Íslenski boltinn

„Þetta er enginn flug­elda­sýningar Íslandsmeistaratitill“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Bjarni Guðjónsson segir Arnar Gunnlaugsson hafa lagt grunninn að titlinum sem Víkingur öðlaðist í ár.
Bjarni Guðjónsson segir Arnar Gunnlaugsson hafa lagt grunninn að titlinum sem Víkingur öðlaðist í ár. vísir / ernir / sýn skjáskot

Knattspyrnufélagið Víkingur hefur umbreyst á undanförnum árum og varð í gær Íslandsmeistari í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Sérfræðingar Stúkunnar ræddu þær miklu breytingar sem hafa átt sér stað í Fossvoginum.

Fyrir ekki svo löngu var Víkingur lið sem náði litlum árangri og fór reglulega upp og niður um deildir.

„Þegar maður var að spila sjálfur, það verður bara að segjast alveg eins og er, maður tók Víkinga ekkert alltof alvarlega á þeim tíma“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni í gærkvöldi.

Upprisa og titlasöfnun Víkings hófst á ný þegar liðið var bikarmeistari árið 2019 og vann næstu þrjár bikarkeppnir í röð, ásamt þremur Íslandsmeistaratitlum, 2021, 2023 og nú 2025.

„Grunnurinn að þessu öllu, að öðrum ólöstuðum, er Arnar Gunnlaugsson“ sagði Bjarni Guðjónsson.

Bjarni lýsti þeim miklu breytingum sem áttu sér stað undir stjórn Arnars og sagði Víkingsliðið hafa umbreyst þökk sé honum. Sölvi Geir hafi því gengið að góðu búi

„Það sem lýsir þessu Víkingsliði sem við erum að horfa á núna, þá held ég að það sé: Seigla. Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill, en það er gríðarleg seigla í liðinu, og það gerir það sem þarf að gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×