Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. október 2025 18:07 Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína, segist hafa mátt þola ómannúðlega meðferð í ísraelsku fangelsi, ásamt félögum sínum úr Frelsisflotanum. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Sýnar. Hún segist alls ekki vilja vera gerð að aðalatriði og ítrekar að reynsla hennar sé hjóm eitt í samanburði við þjáningar þær sem palestínska þjóðin hefur mátt þola. Gleðin var þó við völd þegar ísraelskir gíslar sem hafa verið í haldi Hamas í rúmlega tvö ár sneru aftur til ástvina sinna, sem og þegar þúsundir palestínskra fanga sneru til sinna heima. Donald Trump ávarpaði ísraelska þingið, og var hylltur sem hetja. Stjórnmálafræðingur segir slagorð Miðflokksins í anda svipað þenkjandi flokka í öðrum löndum þar sem þjóðernishyggja er sett á oddinn. Þá segir hún Ísland eiga allt undir í alþjóðasamstarfi, sem flokkurinn hefur fett fingur út í. Við sýnum háskalegt myndband úr Reynisfjöru sem sýnir þegar alda greip næstum því ferðamann sem var í leit að ljósmynd á ystu nöf. Appelsínugult viðvörunarljós logaði þegar atvikið varð, en sjá mátti ferðamenn mjög nálægt flæðarmáli fjörunnar. Rætt verður við rússneskan stjórnarandstæðing sem telur að enginn friður verði í Evrópu fyrr en Vladimír Pútín hafi verið bolað frá og lýðræði innleitt í Rússlandi. Nauðsynlegt sé að undirbúa slíka byltingu. Við sjáum frá skemmtilegri þjóðbúningahátíð og hittum ungan mann sem hefur sauma tvo slíka búninga á sjálfan sig, fjöllum um alþjóðlegan dag mistaka, og verðum í beinni frá Vesturbæjarlaug, sem enn og aftur hefur þurft að loka vegna mistaka við framkvæmdir. Ekki missa af kvöldfréttum Sýnar í opinni dagskrá á samtengdum rásum Sýnar, Vísis og Bylgjunnar á slaginu 18:30. Kvöldfréttir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Rætt verður við hana í kvöldfréttum Sýnar. Hún segist alls ekki vilja vera gerð að aðalatriði og ítrekar að reynsla hennar sé hjóm eitt í samanburði við þjáningar þær sem palestínska þjóðin hefur mátt þola. Gleðin var þó við völd þegar ísraelskir gíslar sem hafa verið í haldi Hamas í rúmlega tvö ár sneru aftur til ástvina sinna, sem og þegar þúsundir palestínskra fanga sneru til sinna heima. Donald Trump ávarpaði ísraelska þingið, og var hylltur sem hetja. Stjórnmálafræðingur segir slagorð Miðflokksins í anda svipað þenkjandi flokka í öðrum löndum þar sem þjóðernishyggja er sett á oddinn. Þá segir hún Ísland eiga allt undir í alþjóðasamstarfi, sem flokkurinn hefur fett fingur út í. Við sýnum háskalegt myndband úr Reynisfjöru sem sýnir þegar alda greip næstum því ferðamann sem var í leit að ljósmynd á ystu nöf. Appelsínugult viðvörunarljós logaði þegar atvikið varð, en sjá mátti ferðamenn mjög nálægt flæðarmáli fjörunnar. Rætt verður við rússneskan stjórnarandstæðing sem telur að enginn friður verði í Evrópu fyrr en Vladimír Pútín hafi verið bolað frá og lýðræði innleitt í Rússlandi. Nauðsynlegt sé að undirbúa slíka byltingu. Við sjáum frá skemmtilegri þjóðbúningahátíð og hittum ungan mann sem hefur sauma tvo slíka búninga á sjálfan sig, fjöllum um alþjóðlegan dag mistaka, og verðum í beinni frá Vesturbæjarlaug, sem enn og aftur hefur þurft að loka vegna mistaka við framkvæmdir. Ekki missa af kvöldfréttum Sýnar í opinni dagskrá á samtengdum rásum Sýnar, Vísis og Bylgjunnar á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira