Ég held að það gæti bara verið kominn tími til þess að kalla eftir því að stjórnvöld skoði þessi mál til hlítar og það sé skoðað alvarlega hvar sé hægt að bora eftir vatni. Herða löggjöfar og reglugerðir hvað varðar í rauninni byrgingu ef maður orðar það svo að vatnsbólin sem eru opin séu byrgð. Að það séu geislavarnir og það sé þéttari sýnataka líka.“ Fjarðabyggð Heilbrigðiseftirlit Vatn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sveitastjórn Fjarðabyggðar bað íbúa á Stöðvarfirði að sjóða allt neysluvatn í þriðja skiptið á rúmum mánuði þegar fyrsta haustlægðin gekk yfir nú á föstudag. „Ákveðinn miski“ sem fylgir því að geta ekki treyst vatninu Rúmlega 90 prósent neysluvatns á Ísland kemur úr grunnvatni sem fæst úr lindum, borholum og brunnum. Það er þó ekki raunin á Stöðvarfirði. Þar sér vatnsból bænum fyrir neysluvatni en þegar að mikil úrkoma er á svæðinu er líklegra að skítur eða heilsuspillandi efni í grennd berist með vatni ofan í bólin. Bæði kólí og E.coli greindust í neysluvatni á Stöðvarfirði í upphafi mánaðarins. Von er á geislunartæki til landsins í næsta mánuði sem á að tryggja öryggi vatnsins. Íbúi sem hefur soðið allt sitt neysluvatn í tvo mánuði eftir að hafa veikst fagnar því að lausn sé í vændum þó hún hefði viljað sjá það gerast fyrr. „Ég er í rauninni farin að kaupa vatn líka til að létta aðeins á öllu suðeríinu. Síðan sýð ég vatn og set í tank í eldhúsinu hjá mér. Þegar þú nefnir það þá setur þetta ákveðið tilfinningalegt álag. Það er ákveðinn miski sem fylgir því að geta ekki treyst vatninu og neysluvatninu sem að þér er skaffað.“ Biðlar til stjórnvalda Það sé að sumu leyti súrraelískt að hafa ekki aðgang að hreinu neysluvatni á Íslandi. „Fólk er orðið frústrerað og þreytt. Og vill náttúrulega að þessi mál séu tekin og löguð og eins og mér heyrist er þetta víðtækara vandamál og kerfislægt.“ Hún hvetur stjórnvöld til að taka öryggi neysluvatns á landsbyggðinni alvarlega. Áður en grunur um sýkingu kom upp fór sýnataka aðeins fram tvisvar á ári í vatnsbólinu. „Ég held að það gæti bara verið kominn tími til þess að kalla eftir því að stjórnvöld skoði þessi mál til hlítar og það sé skoðað alvarlega hvar sé hægt að bora eftir vatni. Herða löggjöfar og reglugerðir hvað varðar í rauninni byrgingu ef maður orðar það svo að vatnsbólin sem eru opin séu byrgð. Að það séu geislavarnir og það sé þéttari sýnataka líka.“
Fjarðabyggð Heilbrigðiseftirlit Vatn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira