Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2025 21:52 Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm Athygli vakti í dag þegar greint var frá því í fréttum að Tjörneshreppur, eitt fámennasta sveitarfélag landsins, ætli að afþakka tæplega 250 milljónir króna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Nú hefur bæjarstjórinn í Mosfellsbæ blandað sér í umræðuna og segist glöð myndu taka á móti fjármununum fyrir hönd bæjarins. Um sé að ræða nokkurn veginn sömu upphæð og Mosfellsbær verður af eftir að nýjar úthlutunarreglur sjóðsins voru samþykktar í vor. Um er að ræða svokallað fólksfækkunarframlag, sem Tjörneshrepp stóð til boða, en hreppsnefnd sveitarfélagsins ákvað á fundi sínum á mánudag að afþakka. „Hreppsnefnd telur skynsamlegt að afþakka framlag Jöfnunarsjóðs vegna fólksfækkunar að upphæð 247.643.312 krónur. Það er álit hreppsnefndar að svona hátt framlag sé fáránlegt og hreppurinn lifi vel án þess. Oddvita falið að afþakka framlagið fyrir hönd hreppsins,“ segir um málið í fundargerð hreppsnefndar. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, gerir málið að umræðuefni í færslu sem hún birti á Facebook í dag þar sem hún bendir á það sem hún segir vera vankanta við nýjar úthlutunarreglur jöfnunarsjóðs. Markmiðið hafi verið að nútímavæða reglurnar, en það hafi ekki tekist betur en svo að það sé „nær ógerningur að átta sig á samspili einstakra þátta,“ líkt og bæjarstjórinn orðar það í færslu sinni sem virðist skrifuð bæði í gamni og alvöru. „Mosfellsbær missir um 250 milljónir í tekjur á ári vegna nýju reglnanna. Við höfum skrifað umsögn á eftir umsögn þar sem við höfum mótmælt þessu, hitt þingmenn og ráðherra en allt kemur fyrir ekki,” skrifar Regína. Stærðarlega séð falli Mosfellsbær á milli í kerfinu og svör við athugasemdum bæjarins hafi verið á þá leið að ef eitthvað verður gert til að laga reglurnar að Mosfellsbæ hafi það áhrif á allt gangverkið við úthlutun úr sjóðnum. „Nú er hins vegar komin lausn í það mál - Tjörneshreppur afþakkar framlagið sitt sem er nákvæmlega jafnhátt og Mosó missir! Við tökum glöð á móti þeim fjármunum,“ skrifar Regína, sem lýkur færslunni með brostjákni til marks um gamansaman undirtón. Hún virðist þó allt annað en sátt við það hvernig nýjar úthlutunarreglur bitna á bænum sem hún er í forsvari fyrir. Skjáskot/Facebook Meðal þeirra sem rita undir færsluna er bæjarstjórinn í Vesturbyggð, Gerður Björk Sveinsdóttir, sem tekur undir gagnrýni Regínu á nýja úthlutunarkerfið. „Miðað við núverandi regluverk var verið að skerða framlög til Vesturbyggðar á þessu ári um 92 milljónir, Vesturbyggð er tæplega 1.500 manna sveitarfélag. Fyrirsjáanleikinn í þessu kerfi er enginn,“ skrifar Gerður. Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Tjörneshreppur Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Sjá meira
Um er að ræða svokallað fólksfækkunarframlag, sem Tjörneshrepp stóð til boða, en hreppsnefnd sveitarfélagsins ákvað á fundi sínum á mánudag að afþakka. „Hreppsnefnd telur skynsamlegt að afþakka framlag Jöfnunarsjóðs vegna fólksfækkunar að upphæð 247.643.312 krónur. Það er álit hreppsnefndar að svona hátt framlag sé fáránlegt og hreppurinn lifi vel án þess. Oddvita falið að afþakka framlagið fyrir hönd hreppsins,“ segir um málið í fundargerð hreppsnefndar. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, gerir málið að umræðuefni í færslu sem hún birti á Facebook í dag þar sem hún bendir á það sem hún segir vera vankanta við nýjar úthlutunarreglur jöfnunarsjóðs. Markmiðið hafi verið að nútímavæða reglurnar, en það hafi ekki tekist betur en svo að það sé „nær ógerningur að átta sig á samspili einstakra þátta,“ líkt og bæjarstjórinn orðar það í færslu sinni sem virðist skrifuð bæði í gamni og alvöru. „Mosfellsbær missir um 250 milljónir í tekjur á ári vegna nýju reglnanna. Við höfum skrifað umsögn á eftir umsögn þar sem við höfum mótmælt þessu, hitt þingmenn og ráðherra en allt kemur fyrir ekki,” skrifar Regína. Stærðarlega séð falli Mosfellsbær á milli í kerfinu og svör við athugasemdum bæjarins hafi verið á þá leið að ef eitthvað verður gert til að laga reglurnar að Mosfellsbæ hafi það áhrif á allt gangverkið við úthlutun úr sjóðnum. „Nú er hins vegar komin lausn í það mál - Tjörneshreppur afþakkar framlagið sitt sem er nákvæmlega jafnhátt og Mosó missir! Við tökum glöð á móti þeim fjármunum,“ skrifar Regína, sem lýkur færslunni með brostjákni til marks um gamansaman undirtón. Hún virðist þó allt annað en sátt við það hvernig nýjar úthlutunarreglur bitna á bænum sem hún er í forsvari fyrir. Skjáskot/Facebook Meðal þeirra sem rita undir færsluna er bæjarstjórinn í Vesturbyggð, Gerður Björk Sveinsdóttir, sem tekur undir gagnrýni Regínu á nýja úthlutunarkerfið. „Miðað við núverandi regluverk var verið að skerða framlög til Vesturbyggðar á þessu ári um 92 milljónir, Vesturbyggð er tæplega 1.500 manna sveitarfélag. Fyrirsjáanleikinn í þessu kerfi er enginn,“ skrifar Gerður.
Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Tjörneshreppur Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?