Lífið

Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnar­nesi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ingunn Svala Kaffispjallið Ingunn Svala Leifsdóttir, forstjóri Olís. Kaffispjallið
Ingunn Svala Kaffispjallið Ingunn Svala Leifsdóttir, forstjóri Olís. Kaffispjallið

Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, hefur fest kaup á einbýlishúsi við Tjaldanes á Arnarnesi. Húsið var áður í eigu knattspyrnumannsins Jóhanns Bergs Guðmundssonar og eiginkonu hans, lögfræðingsins Hólmfríðar Björnsdóttur. Kaupsamningur var undirritaður þann 9. október.

Ingunn setti nýverið raðhús sitt við Ljósakur 18 á sölu, en það er enn óselt. Húsið er rúmlega 330 fermetrar að stærð, á þremur hæðum og byggt árið 2009. Nú er óskað eftir tilboði í eignina.

Húsið við Tjaldanes er 334 fermetrar að stærð á tveimur hæðum, byggt árið 1973. 

Efri hæðin er opin og björt með samliggjandi eldhúsi og borðstofu. Úr borðstofunni er gengið upp í stóra stofu með fallegum gasarini sem einnig opinn inn í borðstofuna. Útgengt er úr stofurýminu á rúmgóðar, flísalagðar svalir. Á hæðinni er einnig glæsileg hjónasvíta með fataherbergi, baðherbergi og sjónvarpsherbergi.

Úr holinu liggur hringstigi niður á neðri hæðina, þar sem eru svefnherbergi, baðherbergi, geymsla, bar, tómstundaherbergi og þvottahús. Útgengt er í stóran garð með heitum potti og verönd.

Í húsinu eru samtals fjögur svefnherbergi og þrjú baðherbergi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.