Lífið

Ljúffeng gulrótarkaka í morgun­mat

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Jana töfraði fram uppskrift að hollum hafragraut sem bragðast eins og ómótstæðilegur eftirréttur
Jana töfraði fram uppskrift að hollum hafragraut sem bragðast eins og ómótstæðilegur eftirréttur

Ef þig langar í eitthvað bæði næringarríkt og ljúffengt til að byrja daginn er ilvolg gulrótahafrakaka með grískri jógúrt frábær kostur. Heilsukokkurinn og jógagyðjan Jana Steingríms deilir hér einfaldri uppskrift sem bragðast eins og ómótstæðilegur eftirréttur.

Gulrótarköku-hafrar

Hráefni:

  • 1 -2 bananar stappaður
  • 1 bolli haframjöl
  • 30 gr vanillupróteinduft eða meira af haframjöli
  • 2 tsk kanil
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 egg
  • 2-3 msk akasíhunang
  • 1 tsk vanilla
  • 1 stór gulrót, rifin
  • 1/4 bolli pekanhnetur, saxaðar
  • 1 bollar af vanillu mjólk eða önnur mjólk sem þú elskar

Aðferð:

  1. Takið fram eldfast mót og setjið öll hráefnin ofan í. Hrærið vel þar til blandan er jöfn.
  2. Stillið ofninn á 180°C og bakið í um 35 mínútur, eða í airfryer í 12–15 mínútur.
  3. Takið hafrakökuna úr ofninum og látið hana kólna í nokkrar mínútur.
  4. Skiptið í fjóra skammta og geymið í ísskáp.
  5. Hrærið saman 1 bolla af grískri jógúrt, 2 matskeiðum af akasíuhunangi og smá vanillu.
  6. Berið kökuna fram með vanillu-grískri jógúrt og smá rifinni gulrót yfir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.