Innlent

Rýnt í á­hrif stóra vaxtamálsins

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að skilmálar í lánasamningi Íslandsbanka um breytilega vexti hafi verið ólögmætir. Þrátt fyrir það var bankinn sýknaður af fjárkröfum stefnenda í málinu, þar sem vextir á láni þeirra sem sóttu málið hækkuðu minna en stýrivextir Seðlabankans. Fjallað verður um dóminn og rýnt í möguleg áhrif hans í kvöldfréttum Sýnar.

Biðtími eftir geislameðferð við brjóstakrabbameini er mun lengri hér á landi en mælt er með í Evrópu. Það er dauðans alvara að mati þriggja hagsmunafélaga sem skora á stjórnvöld að skilgreina hámarksbiðtíma. Kona sem hefur greinst tvisvar segir mikið aukaálag að bíða vikum saman eftir slíkri meðferð.

Við segjum frá áformum Dana um að stórauka fjárútlát til varnarmála í tengslum við Grænland og Norðurslóðir.

Og þá verður rætt við íbúa í Fossvogi sem telur að með breytingum á gatnakerfi sem Strætó hefur kallað eftir verði hverfinu breytt í eiginlega umferðareyju.

Loks fáum við ferðasögu frá Íslendingi sem á afar stutt í land með að hafa heimsótt öll heimsins lönd.

Sportið er á sínum stað og í Íslandi í dag hittir Lilja Katrín hönnuð Bleiku slaufunnar, sem lifir með ólæknandi krabbameini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×