Lífið

Kosning hafin um sjón­varps­efni ársins

Boði Logason skrifar
Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í Gamla Bíó 30. október næstkomandi.
Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í Gamla Bíó 30. október næstkomandi. Vísir/Sara Rut

Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða haldin í fyrsta sinn fimmtudagskvöldið 30. október í Gamla bíói og kemur þá í ljós hver það verða sem þóttu standa fram úr í sjónvarpi á árunum 2023 og 2024.

Það eru þrír stærstu ljósvakamiðlar landsins sem standa að verðlaununum; Síminne, Sýn og RÚV og veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem frumsýnt var á sjónvarpsstöðvum miðlanna.

Tilnefningar fyrir 2023 og Tilnefningar fyrir 2024.

Ekki hefur verið verðlaunað fyrir sjónvarpsefni frá því árið 2023 (fyrir efni frumsýnt 2022) og er því verðlaunað fyrir lengra tímabil en ella, sjónvarpsefni sem frumsýnt var á árunum 2023 og 2024. 

Áætlað er að verðlaunin verði haldin árlega og að í framtíðinni verði þá afhent verðlaun fyrir efni sem frumsýnt er á hverjum sjónvarpsvetri.

Fagnefndir voru skipaðar til þess að skoða allar innsendingarnar sem bárust en þær voru fjölmargar en ein af aðalverðlaununum er í höndum þjóðarinnar og því efnt til almennrar kosningar fyrir Sjónvarpsefni ársins. 

Hægt er að kjósa um sjónvarpsefni áranna 2023 og 2024 hér fyrir neðan eða á visir.is/sjonvarpsverdlaunin.


Tengdar fréttir

Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar

Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á árunum 2023 og 2024. Síminn, Sýn og Rúv standa að verðlaununum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.