Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 19. október 2025 19:02 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Lesendur geta sent spurningu til hennar í forminu hér fyrir neðan. Getty/Vísir Spurning barst frá 32 ára konu: „Ég fæ reglulega ógeðstilfinningu eftir fullnægingu eins og ég hafi gert eitthvað skítugt eða rangt. Ég hef heyrt aðrar konur lýsa sömu upplifun, oftar en einu sinni. Af hverju getur slíkt stafað og hvernig vinnur maður í því að laga þetta?” Mín kæra, þú ert alls ekki ein. Eftir bæði kynlíf og sjálfsfróun getur fólk upplifað tómleikatilfinningu, skömm, depurð, pirring eða ógeðstilfinningu. Postcoital Dysphoria (PCD) er enska heitið á þessari vanlíðan eftir kynlíf. En af hverju gerist þetta? Þegar við stundum sjálfsfróun eða kynlíf fer allskonar í gang innra með okkur. Dópamín, adrenalín og oxytósín seytist út í blóðið og við fullnægingu seytist út prólaktín, endorfín og serótónín. Fyrir flesta leiðir þetta hormónaflæði til vellíðunar og slökunar. En hjá sumum virðist koma niðursveifla eftir kynlíf. Kynlíf getur verið mjög berskjaldandi Það að vera nakin og stunda kynlíf með annarri manneskju eða manneskjum er mjög berskjaldandi. Á meðan á kynlífi stendur er fókus þinn sennilega á öllu því sem kveikir í þér en eftir kynlíf getum við skyndilega orðið vör við þessa berskjöldun. Það að upplifa skömm eða viðbjóð gæti í raun verið viðbragð við þessu. Ógeðsþröskuldurinn breytist í kynlífi Þegar við erum gröð þá dregur úr ógeðstilfinngunni hjá okkur. Þess vegna getur fólki fundist allskonar spennandi í kynlífi sem því finnst ekkert endilega spennandi þegar þau eru ekki gröð. Jafnvel getur komið upp viðbjóður við það að hugsa um líkamsvessa, blauta kossa eða kynfæri nema rétt á meðan á kynlífi/sjálfsfróun stendur. Umhyggja eftir kynlíf Við erum flest mjög meðvituð um það hversu mikilvægur forleikur er. Að senda heit skilaboð, plana skemmtilegt deit, fara saman út og hafa gaman! En hvað gerið þið eftir kynlíf? Takið þið upp símann? Farið þið strax að gera eitthvað annað? Mörg okkar hafa þörf fyrir kúr, nánd, spjall, samveru eða faðmlag. Það að hlúa vel að okkur eftir kynlíf eða sjálfsfróun getur aukið vellíðan og komið í veg fyrir djúpa niðursveiflu. Geðheilsa og líkamsímynd Hvernig er geðheilsa þín almennt? Ef við erum undir miklu álagi, með áfallasögu eða erum að upplifa kvíða og depurð í daglegu lífi, þá getum við fundið fyrir vanlíðan þegar við stöldrum við. Fyrri áföll geta einnig haft áhrif á líðan í kynlífi eða eftir kynlíf. Sama má segja um líkamsímynd. Ef við erum að takast á við slaka líkamsímynd eða höfum áhyggjur af útliti okkar getur það litað líðan okkar eftir kynlíf. Kynfræðsla og samfélagið Hvernig var sú kynfræðsla sem þú fékkst? Hvað finnst þér um kynlíf og sjálfsfróun? Er í boði fyrir þig að upplifa unað og fá það út úr kynlífi það sem þig langar í? Það er svo margt í okkar menningu sem kennir okkur að kynlíf sé eitthvað sem konur eigi helst ekki að hafa áhuga á. Margar konur fá yfir sig drusluskömm fyrir það eitt að sýna kynlífi áhuga. Ef við fáum ítrekað þessi skilaboð getum við með tímanum farið að tengja saman unað og skömm. Hvað er þá hægt að gera? Þegar þessi líðan