Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2025 08:12 Viðskiptavinurinn lagði einungis fram fjórar ljósmyndir máli sínu til stuðnings. Myndin er úr myndabanka og tengist því fréttinni ekki beint. Getty Viðskiptavinur sem kvartaði yfir slökum stífleika í sætispúðum eftir kaup á sófa situr uppi með sófann eftir að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hafnaði kröfu hans um endurgreiðslu. Hann sendi kvörtunarpósta á verslunina tvo nýársdaga í röð. Þetta kemur fram í nýjum úrskurði nefndarinnar. Þar segir að viðskiptavinurinn hafi keypt sófann í október 2023 og greitt fyrir hann um 142 þúsund krónur. Á nýársdag 2024 sendi kaupandinn varnaraðila tölvupóst þar sem hann kvartaði undan slökum stífleika í sætispúðum sófans. Í póstinum rakti viðskiptavinurinn að þegar setið væri í sófanum væri líkt og setið væri á sófagrindinni sjálfri. Þá sagði hann að púðarnir væru mjög lausir og því væri tíð þörf á að laga þá til. Í kjölfar skoðunar seljandans á sófanum um miðjan janúar 2024 var kaupandanum að endingu boðið að fá afhentan nýjan sófa sem hann og þáði. Á nýársdegi í ár, 2025, sendi kaupandinn annan tölvupóst og kvartaði þá aftur undan sætispúðum í nýja sófanum. Krafðist kaupandinn úrbóta en seljandinn hafnaði slíku. Kaupandinn vildi meina að báðir sófarnir sem hann fékk afhenta hafi verið gallaðir og lagði hann meðal annars fram fjórar ljósmyndir því til stuðnings. Kaupandinn vildi meina að hann ætti rétt á að fá gallann bættan í tvö ár eftir kaupin og krafðist því endurgreiðslu. Komið til móts við kaupandann Í málinu vísaði seljandi sófans til þess að kaupandinn hafi gert athugasemdir við stífleika sætispúða í sófanum í byrjun árs 2024 og þar sem framleiðslu á áklæði sófa viðskiptavinarins hafi verið hætt í framleiðslu hafi verið ákveðið að koma til móts við hann og afhent honum nýjan sams konar sófa með öðru áklæði. Sama umkvörtunarefni hafi svo borist ári síðar og vísaði seljandinn til þess að umræddur sófi sé hannaður með lausum svamppúðum og einfaldri uppbyggingu sem eðlilega mýkist við notkun með tímanum. „Í báðum þessum tilvikum hafi varnaraðili ekki metið svo að um galla hafi verið að ræða heldur einstaklingsbundna upplifun og væntingar sóknaraðila til áferðar og þæginda sófans,“ segir í úrskurðinum. Ekki galli sem seljandi bar ábyrgð á Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að einungis hafi verið lagðar fram ljósmyndir til stuðnings kröfunni, en að ekki væri hægt að fullyrða um það hversu lengi tiltekinn stífleiki á að vera í sætispúðum sófa enda fari það eftir aðstæðum hverju sinni, þar með talið hönnun sófa og síðan meðferð og notkun kaupanda. „Að mati kærunefndarinnar hefur sóknaraðila ekki tekist að sýna fram á að slakur stífleiki í sætispúðum stafi af galla sem varnaraðili beri ábyrgð á. Verður því að hafna kröfu sóknaraðila,“ segir í úrskurðinum. Úrskurðar- og kærunefndir Verslun Tengdar fréttir Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Kærunefnd hafnaði kröfu viðskiptavinar flugfélags um endurgreiðslu eftir að hann bókaði sjálfur ranga ferð fyrir mistök. Viðskiptavinurinn taldi það ósanngjarnt að fá ekki að lagfæra bókunina. 10. október 2025 14:21 Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Ferðaþjónustufyrirtæki þarf að endurgreiða erlendum ferðamanni rúmlega 53 þúsund krónur vegna ferðar um Suðurland sem var ekki í samræmi við auglýsta dagskrá. Ferðamaðurinn þurfti að skoða Þingvelli og Reynisfjöru í myrkri og missti af Jökulsárlóni og Fellsfjöru. 10. október 2025 13:36 Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Bílaeigandi sem lét skipta um rúðu í bíl sínum segir verkstæðið hafa okrað á sér og hækkað verð að tilefnislausu. Framkvæmdastjóri segir það af og frá, farið sé eftir föstum verðlista sem ákveðinn sé í samráði við tryggingafyrirtæki. Formaður Neytendasamtakanna segir um skrítnar eftiráskýringar að ræða, fyrirtækið eigi að bera hallann af því ef um mistök sé að ræða. 11. október 2025 14:00 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum úrskurði nefndarinnar. Þar segir að viðskiptavinurinn hafi keypt sófann í október 2023 og greitt fyrir hann um 142 þúsund krónur. Á nýársdag 2024 sendi kaupandinn varnaraðila tölvupóst þar sem hann kvartaði undan slökum stífleika í sætispúðum sófans. Í póstinum rakti viðskiptavinurinn að þegar setið væri í sófanum væri líkt og setið væri á sófagrindinni sjálfri. Þá sagði hann að púðarnir væru mjög lausir og því væri tíð þörf á að laga þá til. Í kjölfar skoðunar seljandans á sófanum um miðjan janúar 2024 var kaupandanum að endingu boðið að fá afhentan nýjan sófa sem hann og þáði. Á nýársdegi í ár, 2025, sendi kaupandinn annan tölvupóst og kvartaði þá aftur undan sætispúðum í nýja sófanum. Krafðist kaupandinn úrbóta en seljandinn hafnaði slíku. Kaupandinn vildi meina að báðir sófarnir sem hann fékk afhenta hafi verið gallaðir og lagði hann meðal annars fram fjórar ljósmyndir því til stuðnings. Kaupandinn vildi meina að hann ætti rétt á að fá gallann bættan í tvö ár eftir kaupin og krafðist því endurgreiðslu. Komið til móts við kaupandann Í málinu vísaði seljandi sófans til þess að kaupandinn hafi gert athugasemdir við stífleika sætispúða í sófanum í byrjun árs 2024 og þar sem framleiðslu á áklæði sófa viðskiptavinarins hafi verið hætt í framleiðslu hafi verið ákveðið að koma til móts við hann og afhent honum nýjan sams konar sófa með öðru áklæði. Sama umkvörtunarefni hafi svo borist ári síðar og vísaði seljandinn til þess að umræddur sófi sé hannaður með lausum svamppúðum og einfaldri uppbyggingu sem eðlilega mýkist við notkun með tímanum. „Í báðum þessum tilvikum hafi varnaraðili ekki metið svo að um galla hafi verið að ræða heldur einstaklingsbundna upplifun og væntingar sóknaraðila til áferðar og þæginda sófans,“ segir í úrskurðinum. Ekki galli sem seljandi bar ábyrgð á Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að einungis hafi verið lagðar fram ljósmyndir til stuðnings kröfunni, en að ekki væri hægt að fullyrða um það hversu lengi tiltekinn stífleiki á að vera í sætispúðum sófa enda fari það eftir aðstæðum hverju sinni, þar með talið hönnun sófa og síðan meðferð og notkun kaupanda. „Að mati kærunefndarinnar hefur sóknaraðila ekki tekist að sýna fram á að slakur stífleiki í sætispúðum stafi af galla sem varnaraðili beri ábyrgð á. Verður því að hafna kröfu sóknaraðila,“ segir í úrskurðinum.
Úrskurðar- og kærunefndir Verslun Tengdar fréttir Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Kærunefnd hafnaði kröfu viðskiptavinar flugfélags um endurgreiðslu eftir að hann bókaði sjálfur ranga ferð fyrir mistök. Viðskiptavinurinn taldi það ósanngjarnt að fá ekki að lagfæra bókunina. 10. október 2025 14:21 Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Ferðaþjónustufyrirtæki þarf að endurgreiða erlendum ferðamanni rúmlega 53 þúsund krónur vegna ferðar um Suðurland sem var ekki í samræmi við auglýsta dagskrá. Ferðamaðurinn þurfti að skoða Þingvelli og Reynisfjöru í myrkri og missti af Jökulsárlóni og Fellsfjöru. 10. október 2025 13:36 Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Bílaeigandi sem lét skipta um rúðu í bíl sínum segir verkstæðið hafa okrað á sér og hækkað verð að tilefnislausu. Framkvæmdastjóri segir það af og frá, farið sé eftir föstum verðlista sem ákveðinn sé í samráði við tryggingafyrirtæki. Formaður Neytendasamtakanna segir um skrítnar eftiráskýringar að ræða, fyrirtækið eigi að bera hallann af því ef um mistök sé að ræða. 11. október 2025 14:00 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Sjá meira
Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Kærunefnd hafnaði kröfu viðskiptavinar flugfélags um endurgreiðslu eftir að hann bókaði sjálfur ranga ferð fyrir mistök. Viðskiptavinurinn taldi það ósanngjarnt að fá ekki að lagfæra bókunina. 10. október 2025 14:21
Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Ferðaþjónustufyrirtæki þarf að endurgreiða erlendum ferðamanni rúmlega 53 þúsund krónur vegna ferðar um Suðurland sem var ekki í samræmi við auglýsta dagskrá. Ferðamaðurinn þurfti að skoða Þingvelli og Reynisfjöru í myrkri og missti af Jökulsárlóni og Fellsfjöru. 10. október 2025 13:36
Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Bílaeigandi sem lét skipta um rúðu í bíl sínum segir verkstæðið hafa okrað á sér og hækkað verð að tilefnislausu. Framkvæmdastjóri segir það af og frá, farið sé eftir föstum verðlista sem ákveðinn sé í samráði við tryggingafyrirtæki. Formaður Neytendasamtakanna segir um skrítnar eftiráskýringar að ræða, fyrirtækið eigi að bera hallann af því ef um mistök sé að ræða. 11. október 2025 14:00