Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. október 2025 20:02 Ylfa Mist Helgadóttir er keppandi í ungfrú Ísland Teen. Arnór Trausti „Áður en ég vissi af átti ég vini, gat talað við hvern sem er og faldi mig ekki lengur. Ég hélt áfram að skora á sjálfa mig og blómstraði. Í dag er ég sjálfsörugg, á fullt af vinum og er að taka þátt í Ungfrú Ísland Teen,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir ungfrú Mosfellsbær. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Ylfa Mist HelgadóttirAldur: 16 áraStarf eða skóli: Ég stunda nám í Menntaskólanum við Sund. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Tilfinningarík, góðhjörtuð og ákveðin. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það kemur oft fólki á óvart hversu mikil sveitastelpa ég er, því ég lít alls ekki út fyrir það í daglegu lífi. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Klárlega mamma mín, sem hefur þurft að takast á við endalausar áskoranir en lætur aldrei neitt stoppa sig eða brjóta sig niður. Hvað hefur mótað þig mest? Ég myndi segja að síðustu ár hafi mótað mig mest. Ég hef verið í slæmum félagsskap og átt við alls konar rugl að stríða, en ég dró mig upp úr því og lærði gríðarlega mikið. Ég hef upplifað fjölbreytt vinasambönd, bæði fólk sem hefur farið illa með mig og fólk sem hefur byggt mig upp. Ást og ástarsorg hafa mótað sjálfsöryggi mitt og hjálpað mér að vera meira tengd sjálfri mér og mínum tilfinningum. Ég hef líka upplifað tímabil sem voru fullkomin, þar sem allt gekk eins og í sögu, en þegar þau enduðu þurfti ég að byrja upp á nýtt og sætta mig við nýjan veruleika. Allt sem ég hef upplifað á þessum árum hefur farið í reynslubankann minn. Ég læri af mistökum mínum og reynslum og tekst á við áskoranir með það hugarfar að verða betri útgáfa af sjálfri mér. Þessi reynsla og hugarfar hafa byggt mig upp til að vera sjálfsörugg, ákveðin og dugleg manneskja. Lífið er ekki alltaf dans á rósum, en ég hef lært að standa upp sterkari í hvert sinn. Hver er stærsta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Mín mesta áskorun er ég sjálf – minn haus og mínar tilfinningar. Ég hef alltaf verið mjög tilfinningarík og átt erfitt með að höndla þær. Oft hefur mér fundist eins og hausinn og ég séum sitthvorir aðilar, eins og ég væri að berjast við sjálfa mig. Tilfinningarnar mínar hafa stundum virkað svo sterkar að þær höfðu áhrif á gjörðir mínar. Það tók langan tíma að ná utan um þetta, og ég er enn að vinna í því með stuðningi fjölskyldu minnar, sérstaklega mömmu minnar, sem hefur alltaf staðið við hlið mér. Það sem hjálpar mér mest þegar ég ofhugsa eða finn að ég er að missa stjórn á skapi mínu er að syngja eða fara á hestbak – finna eitthvað annað til að beina athyglinni að. En þegar ég get og treyst mér, sest ég niður með sjálfri mér eða mömmu minni, horfi á tilfinningarnar og leyfi þeim bara að vera. Ég leyfi mér að fara í gegnum þær og læra að takast á við þær á heilbrigðan hátt. Hverju ertu stoltust af? Ég var áður allt of feimin og lítil í mér til að tala, mæta eða fara út úr húsi, því ég var stöðugt hrædd við hvað fólki fyndist um mig. Ég bjó bókstaflega í hettunni minni og skar mig viljandi út úr hópnum, því ég þorði ekki að tala við fólk og forðaðist það eins og ég gat. Ég mætti varla í skólann og þegar ég gerði það fékk ég reglulega kvíðakast og komst ekki út af baðherberginu. Einn daginn leit ég á sjálfa mig og ákvað að þetta ætti að breytast. Enginn gat gert það nema ég sjálf. Ég tók hettuna af, steig út úr þægindaramanum mínum og tók hugrökk skref fram á við. Ég sparkaði í rassin á sjálfri mér og gerði allt sem ég var dauðhrædd við að gera. Þá áttaði ég mig á því að það sem ég hafði verið svo hrædd við var í raun alls ekki eins hræðilegt og álit annarra skpitir engu máli. Áður en ég vissi af átti ég vini, gat talað við hvern sem er og faldi mig ekki lengur. Ég hélt áfram að skora á sjálfa mig og blómstraði. Í dag er ég sjálfsörugg, á fullt af vinum og er að taka þátt í Ungfrú Ísland Teen. Ég veit að ég get náð öllu sem ég ætla mér — svo lengi sem ég held áfram að trúa á sjálfa mig. Yngri ég hefði aldrei trúað þessu, og fyrir það er ég svo stolt. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa er fjölskylda mín, sem styður mig alltaf áfram og er alltaf til staðar fyrir mig. Ég get treyst á þau í öllum aðstæðum, og ég hef þetta yndislega fólk til að grípa mig ef eitthvað bjátar á. Ég er óendanlega þakklát fyrir þau og gæti aldrei beðið um betra fólk til að standa með mér í gegnum lífið. Hvernig tekstu á við stress og álag? Þegar ég er stressuð eða undir álagi finnst mér gott að syngja, taka öndunaræfingar og skipuleggja mig, svo ég þurfi ekki að vera stressuð. Ég tala við einhvern sem ég treysti eða fer á hestbak. Það hjálpar mér líka að fara í ræktina og lyfta, því það gerir mig bæði ánægða með sjálfa mig og líður mér betur bæði líkamlega og andlega. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Það sem drepur þig gerir þig sterkari.“ Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þau eru svo mörg að ég gæti aldrei valið eitt, en eitt sumarið fór ég í bæinn með vinkonum mínum frá Selfossi. Við áttum að fara til baka á Selfoss með strætó. Þegar við vorum á miðri heiðinni, þar sem ekkert var nema hraun og mosi, fannst mér ég þurfa að pissa svo ótrúlega mikið. Ég sagði við stelpurnar að ég gæti ekki haldið í mér lengur og að ég þyrfti nauðsynlega að fara undir eins. Ég hljóp til bílstjórans og sagði honum að hann þyrfti annaðhvort að stöðva og hleypa mér út í miðju hrauninu, eða ég myndi pissa í strætóinn hans. Hann stoppaði á miðri leið, og ég fór út að pissa í hrauninu á meðan allir í strætó sáu. Sem betur fer fannst bílstjóranum þetta bráðfyndið, og hann beið eftir mér. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég er mjög góð í að teikna, en hef ekki haft eins mikinn tíma fyrir það og áður. Ég geri það af og til og hef síðu á Facebook, Misty Arts, þar sem ég sel og auglýsi myndirnar mínar. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst ótrúlega heillandi þegar fólk er skilningsríkt, góðhjartað og dæmir ekki aðra. Ég dáist líka að þeim sem eru óhræddir við að vera þeir sjálfir, jafnvel þótt að þeir séu öðruvísi og skammast sín ekki fyrir það. Og óheillandi? Mér finnst mjög óheillandi þegar fólk reynir stöðugt að draga aðra niður. Það hjálpar engum og veldur aðeins skaða. Ef þú hefur ekkert gott að segja, þá er best að láta það vera. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti eru köngulær. Ég get ekki komið nálægt þeim og fer alvarlega að gráta ef ein er of nálægt mér. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig með fullt af vinkonum að skemmta mér konunglega og fara í utanlandsferðir til að skoða heiminn. Hvaða tungumál talar þú? Ég tala íslensku og ensku. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Ábyggilega kjúklingur eða nautakjöt. Ég borðaði í raun ekki almennilega fyrr en ég smakkaði kjöt í fyrsta sinn sem barn. Hvaða lag myndir þú taka í karókí? Þetta er ein erfiðasta spurning sem ég hef fengið, en líklega Holding on for a Hero með Bonnie Tyler. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Líklega Aron Can, sem var einu sinni kærasti frænku minnar þegar ég var um það bil fimm ára. Einu sinni þegar hann kom að passa mig sprengdi hann risastóra graftabólu á hundinum mínum! Eftir það píndi ég frænku mína reglulega til að hringja í hann hvern einasta skipti sem við vorum saman, þrátt fyrir að þau væru hætt saman. Sem sex ára gamalt barn skammaði ég hana reglulega fyrir þetta! Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti í eigin persónu? Ég kýs ávallt að eiga samskipti í eigin persónu – mér finnst það miklu skemmtilegra. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi spara fyrir framtíðina og örugglega nota eitthvað af þeim í utanlandsferðir. Hvað vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef alltaf verið prinsessustelpa og klæddist kjólum frá unga aldri. Það sem vakti áhuga minn var tilhugsunin um að kynnast stelpum á mínum aldri sem líka hefðu gaman af því að gera sig upp og klæðast kjólum. Ég lít á þetta ferli sem smá „prinsessu-móment“ fyrir okkur allar. Hvað hefurðu lært í ferlinu? Ég hef lært að fegurðarsamkeppnir snúast ekki aðeins um útlit, heldur um hversu vel þú getur verið fyrirmynd, hvernig þú kemur fram og hvernig þú stendur út. Ég hef hugsað meira um hvernig og af hverju ég er fyrirmynd, og það hefur gefið mér mikið sjálfstraust. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Kvíða og því að fólk setji sig meira í spor annarra og hugsi áður en það talar. Við þurfum að standa saman þrátt fyrir mismunandi skoðanir. Allir eiga skilið tillitssemi og vinsemd, en það eru allt of margir sem dæma í blindni af ástæðulausu – og það finnst mér mjög leiðinlegt. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Ungfrú Ísland Teen þarf að geta tjáð sig um málefni sem skipta máli í samfélaginu. Hún þarf að vera góðhjörtuð, tillitsöm og veita þeim sem líta upp til hennar stuðning, vera góð fyrirmynd og sýna sjálfstraust, jafnvel í gegnum áskoranir. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég sækist eftir titlinum til að veita þeim sem hafa verið í mínum sporum stuðning, innblástur og von sem hvetur þau til að trúa á sig sjálf. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég held að það sé hversu mikið ég hef upplifað ung og reynslan sem ég hef öðlast út frá því. Ég á auðvelt með að tjá mig um það og hef svo ótrúlega mikið fram að færa. En við allar erum einstakar á okkar eigin hátt. Mér finnst við allar eiga skilið kórónu fyrir að vera svona flottar og æðislegar. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Stærsta vandamál minnar kynslóðar sem ég hef tekið eftir er hversu auðvelt fólki finnst að dæma og gera lítið úr öðrum án þess að hugsa eða setja sig í spor þeirra. Þessari kynslóð skortir stundum tillitssemi, vingjarnleika og góðvild, og margir bera óþarfa fordóma og baktal gagnvart fólki sem þau þekkja lítið eða ekkert. Hvernig mætti leysa þetta? Það mætti leysa með því að tala opinberlega um þessi mál og hvetja fólk til að setja sig í spor annarra. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Fólk má eiga sína skoðun í friði, en um leið og það tjáir sig dónalega og reynir að draga þátttakendur niður, þarf það að líta inn á sjálft sig og finna leið til að lyfta sér upp án þess að draga aðra niður. Fordómar byggjast oft á fáfræði og segja meira um þann sem dæmir en þann sem er dæmdur. ÚT frá minni reynslu snýst þetta um sjálfsuppbyggingu og að læra að verða betri útgáfa af sjálfri sér. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ „Ég trúi því að allt reddist ef maður leggur sig fram, gerir sitt besta og treystir því að það skili árangri, sama hver niðurstaðan er,“ segir Regína Lea Ólafsdóttir ungfrú Akranes og nemi. 17. október 2025 08:09 „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ „Mamma mín hefur og mun alltaf vera mín stærsta fyrirmynd. Hún hefur alltaf sett mig fram yfir allt og alla, gert allt sem í hennar valdi stendur til að gleðja mig og hjálpað mér að takast á við ýmis vandamál,“ segir Emilía Sunna Andradóttir ungfrú Garðabær. 15. október 2025 12:54 „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ „Áhugi minn á keppninni kviknaði fyrst árið 2019 þegar Birta Abiba var sigur úr býtum. Að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra fannst mér ótrúlega hvetjandi,“ segir Victoria Líf Pedro ungfrú Geysir. 14. október 2025 21:02 Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Ylfa Mist HelgadóttirAldur: 16 áraStarf eða skóli: Ég stunda nám í Menntaskólanum við Sund. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Tilfinningarík, góðhjörtuð og ákveðin. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það kemur oft fólki á óvart hversu mikil sveitastelpa ég er, því ég lít alls ekki út fyrir það í daglegu lífi. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Klárlega mamma mín, sem hefur þurft að takast á við endalausar áskoranir en lætur aldrei neitt stoppa sig eða brjóta sig niður. Hvað hefur mótað þig mest? Ég myndi segja að síðustu ár hafi mótað mig mest. Ég hef verið í slæmum félagsskap og átt við alls konar rugl að stríða, en ég dró mig upp úr því og lærði gríðarlega mikið. Ég hef upplifað fjölbreytt vinasambönd, bæði fólk sem hefur farið illa með mig og fólk sem hefur byggt mig upp. Ást og ástarsorg hafa mótað sjálfsöryggi mitt og hjálpað mér að vera meira tengd sjálfri mér og mínum tilfinningum. Ég hef líka upplifað tímabil sem voru fullkomin, þar sem allt gekk eins og í sögu, en þegar þau enduðu þurfti ég að byrja upp á nýtt og sætta mig við nýjan veruleika. Allt sem ég hef upplifað á þessum árum hefur farið í reynslubankann minn. Ég læri af mistökum mínum og reynslum og tekst á við áskoranir með það hugarfar að verða betri útgáfa af sjálfri mér. Þessi reynsla og hugarfar hafa byggt mig upp til að vera sjálfsörugg, ákveðin og dugleg manneskja. Lífið er ekki alltaf dans á rósum, en ég hef lært að standa upp sterkari í hvert sinn. Hver er stærsta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Mín mesta áskorun er ég sjálf – minn haus og mínar tilfinningar. Ég hef alltaf verið mjög tilfinningarík og átt erfitt með að höndla þær. Oft hefur mér fundist eins og hausinn og ég séum sitthvorir aðilar, eins og ég væri að berjast við sjálfa mig. Tilfinningarnar mínar hafa stundum virkað svo sterkar að þær höfðu áhrif á gjörðir mínar. Það tók langan tíma að ná utan um þetta, og ég er enn að vinna í því með stuðningi fjölskyldu minnar, sérstaklega mömmu minnar, sem hefur alltaf staðið við hlið mér. Það sem hjálpar mér mest þegar ég ofhugsa eða finn að ég er að missa stjórn á skapi mínu er að syngja eða fara á hestbak – finna eitthvað annað til að beina athyglinni að. En þegar ég get og treyst mér, sest ég niður með sjálfri mér eða mömmu minni, horfi á tilfinningarnar og leyfi þeim bara að vera. Ég leyfi mér að fara í gegnum þær og læra að takast á við þær á heilbrigðan hátt. Hverju ertu stoltust af? Ég var áður allt of feimin og lítil í mér til að tala, mæta eða fara út úr húsi, því ég var stöðugt hrædd við hvað fólki fyndist um mig. Ég bjó bókstaflega í hettunni minni og skar mig viljandi út úr hópnum, því ég þorði ekki að tala við fólk og forðaðist það eins og ég gat. Ég mætti varla í skólann og þegar ég gerði það fékk ég reglulega kvíðakast og komst ekki út af baðherberginu. Einn daginn leit ég á sjálfa mig og ákvað að þetta ætti að breytast. Enginn gat gert það nema ég sjálf. Ég tók hettuna af, steig út úr þægindaramanum mínum og tók hugrökk skref fram á við. Ég sparkaði í rassin á sjálfri mér og gerði allt sem ég var dauðhrædd við að gera. Þá áttaði ég mig á því að það sem ég hafði verið svo hrædd við var í raun alls ekki eins hræðilegt og álit annarra skpitir engu máli. Áður en ég vissi af átti ég vini, gat talað við hvern sem er og faldi mig ekki lengur. Ég hélt áfram að skora á sjálfa mig og blómstraði. Í dag er ég sjálfsörugg, á fullt af vinum og er að taka þátt í Ungfrú Ísland Teen. Ég veit að ég get náð öllu sem ég ætla mér — svo lengi sem ég held áfram að trúa á sjálfa mig. Yngri ég hefði aldrei trúað þessu, og fyrir það er ég svo stolt. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa er fjölskylda mín, sem styður mig alltaf áfram og er alltaf til staðar fyrir mig. Ég get treyst á þau í öllum aðstæðum, og ég hef þetta yndislega fólk til að grípa mig ef eitthvað bjátar á. Ég er óendanlega þakklát fyrir þau og gæti aldrei beðið um betra fólk til að standa með mér í gegnum lífið. Hvernig tekstu á við stress og álag? Þegar ég er stressuð eða undir álagi finnst mér gott að syngja, taka öndunaræfingar og skipuleggja mig, svo ég þurfi ekki að vera stressuð. Ég tala við einhvern sem ég treysti eða fer á hestbak. Það hjálpar mér líka að fara í ræktina og lyfta, því það gerir mig bæði ánægða með sjálfa mig og líður mér betur bæði líkamlega og andlega. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Það sem drepur þig gerir þig sterkari.“ Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þau eru svo mörg að ég gæti aldrei valið eitt, en eitt sumarið fór ég í bæinn með vinkonum mínum frá Selfossi. Við áttum að fara til baka á Selfoss með strætó. Þegar við vorum á miðri heiðinni, þar sem ekkert var nema hraun og mosi, fannst mér ég þurfa að pissa svo ótrúlega mikið. Ég sagði við stelpurnar að ég gæti ekki haldið í mér lengur og að ég þyrfti nauðsynlega að fara undir eins. Ég hljóp til bílstjórans og sagði honum að hann þyrfti annaðhvort að stöðva og hleypa mér út í miðju hrauninu, eða ég myndi pissa í strætóinn hans. Hann stoppaði á miðri leið, og ég fór út að pissa í hrauninu á meðan allir í strætó sáu. Sem betur fer fannst bílstjóranum þetta bráðfyndið, og hann beið eftir mér. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég er mjög góð í að teikna, en hef ekki haft eins mikinn tíma fyrir það og áður. Ég geri það af og til og hef síðu á Facebook, Misty Arts, þar sem ég sel og auglýsi myndirnar mínar. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst ótrúlega heillandi þegar fólk er skilningsríkt, góðhjartað og dæmir ekki aðra. Ég dáist líka að þeim sem eru óhræddir við að vera þeir sjálfir, jafnvel þótt að þeir séu öðruvísi og skammast sín ekki fyrir það. Og óheillandi? Mér finnst mjög óheillandi þegar fólk reynir stöðugt að draga aðra niður. Það hjálpar engum og veldur aðeins skaða. Ef þú hefur ekkert gott að segja, þá er best að láta það vera. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti eru köngulær. Ég get ekki komið nálægt þeim og fer alvarlega að gráta ef ein er of nálægt mér. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig með fullt af vinkonum að skemmta mér konunglega og fara í utanlandsferðir til að skoða heiminn. Hvaða tungumál talar þú? Ég tala íslensku og ensku. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Ábyggilega kjúklingur eða nautakjöt. Ég borðaði í raun ekki almennilega fyrr en ég smakkaði kjöt í fyrsta sinn sem barn. Hvaða lag myndir þú taka í karókí? Þetta er ein erfiðasta spurning sem ég hef fengið, en líklega Holding on for a Hero með Bonnie Tyler. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Líklega Aron Can, sem var einu sinni kærasti frænku minnar þegar ég var um það bil fimm ára. Einu sinni þegar hann kom að passa mig sprengdi hann risastóra graftabólu á hundinum mínum! Eftir það píndi ég frænku mína reglulega til að hringja í hann hvern einasta skipti sem við vorum saman, þrátt fyrir að þau væru hætt saman. Sem sex ára gamalt barn skammaði ég hana reglulega fyrir þetta! Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti í eigin persónu? Ég kýs ávallt að eiga samskipti í eigin persónu – mér finnst það miklu skemmtilegra. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi spara fyrir framtíðina og örugglega nota eitthvað af þeim í utanlandsferðir. Hvað vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef alltaf verið prinsessustelpa og klæddist kjólum frá unga aldri. Það sem vakti áhuga minn var tilhugsunin um að kynnast stelpum á mínum aldri sem líka hefðu gaman af því að gera sig upp og klæðast kjólum. Ég lít á þetta ferli sem smá „prinsessu-móment“ fyrir okkur allar. Hvað hefurðu lært í ferlinu? Ég hef lært að fegurðarsamkeppnir snúast ekki aðeins um útlit, heldur um hversu vel þú getur verið fyrirmynd, hvernig þú kemur fram og hvernig þú stendur út. Ég hef hugsað meira um hvernig og af hverju ég er fyrirmynd, og það hefur gefið mér mikið sjálfstraust. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Kvíða og því að fólk setji sig meira í spor annarra og hugsi áður en það talar. Við þurfum að standa saman þrátt fyrir mismunandi skoðanir. Allir eiga skilið tillitssemi og vinsemd, en það eru allt of margir sem dæma í blindni af ástæðulausu – og það finnst mér mjög leiðinlegt. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Ungfrú Ísland Teen þarf að geta tjáð sig um málefni sem skipta máli í samfélaginu. Hún þarf að vera góðhjörtuð, tillitsöm og veita þeim sem líta upp til hennar stuðning, vera góð fyrirmynd og sýna sjálfstraust, jafnvel í gegnum áskoranir. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég sækist eftir titlinum til að veita þeim sem hafa verið í mínum sporum stuðning, innblástur og von sem hvetur þau til að trúa á sig sjálf. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég held að það sé hversu mikið ég hef upplifað ung og reynslan sem ég hef öðlast út frá því. Ég á auðvelt með að tjá mig um það og hef svo ótrúlega mikið fram að færa. En við allar erum einstakar á okkar eigin hátt. Mér finnst við allar eiga skilið kórónu fyrir að vera svona flottar og æðislegar. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Stærsta vandamál minnar kynslóðar sem ég hef tekið eftir er hversu auðvelt fólki finnst að dæma og gera lítið úr öðrum án þess að hugsa eða setja sig í spor þeirra. Þessari kynslóð skortir stundum tillitssemi, vingjarnleika og góðvild, og margir bera óþarfa fordóma og baktal gagnvart fólki sem þau þekkja lítið eða ekkert. Hvernig mætti leysa þetta? Það mætti leysa með því að tala opinberlega um þessi mál og hvetja fólk til að setja sig í spor annarra. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Fólk má eiga sína skoðun í friði, en um leið og það tjáir sig dónalega og reynir að draga þátttakendur niður, þarf það að líta inn á sjálft sig og finna leið til að lyfta sér upp án þess að draga aðra niður. Fordómar byggjast oft á fáfræði og segja meira um þann sem dæmir en þann sem er dæmdur. ÚT frá minni reynslu snýst þetta um sjálfsuppbyggingu og að læra að verða betri útgáfa af sjálfri sér.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ „Ég trúi því að allt reddist ef maður leggur sig fram, gerir sitt besta og treystir því að það skili árangri, sama hver niðurstaðan er,“ segir Regína Lea Ólafsdóttir ungfrú Akranes og nemi. 17. október 2025 08:09 „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ „Mamma mín hefur og mun alltaf vera mín stærsta fyrirmynd. Hún hefur alltaf sett mig fram yfir allt og alla, gert allt sem í hennar valdi stendur til að gleðja mig og hjálpað mér að takast á við ýmis vandamál,“ segir Emilía Sunna Andradóttir ungfrú Garðabær. 15. október 2025 12:54 „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ „Áhugi minn á keppninni kviknaði fyrst árið 2019 þegar Birta Abiba var sigur úr býtum. Að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra fannst mér ótrúlega hvetjandi,“ segir Victoria Líf Pedro ungfrú Geysir. 14. október 2025 21:02 Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
„Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ „Ég trúi því að allt reddist ef maður leggur sig fram, gerir sitt besta og treystir því að það skili árangri, sama hver niðurstaðan er,“ segir Regína Lea Ólafsdóttir ungfrú Akranes og nemi. 17. október 2025 08:09
„Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ „Mamma mín hefur og mun alltaf vera mín stærsta fyrirmynd. Hún hefur alltaf sett mig fram yfir allt og alla, gert allt sem í hennar valdi stendur til að gleðja mig og hjálpað mér að takast á við ýmis vandamál,“ segir Emilía Sunna Andradóttir ungfrú Garðabær. 15. október 2025 12:54
„Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ „Áhugi minn á keppninni kviknaði fyrst árið 2019 þegar Birta Abiba var sigur úr býtum. Að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra fannst mér ótrúlega hvetjandi,“ segir Victoria Líf Pedro ungfrú Geysir. 14. október 2025 21:02