Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 8. október 2025 20:02 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Lesendur geta sent spurningu til hennar í forminu hér fyrir neðan. Getty/Vísir Spurning barst frá 38 ára gömlum karlmanni: Ég uppgötvaði kynlífsdúkkur (Real Doll) þegar ég var unglingur. Fannst þær mjög áhugaverðar en átti þá ekki efni á þeim. Datt nýverið inn á síðu með dúkkum og dauðlangar í. Kannski er það skiljanlegt þar sem ég er einhleypur karlmaður. En mér líður eins og það sé eitthvað að mér. Mig á ekki að langa svona mikið í eitthvað svona er það? Þessi spurning snertir á einu af þeim málefnum sem er stöðugt að taka breytingum, tengsl kynlífs og tækni. Dr. Markie Twist fjallaði um tæknihneigð (e. digisexuality) á ráðstefnu sem ég sótti nýverið. Hún lýsir því hvernig tækni tengist æ meira kynverund fólks og að hægt sé að tala um tvær bylgjur þróunarinnar. Fyrri bylgjan snýst um hvernig tækni er notuð sem miðill milli fólks eins og stefnumótaforrit, klám, vefmyndavélar og fjarstýrð kynlífstæki. Önnur bylgjan tengist því þegar tæknin sjálf verður að maka eða kynferðislegri upplifun. Fólk á þá í samskiptum við eða stundar kynlíf með dúkkum, spjallmennum eða í sýndarveruleika. En hvernig tengist þetta dúkkum? Þegar þú lýsir lönguninni í dúkku, þá ertu í raun að snerta á því sem kallast tæknihneigð. Hún er ekki endilega merki um að eitthvað sé að, heldur endurspeglar hún hvernig kynferðisleg löngun breytist í takt við tæknina. Þú ert ekki einn um að finna til spennu í að prófa slíkt. Við lifum á tímum þar sem mörkin milli okkar og gervigreindarinnar verða sífellt óskýrari. Mikil aukning hefur orðið á framboði á margskonar spjallmennum og kynlífsdúkkum. Mörg nota gervigreind daglega og því er spjallmenni sem virkar eins og maki ekki svo fjarstæðukennd hugmynd. Flestir sem nota tækni í kynferðislegum tilgangi halda áfram að sækja í rómantísk eða kynferðisleg sambönd með fólki. Í einhverjum tilvikum fellur þessi áhugi sennilega undir blæti. Það er síðan ákveðinn hópur fólks sem fellur undir skilgreininguna tæknihneigð. En það eru þau sem líta á tæknina sem órjúfanlegan part af sinni kynhneigð og upplifa ekki endilega þörf fyrir maka, sem er manneskja. Fordómar beinast að þessum hópi og því finna mörg fyrir skömm, líkt og kemur fram í spurningunni. Auk þess hafa ýmsir hópar stigið fram og lýst áhyggjum af hlutgervingu kvenna samhliða aukinni notkun kynlífsdúkka. Aðrir hafa lýst áhyggjum af einmannaleika eða að einstaklingar munu þá hætta að sækja í rómantísk eða kynferðisleg sambönd. Fleiri rannsóknir þarf til að skoða nánar hvaða áhrif þessi þróun muni hafa. Sjá alla pistla Aldísar hér: Kynlífið með Aldísi Það er ekkert að því að hafa áhuga á dúkkum eða finna tæknilegar leiðir til að stunda kynlíf. Mikilvægast er að þú finnir það sem virkar fyrir þig, án þess þó að valda öðrum skaða. Kynlíf með annarri manneskju má til að mynda ekki endurspegla kynlíf með dúkku. Samtal, samþykki, virðing og það að vera vel vakandi fyrir breytingum á líðan maka/bólfélaga eru þar lykilþættir. Gangi þér vel <3 Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Ég uppgötvaði kynlífsdúkkur (Real Doll) þegar ég var unglingur. Fannst þær mjög áhugaverðar en átti þá ekki efni á þeim. Datt nýverið inn á síðu með dúkkum og dauðlangar í. Kannski er það skiljanlegt þar sem ég er einhleypur karlmaður. En mér líður eins og það sé eitthvað að mér. Mig á ekki að langa svona mikið í eitthvað svona er það? Þessi spurning snertir á einu af þeim málefnum sem er stöðugt að taka breytingum, tengsl kynlífs og tækni. Dr. Markie Twist fjallaði um tæknihneigð (e. digisexuality) á ráðstefnu sem ég sótti nýverið. Hún lýsir því hvernig tækni tengist æ meira kynverund fólks og að hægt sé að tala um tvær bylgjur þróunarinnar. Fyrri bylgjan snýst um hvernig tækni er notuð sem miðill milli fólks eins og stefnumótaforrit, klám, vefmyndavélar og fjarstýrð kynlífstæki. Önnur bylgjan tengist því þegar tæknin sjálf verður að maka eða kynferðislegri upplifun. Fólk á þá í samskiptum við eða stundar kynlíf með dúkkum, spjallmennum eða í sýndarveruleika. En hvernig tengist þetta dúkkum? Þegar þú lýsir lönguninni í dúkku, þá ertu í raun að snerta á því sem kallast tæknihneigð. Hún er ekki endilega merki um að eitthvað sé að, heldur endurspeglar hún hvernig kynferðisleg löngun breytist í takt við tæknina. Þú ert ekki einn um að finna til spennu í að prófa slíkt. Við lifum á tímum þar sem mörkin milli okkar og gervigreindarinnar verða sífellt óskýrari. Mikil aukning hefur orðið á framboði á margskonar spjallmennum og kynlífsdúkkum. Mörg nota gervigreind daglega og því er spjallmenni sem virkar eins og maki ekki svo fjarstæðukennd hugmynd. Flestir sem nota tækni í kynferðislegum tilgangi halda áfram að sækja í rómantísk eða kynferðisleg sambönd með fólki. Í einhverjum tilvikum fellur þessi áhugi sennilega undir blæti. Það er síðan ákveðinn hópur fólks sem fellur undir skilgreininguna tæknihneigð. En það eru þau sem líta á tæknina sem órjúfanlegan part af sinni kynhneigð og upplifa ekki endilega þörf fyrir maka, sem er manneskja. Fordómar beinast að þessum hópi og því finna mörg fyrir skömm, líkt og kemur fram í spurningunni. Auk þess hafa ýmsir hópar stigið fram og lýst áhyggjum af hlutgervingu kvenna samhliða aukinni notkun kynlífsdúkka. Aðrir hafa lýst áhyggjum af einmannaleika eða að einstaklingar munu þá hætta að sækja í rómantísk eða kynferðisleg sambönd. Fleiri rannsóknir þarf til að skoða nánar hvaða áhrif þessi þróun muni hafa. Sjá alla pistla Aldísar hér: Kynlífið með Aldísi Það er ekkert að því að hafa áhuga á dúkkum eða finna tæknilegar leiðir til að stunda kynlíf. Mikilvægast er að þú finnir það sem virkar fyrir þig, án þess þó að valda öðrum skaða. Kynlíf með annarri manneskju má til að mynda ekki endurspegla kynlíf með dúkku. Samtal, samþykki, virðing og það að vera vel vakandi fyrir breytingum á líðan maka/bólfélaga eru þar lykilþættir. Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira