Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 19. október 2025 19:02 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Lesendur geta sent spurningu til hennar í forminu hér fyrir neðan. Getty/Vísir Spurning barst frá 32 ára konu: „Ég fæ reglulega ógeðstilfinningu eftir fullnægingu eins og ég hafi gert eitthvað skítugt eða rangt. Ég hef heyrt aðrar konur lýsa sömu upplifun, oftar en einu sinni. Af hverju getur slíkt stafað og hvernig vinnur maður í því að laga þetta?” Mín kæra, þú ert alls ekki ein. Eftir bæði kynlíf og sjálfsfróun getur fólk upplifað tómleikatilfinningu, skömm, depurð, pirring eða ógeðstilfinningu. Postcoital Dysphoria (PCD) er enska heitið á þessari vanlíðan eftir kynlíf. En af hverju gerist þetta? Þegar við stundum sjálfsfróun eða kynlíf fer allskonar í gang innra með okkur. Dópamín, adrenalín og oxytósín seytist út í blóðið og við fullnægingu seytist út prólaktín, endorfín og serótónín. Fyrir flesta leiðir þetta hormónaflæði til vellíðunar og slökunar. En hjá sumum virðist koma niðursveifla eftir kynlíf. Kynlíf getur verið mjög berskjaldandi Það að vera nakin og stunda kynlíf með annarri manneskju eða manneskjum er mjög berskjaldandi. Á meðan á kynlífi stendur er fókus þinn sennilega á öllu því sem kveikir í þér en eftir kynlíf getum við skyndilega orðið vör við þessa berskjöldun. Það að upplifa skömm eða viðbjóð gæti í raun verið viðbragð við þessu. Ógeðsþröskuldurinn breytist í kynlífi Þegar við erum gröð þá dregur úr ógeðstilfinngunni hjá okkur. Þess vegna getur fólki fundist allskonar spennandi í kynlífi sem því finnst ekkert endilega spennandi þegar þau eru ekki gröð. Jafnvel getur komið upp viðbjóður við það að hugsa um líkamsvessa, blauta kossa eða kynfæri nema rétt á meðan á kynlífi/sjálfsfróun stendur. Umhyggja eftir kynlíf Við erum flest mjög meðvituð um það hversu mikilvægur forleikur er. Að senda heit skilaboð, plana skemmtilegt deit, fara saman út og hafa gaman! En hvað gerið þið eftir kynlíf? Takið þið upp símann? Farið þið strax að gera eitthvað annað? Mörg okkar hafa þörf fyrir kúr, nánd, spjall, samveru eða faðmlag. Það að hlúa vel að okkur eftir kynlíf eða sjálfsfróun getur aukið vellíðan og komið í veg fyrir djúpa niðursveiflu. Geðheilsa og líkamsímynd Hvernig er geðheilsa þín almennt? Ef við erum undir miklu álagi, með áfallasögu eða erum að upplifa kvíða og depurð í daglegu lífi, þá getum við fundið fyrir vanlíðan þegar við stöldrum við. Fyrri áföll geta einnig haft áhrif á líðan í kynlífi eða eftir kynlíf. Sama má segja um líkamsímynd. Ef við erum að takast á við slaka líkamsímynd eða höfum áhyggjur af útliti okkar getur það litað líðan okkar eftir kynlíf. Kynfræðsla og samfélagið Hvernig var sú kynfræðsla sem þú fékkst? Hvað finnst þér um kynlíf og sjálfsfróun? Er í boði fyrir þig að upplifa unað og fá það út úr kynlífi það sem þig langar í? Það er svo margt í okkar menningu sem kennir okkur að kynlíf sé eitthvað sem konur eigi helst ekki að hafa áhuga á. Margar konur fá yfir sig drusluskömm fyrir það eitt að sýna kynlífi áhuga. Ef við fáum ítrekað þessi skilaboð getum við með tímanum farið að tengja saman unað og skömm. Hvað er þá hægt að gera? Þegar þessi líðan kemur næst fram eftir kynlíf skaltu taka eftir henni. Ekki ýta tilfinningunni í burtu heldur hlustaðu á hana. Hvaðan kemur hún? Hvaða skilaboð eru á bakvið hana? Hvað þarf þessi tilfinning? Stundum er gott að skrifa hjá sér og fylgjast aðeins með þessari líðan. Er hún alltaf eins eða getur verið að hún sé breytileg eftir því hvar í tíðarhringnum þú ert stödd? Hvað væri hjálplegt þegar þér líður svona? Hvað þarftu frá maka/bólfélaga eftir kynlíf? Það væri gott að ræða þessa líðan og ákveða saman hvað þið viljið gera eftir kynlífið. Kúra, horfa saman á þátt, spjalla eða bara liggja aðeins saman? Kynlíf á að snúast um unað, vellíðan og tengingu. Stundum kallar þessi mikla berskjöldun líka fram gömul mynstur eða hugsanir sem við þurfum að gefa okkur tíma til að vinna úr. Þetta er ekki merki um að eitthvað sé að þér, heldur tækifæri til að vinna með þína líðan svo þú getir skapað meira rými fyrir unað. Ef spjall við maka/bólfélaga og meiri umhyggja eftir kynlíf hjálpa ekki væri gott að ræða þessa líðan við sálfræðing og þá væri gott að skoða m.a. líðan, fyrri áföll en líka þá kynfræðslu sem þú fékkst eða þau skilaboð sem þú hefur fengið um kynlíf. Gangi þér vel <3 Kynlíf Kynlífið með Aldísi Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Oprah sú valdamesta Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
„Ég fæ reglulega ógeðstilfinningu eftir fullnægingu eins og ég hafi gert eitthvað skítugt eða rangt. Ég hef heyrt aðrar konur lýsa sömu upplifun, oftar en einu sinni. Af hverju getur slíkt stafað og hvernig vinnur maður í því að laga þetta?” Mín kæra, þú ert alls ekki ein. Eftir bæði kynlíf og sjálfsfróun getur fólk upplifað tómleikatilfinningu, skömm, depurð, pirring eða ógeðstilfinningu. Postcoital Dysphoria (PCD) er enska heitið á þessari vanlíðan eftir kynlíf. En af hverju gerist þetta? Þegar við stundum sjálfsfróun eða kynlíf fer allskonar í gang innra með okkur. Dópamín, adrenalín og oxytósín seytist út í blóðið og við fullnægingu seytist út prólaktín, endorfín og serótónín. Fyrir flesta leiðir þetta hormónaflæði til vellíðunar og slökunar. En hjá sumum virðist koma niðursveifla eftir kynlíf. Kynlíf getur verið mjög berskjaldandi Það að vera nakin og stunda kynlíf með annarri manneskju eða manneskjum er mjög berskjaldandi. Á meðan á kynlífi stendur er fókus þinn sennilega á öllu því sem kveikir í þér en eftir kynlíf getum við skyndilega orðið vör við þessa berskjöldun. Það að upplifa skömm eða viðbjóð gæti í raun verið viðbragð við þessu. Ógeðsþröskuldurinn breytist í kynlífi Þegar við erum gröð þá dregur úr ógeðstilfinngunni hjá okkur. Þess vegna getur fólki fundist allskonar spennandi í kynlífi sem því finnst ekkert endilega spennandi þegar þau eru ekki gröð. Jafnvel getur komið upp viðbjóður við það að hugsa um líkamsvessa, blauta kossa eða kynfæri nema rétt á meðan á kynlífi/sjálfsfróun stendur. Umhyggja eftir kynlíf Við erum flest mjög meðvituð um það hversu mikilvægur forleikur er. Að senda heit skilaboð, plana skemmtilegt deit, fara saman út og hafa gaman! En hvað gerið þið eftir kynlíf? Takið þið upp símann? Farið þið strax að gera eitthvað annað? Mörg okkar hafa þörf fyrir kúr, nánd, spjall, samveru eða faðmlag. Það að hlúa vel að okkur eftir kynlíf eða sjálfsfróun getur aukið vellíðan og komið í veg fyrir djúpa niðursveiflu. Geðheilsa og líkamsímynd Hvernig er geðheilsa þín almennt? Ef við erum undir miklu álagi, með áfallasögu eða erum að upplifa kvíða og depurð í daglegu lífi, þá getum við fundið fyrir vanlíðan þegar við stöldrum við. Fyrri áföll geta einnig haft áhrif á líðan í kynlífi eða eftir kynlíf. Sama má segja um líkamsímynd. Ef við erum að takast á við slaka líkamsímynd eða höfum áhyggjur af útliti okkar getur það litað líðan okkar eftir kynlíf. Kynfræðsla og samfélagið Hvernig var sú kynfræðsla sem þú fékkst? Hvað finnst þér um kynlíf og sjálfsfróun? Er í boði fyrir þig að upplifa unað og fá það út úr kynlífi það sem þig langar í? Það er svo margt í okkar menningu sem kennir okkur að kynlíf sé eitthvað sem konur eigi helst ekki að hafa áhuga á. Margar konur fá yfir sig drusluskömm fyrir það eitt að sýna kynlífi áhuga. Ef við fáum ítrekað þessi skilaboð getum við með tímanum farið að tengja saman unað og skömm. Hvað er þá hægt að gera? Þegar þessi líðan kemur næst fram eftir kynlíf skaltu taka eftir henni. Ekki ýta tilfinningunni í burtu heldur hlustaðu á hana. Hvaðan kemur hún? Hvaða skilaboð eru á bakvið hana? Hvað þarf þessi tilfinning? Stundum er gott að skrifa hjá sér og fylgjast aðeins með þessari líðan. Er hún alltaf eins eða getur verið að hún sé breytileg eftir því hvar í tíðarhringnum þú ert stödd? Hvað væri hjálplegt þegar þér líður svona? Hvað þarftu frá maka/bólfélaga eftir kynlíf? Það væri gott að ræða þessa líðan og ákveða saman hvað þið viljið gera eftir kynlífið. Kúra, horfa saman á þátt, spjalla eða bara liggja aðeins saman? Kynlíf á að snúast um unað, vellíðan og tengingu. Stundum kallar þessi mikla berskjöldun líka fram gömul mynstur eða hugsanir sem við þurfum að gefa okkur tíma til að vinna úr. Þetta er ekki merki um að eitthvað sé að þér, heldur tækifæri til að vinna með þína líðan svo þú getir skapað meira rými fyrir unað. Ef spjall við maka/bólfélaga og meiri umhyggja eftir kynlíf hjálpa ekki væri gott að ræða þessa líðan við sálfræðing og þá væri gott að skoða m.a. líðan, fyrri áföll en líka þá kynfræðslu sem þú fékkst eða þau skilaboð sem þú hefur fengið um kynlíf. Gangi þér vel <3
Kynlíf Kynlífið með Aldísi Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Oprah sú valdamesta Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira