Kyngreint nautasæði kemur vel út Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. október 2025 15:04 Sérstakur kyngreiningarbíll kemur frá Danmörku til landsins með fullkomin tæki til að vinna verkið. Bílinn er í raun rannsóknarstofa á hjólum og er staðsettur við Nautastöð Bændasamtakanna á Hesti í Borgarfirði. Aðsend Kúabændur eru ánægðir með þann árangur sem náðst hefur með kyngreint sæði þegar þeir velja naut til að sæða kýr sínar með. Með sæðinu ræður bóndinn hvort hann fær kvígukálf eða nautkálf í heiminn. Sérstakur kyngreiningarbíll frá Danmörku kemur til landsins til að kyngreina sæðið. Forsvarsmenn deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands hafa verið á ferð um landið til að funda með kúabændum og nautgripabændum um nýjustu málin í greininni og framtíðarsýn. Einn slíkur fundur fór fram á Flúðum þar sem m.a. var kynnt hvernig gengið hefur með kyngreint nautasæði. Fyrsta kyngreining á slíku sæði fór fram hér á landi í desember á síðasta ári. „Á mannamáli má segja að nú getum við með um 90% vissu valið hvort við fáum nautkálf eða kvígukálf þegar við sæðum kýrnar okkar. Þetta er stórmerkilegt því þetta hefur lengi verið fjarlægur draumur en er nú loksins orðið að veruleika. Fram undan eru því virkilega spennandi tímar,” segir Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökunum. Rafn segir að kúabændur leitist nú við að fá kvígur undan bestu mjólkurkúnum sínum, en geti jafnframt sætt lakari kýrnar með holdanautum til að fá gripi sem henta betur til kjötframleiðslu. Rafn Bergsson, sem er formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökunum er hér í ræðustól á fundinum á Flúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða breytingar mun kyngreint sæði hafa í för með sér fyrir kúabúskap á Íslandi? „Þetta mun klárlega opna heilmikil tækifæri og vonandi flýta fyrir erfðaframförum. Ég held að til skemmri tíma muni þetta líka auka möguleikana í nautakjötsframleiðslu með meiri blendingum sem henta sérstaklega vel til kjötframleiðslu,” segir Rafn. Sérstakur kyngreiningarbíll kemur frá Danmörku til landsins með fullkomin tæki til að vinna verkið. Bíllinn er í raun rannsóknarstofa á hjólum og er staðsettur við Nautastöð Bændasamtakanna á Hesti í Borgarfirði. Kúabændur, sem mættu á opna fundinn á Flúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ert greinilega mjög spenntur fyrir þessu öllu saman? „Já, mjög, þetta er virkilega stór áfangi og spennandi tímar fram undan,” segir Rafn alsæll. Ein af glærunum á fundinum á Flúðum um kyngreinda sæðið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Landbúnaður Nautakjöt Kýr Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira
Forsvarsmenn deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands hafa verið á ferð um landið til að funda með kúabændum og nautgripabændum um nýjustu málin í greininni og framtíðarsýn. Einn slíkur fundur fór fram á Flúðum þar sem m.a. var kynnt hvernig gengið hefur með kyngreint nautasæði. Fyrsta kyngreining á slíku sæði fór fram hér á landi í desember á síðasta ári. „Á mannamáli má segja að nú getum við með um 90% vissu valið hvort við fáum nautkálf eða kvígukálf þegar við sæðum kýrnar okkar. Þetta er stórmerkilegt því þetta hefur lengi verið fjarlægur draumur en er nú loksins orðið að veruleika. Fram undan eru því virkilega spennandi tímar,” segir Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökunum. Rafn segir að kúabændur leitist nú við að fá kvígur undan bestu mjólkurkúnum sínum, en geti jafnframt sætt lakari kýrnar með holdanautum til að fá gripi sem henta betur til kjötframleiðslu. Rafn Bergsson, sem er formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökunum er hér í ræðustól á fundinum á Flúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða breytingar mun kyngreint sæði hafa í för með sér fyrir kúabúskap á Íslandi? „Þetta mun klárlega opna heilmikil tækifæri og vonandi flýta fyrir erfðaframförum. Ég held að til skemmri tíma muni þetta líka auka möguleikana í nautakjötsframleiðslu með meiri blendingum sem henta sérstaklega vel til kjötframleiðslu,” segir Rafn. Sérstakur kyngreiningarbíll kemur frá Danmörku til landsins með fullkomin tæki til að vinna verkið. Bíllinn er í raun rannsóknarstofa á hjólum og er staðsettur við Nautastöð Bændasamtakanna á Hesti í Borgarfirði. Kúabændur, sem mættu á opna fundinn á Flúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ert greinilega mjög spenntur fyrir þessu öllu saman? „Já, mjög, þetta er virkilega stór áfangi og spennandi tímar fram undan,” segir Rafn alsæll. Ein af glærunum á fundinum á Flúðum um kyngreinda sæðið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Landbúnaður Nautakjöt Kýr Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira