„Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 1. október 2025 08:13 Sara Lind er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. „Ég hef lent í ýmsu sem margir unglingar og krakkar geta tengt við, og þess vegna vil ég leggja áherslu á að tala um þau vandamál sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir,“ segir Sara Lind Edvinsdóttir, nemi og keppandi í Ungfrú Ísland Teen. Hún segir að einelti hafi haft djúpstæð áhrif á líf hennar og að hún hafi prófað flestar íþróttir sem í boði eru. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Sara Lind Edvinsdóttir.Aldur: 17 ára.Starf eða skóli: Fjölbrautaskóli SuðurnesjaHvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Góðhjörtuð, traust og metnaðarfull. Arnór Trausti Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Fólki kæmi líklega mest á óvart að ég hef prófað og æft nánast allar íþróttir sem hægt er að stunda. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Ég á tvær fyrirmyndir – mömmu mína og pabba. Ég væri ekki hér án þeirra og er svo endalaust þakklát fyrir að eiga svona geggjaða foreldra. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest er einelti. Ég hef þurft að þola ljót og gróf orð síðan í grunnskóla og lendi enn í því í dag. Þetta hafði mikil áhrif á mig og fékk mig meira að segja til að hætta í uppáhaldsíþróttunum mínum. En núna ætla ég ekki lengur að leyfa öðrum að stjórna því sem ég vil gera, heldur fylgja mínu eigin hjarta og gera það sem gerir mig glaða. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komst þú í gegnum hana?Mesta áskorunin sem ég hef þurft að takast á við er einelti. Það hafði mikil áhrif á sjálfstraustið mitt, en ég komst í gegnum það með því að læra að hunsa ljótu orðin og halda áfram að gera það sem gleður mig. Ég fékk líka mikinn styrk frá fjölskyldunni minni sem styður mig alltaf. Hverjum ertu stoltust af? Ég er stoltust af mömmu minni. Hún hefur þurft að ganga í gegnum svo margt, en er samt alltaf besta mamma í heimi fyrir mig og systkini mín. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mesta gæfa mín í lífinu er fjölskyldan mín og vinkonur mínar. Þau hafa alltaf staðið við hlið mér í gegnum allt og ég gæti ekki verið meira þakklát fyrir þau. Hvernig tekstu á við stress og álag? Þegar ég verð stressuð reyni ég fyrst að hugsa með mér hvort þetta sé í raun svona alvarlegt. Mér finnst líka mjög gott að tala við mömmu mína og pabba, því þau róa mig og gefa mér góð ráð. Stundum leyfi ég mér líka bara að gráta, og það hjálpar mér mikið. Ég lít ekki á það sem veikleika heldur leið til að losa spennuna. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Besta heilræðið sem ég hef fengið er frá mömmu minni. Ég hef alltaf verið mjög feimin og þorði aldrei að gera hluti sem mig langaði að gera, eins og að byrja í nýrri íþrótt eða taka þátt í Ungfrú Ísland. Mamma mín sagði við mig: „Ert þú að pæla svona mikið í því hvað aðrir eru að gera? Nei, gerðu það sem þig langar, því þú munt sjá eftir því að gera það ekki.“ Þetta gaf mér kjark til að þora meira og fylgja draumunum mínum. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Neyðarlegasta atvikið sem ég hef lent í var þegar ég hélt að ég sæi mömmu mína, hljóp til að knúsa hana – en svo var þetta alls ekki mamma mín. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég get haldið fótbolta á lofti mjög lengi. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst heillandi þegar fólk er kurteist við alla, sýnir góðvild og hugsar um aðra áður en það gerir eitthvað. En óheillandi? Það sem mér finnst óheillandi er þegar fólk er ókurteist og hugsar bara um sjálfan sig. Hver er þinn helsti ótti? Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég er ekki alveg viss hvar ég verð eftir tíu ár, en ég veit að ég mun vera að gera eitthvað gagnlegt með líf mitt og hjálpa öðrum. Það skiptir mig mestu máli að láta gott af mér leiða. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku, ensku og smá dönsku og spænsku. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Grjónagrautur. Hvaða lag tekur þú í karókí? Set Fire to the Rain eftir Adele. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hef hitt Herra Hnetusmjör og Aron Can. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs að eiga samskipti við fólk í eigin persónu, vegna þess að í gegnum skilaboð getur auðveldlega orðið misskilningur. Það er líka miklu þroskaðri og betri leið til að eiga alvöru samtöl. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi fyrst leggja hluta af peningunum til hliðar fyrir framtíðina mína, til dæmis fyrir menntun. Síðan myndi ég gefa hluta fjölskyldunni minni og hluta til góðgerðarmála sem styðja börn og ungmenni, því mér finnst mikilvægt að nota tækifæri til að hjálpa öðrum. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef lengi fylgst með keppninni og alltaf langað að sækja um en aldrei þorað. Að þessu sinni steig ég út fyrir þægindarammann minn – og gæti ekki verið þakklátari fyrir það. Hvað ertu búin að læra í ferlinu? Ég hef lært mikið um sjálfa mig – bæði að stíga út fyrir þægindarammann, sýna sjálfsöryggi og kynnast nýjum æðislegum stelpum. Þetta ferli hefur kennt mér hvað sjálfstraust og jákvæðni skipta miklu máli. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ég brenn fyrir jafnrétti og því að allir, óháð kyni eða bakgrunni, hafi jöfn tækifæri. Mér finnst líka mikilvægt að leggja áherslu á andlega heilsu ungmenna, því það er eitthvað sem við þurfum að tala meira um. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Hún þarf að vera góð fyrirmynd, bera virðingu fyrir öðrum og vera jákvæð. Hún þarf að vera dugleg, sjálfsörugg og tilbúin að nota rödd sína til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég vil vera fyrirmynd fyrir ungar stelpur, sýna þeim að það sé mikilvægt að fylgja draumum sínum og treysta á sjálfan sig. Þetta er tækifæri til að láta rödd mína heyrast og gera góðverk í leiðinni. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Þær eru allar æðislegar, en ég held að það sem greinir mig frá öðrum keppendum sé að ég er mjög góðhjörtuð og hugsa alltaf mikið um fólkið í kringum mig. Ég hef lent í ýmsu sem margir unglingar og krakkar geta tengt við, og þess vegna vil ég leggja áherslu á að tala um þau vandamál sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Ég held að stærsta vandamálið sé þrýstingurinn sem fylgir samfélagsmiðlum – að líta út á ákveðinn hátt og vera alltaf „fullkominn“. Og hvernig mætti leysa það? Það mætti leysa þetta með því að opna umræðuna meira um raunverulegt sjálfsálit, minna fólk á að enginn er fullkominn og kenna ungum krökkum að takast á við pressu samfélagsmiðla á jákvæðan hátt. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Fegurðarsamkeppnir snúast ekki bara um útlit, heldur um persónuleika, styrk og það að vera fyrirmynd. Þær gefa ungu fólki tækifæri til að vaxa, byggja sjálfstraust og hafa jákvæð áhrif á aðra. Þetta ferli hefur hjálpað mér svo mikið með feimnina mína og sjálfsöryggi. Ungfrú Ísland Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Sara Lind Edvinsdóttir.Aldur: 17 ára.Starf eða skóli: Fjölbrautaskóli SuðurnesjaHvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Góðhjörtuð, traust og metnaðarfull. Arnór Trausti Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Fólki kæmi líklega mest á óvart að ég hef prófað og æft nánast allar íþróttir sem hægt er að stunda. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Ég á tvær fyrirmyndir – mömmu mína og pabba. Ég væri ekki hér án þeirra og er svo endalaust þakklát fyrir að eiga svona geggjaða foreldra. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest er einelti. Ég hef þurft að þola ljót og gróf orð síðan í grunnskóla og lendi enn í því í dag. Þetta hafði mikil áhrif á mig og fékk mig meira að segja til að hætta í uppáhaldsíþróttunum mínum. En núna ætla ég ekki lengur að leyfa öðrum að stjórna því sem ég vil gera, heldur fylgja mínu eigin hjarta og gera það sem gerir mig glaða. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komst þú í gegnum hana?Mesta áskorunin sem ég hef þurft að takast á við er einelti. Það hafði mikil áhrif á sjálfstraustið mitt, en ég komst í gegnum það með því að læra að hunsa ljótu orðin og halda áfram að gera það sem gleður mig. Ég fékk líka mikinn styrk frá fjölskyldunni minni sem styður mig alltaf. Hverjum ertu stoltust af? Ég er stoltust af mömmu minni. Hún hefur þurft að ganga í gegnum svo margt, en er samt alltaf besta mamma í heimi fyrir mig og systkini mín. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mesta gæfa mín í lífinu er fjölskyldan mín og vinkonur mínar. Þau hafa alltaf staðið við hlið mér í gegnum allt og ég gæti ekki verið meira þakklát fyrir þau. Hvernig tekstu á við stress og álag? Þegar ég verð stressuð reyni ég fyrst að hugsa með mér hvort þetta sé í raun svona alvarlegt. Mér finnst líka mjög gott að tala við mömmu mína og pabba, því þau róa mig og gefa mér góð ráð. Stundum leyfi ég mér líka bara að gráta, og það hjálpar mér mikið. Ég lít ekki á það sem veikleika heldur leið til að losa spennuna. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Besta heilræðið sem ég hef fengið er frá mömmu minni. Ég hef alltaf verið mjög feimin og þorði aldrei að gera hluti sem mig langaði að gera, eins og að byrja í nýrri íþrótt eða taka þátt í Ungfrú Ísland. Mamma mín sagði við mig: „Ert þú að pæla svona mikið í því hvað aðrir eru að gera? Nei, gerðu það sem þig langar, því þú munt sjá eftir því að gera það ekki.“ Þetta gaf mér kjark til að þora meira og fylgja draumunum mínum. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Neyðarlegasta atvikið sem ég hef lent í var þegar ég hélt að ég sæi mömmu mína, hljóp til að knúsa hana – en svo var þetta alls ekki mamma mín. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég get haldið fótbolta á lofti mjög lengi. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst heillandi þegar fólk er kurteist við alla, sýnir góðvild og hugsar um aðra áður en það gerir eitthvað. En óheillandi? Það sem mér finnst óheillandi er þegar fólk er ókurteist og hugsar bara um sjálfan sig. Hver er þinn helsti ótti? Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég er ekki alveg viss hvar ég verð eftir tíu ár, en ég veit að ég mun vera að gera eitthvað gagnlegt með líf mitt og hjálpa öðrum. Það skiptir mig mestu máli að láta gott af mér leiða. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku, ensku og smá dönsku og spænsku. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Grjónagrautur. Hvaða lag tekur þú í karókí? Set Fire to the Rain eftir Adele. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hef hitt Herra Hnetusmjör og Aron Can. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs að eiga samskipti við fólk í eigin persónu, vegna þess að í gegnum skilaboð getur auðveldlega orðið misskilningur. Það er líka miklu þroskaðri og betri leið til að eiga alvöru samtöl. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi fyrst leggja hluta af peningunum til hliðar fyrir framtíðina mína, til dæmis fyrir menntun. Síðan myndi ég gefa hluta fjölskyldunni minni og hluta til góðgerðarmála sem styðja börn og ungmenni, því mér finnst mikilvægt að nota tækifæri til að hjálpa öðrum. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef lengi fylgst með keppninni og alltaf langað að sækja um en aldrei þorað. Að þessu sinni steig ég út fyrir þægindarammann minn – og gæti ekki verið þakklátari fyrir það. Hvað ertu búin að læra í ferlinu? Ég hef lært mikið um sjálfa mig – bæði að stíga út fyrir þægindarammann, sýna sjálfsöryggi og kynnast nýjum æðislegum stelpum. Þetta ferli hefur kennt mér hvað sjálfstraust og jákvæðni skipta miklu máli. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ég brenn fyrir jafnrétti og því að allir, óháð kyni eða bakgrunni, hafi jöfn tækifæri. Mér finnst líka mikilvægt að leggja áherslu á andlega heilsu ungmenna, því það er eitthvað sem við þurfum að tala meira um. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Hún þarf að vera góð fyrirmynd, bera virðingu fyrir öðrum og vera jákvæð. Hún þarf að vera dugleg, sjálfsörugg og tilbúin að nota rödd sína til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég vil vera fyrirmynd fyrir ungar stelpur, sýna þeim að það sé mikilvægt að fylgja draumum sínum og treysta á sjálfan sig. Þetta er tækifæri til að láta rödd mína heyrast og gera góðverk í leiðinni. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Þær eru allar æðislegar, en ég held að það sem greinir mig frá öðrum keppendum sé að ég er mjög góðhjörtuð og hugsa alltaf mikið um fólkið í kringum mig. Ég hef lent í ýmsu sem margir unglingar og krakkar geta tengt við, og þess vegna vil ég leggja áherslu á að tala um þau vandamál sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Ég held að stærsta vandamálið sé þrýstingurinn sem fylgir samfélagsmiðlum – að líta út á ákveðinn hátt og vera alltaf „fullkominn“. Og hvernig mætti leysa það? Það mætti leysa þetta með því að opna umræðuna meira um raunverulegt sjálfsálit, minna fólk á að enginn er fullkominn og kenna ungum krökkum að takast á við pressu samfélagsmiðla á jákvæðan hátt. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Fegurðarsamkeppnir snúast ekki bara um útlit, heldur um persónuleika, styrk og það að vera fyrirmynd. Þær gefa ungu fólki tækifæri til að vaxa, byggja sjálfstraust og hafa jákvæð áhrif á aðra. Þetta ferli hefur hjálpað mér svo mikið með feimnina mína og sjálfsöryggi.
Ungfrú Ísland Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Sjá meira