kemur næst fram eftir kynlíf skaltu taka eftir henni. Ekki ýta tilfinningunni í burtu heldur hlustaðu á hana. Hvaðan kemur hún? Hvaða skilaboð eru á bakvið hana? Hvað þarf þessi tilfinning? Stundum er gott að skrifa hjá sér og fylgjast aðeins með þessari líðan. Er hún alltaf eins eða getur verið að hún sé breytileg eftir því hvar í tíðarhringnum þú ert stödd? Hvað væri hjálplegt þegar þér líður svona? Hvað þarftu frá maka/bólfélaga eftir kynlíf? Það væri gott að ræða þessa líðan og ákveða saman hvað þið viljið gera eftir kynlífið. Kúra, horfa saman á þátt, spjalla eða bara liggja aðeins saman? Kynlíf á að snúast um unað, vellíðan og tengingu. Stundum kallar þessi mikla berskjöldun líka fram gömul mynstur eða hugsanir sem við þurfum að gefa okkur tíma til að vinna úr. Þetta er ekki merki um að eitthvað sé að þér, heldur tækifæri til að vinna með þína líðan svo þú getir skapað meira rými fyrir unað. Ef spjall við maka/bólfélaga og meiri umhyggja eftir kynlíf hjálpa ekki væri gott að ræða þessa líðan við sálfræðing og þá væri gott að skoða m.a. líðan, fyrri áföll en líka þá kynfræðslu sem þú fékkst eða þau skilaboð sem þú hefur fengið um kynlíf. Gangi þér vel <3 Kynlíf Kynlífið með Aldísi Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
„Ég fæ reglulega ógeðstilfinningu eftir fullnægingu eins og ég hafi gert eitthvað skítugt eða rangt. Ég hef heyrt aðrar konur lýsa sömu upplifun, oftar en einu sinni. Af hverju getur slíkt stafað og hvernig vinnur maður í því að laga þetta?” Mín kæra, þú ert alls ekki ein. Eftir bæði kynlíf og sjálfsfróun getur fólk upplifað tómleikatilfinningu, skömm, depurð, pirring eða ógeðstilfinningu. Postcoital Dysphoria (PCD) er enska heitið á þessari vanlíðan eftir kynlíf. En af hverju gerist þetta? Þegar við stundum sjálfsfróun eða kynlíf fer allskonar í gang innra með okkur. Dópamín, adrenalín og oxytósín seytist út í blóðið og við fullnægingu seytist út prólaktín, endorfín og serótónín. Fyrir flesta leiðir þetta hormónaflæði til vellíðunar og slökunar. En hjá sumum virðist koma niðursveifla eftir kynlíf. Kynlíf getur verið mjög berskjaldandi Það að vera nakin og stunda kynlíf með annarri manneskju eða manneskjum er mjög berskjaldandi. Á meðan á kynlífi stendur er fókus þinn sennilega á öllu því sem kveikir í þér en eftir kynlíf getum við skyndilega orðið vör við þessa berskjöldun. Það að upplifa skömm eða viðbjóð gæti í raun verið viðbragð við þessu. Ógeðsþröskuldurinn breytist í kynlífi Þegar við erum gröð þá dregur úr ógeðstilfinngunni hjá okkur. Þess vegna getur fólki fundist allskonar spennandi í kynlífi sem því finnst ekkert endilega spennandi þegar þau eru ekki gröð. Jafnvel getur komið upp viðbjóður við það að hugsa um líkamsvessa, blauta kossa eða kynfæri nema rétt á meðan á kynlífi/sjálfsfróun stendur. Umhyggja eftir kynlíf Við erum flest mjög meðvituð um það hversu mikilvægur forleikur er. Að senda heit skilaboð, plana skemmtilegt deit, fara saman út og hafa gaman! En hvað gerið þið eftir kynlíf? Takið þið upp símann? Farið þið strax að gera eitthvað annað? Mörg okkar hafa þörf fyrir kúr, nánd, spjall, samveru eða faðmlag. Það að hlúa vel að okkur eftir kynlíf eða sjálfsfróun getur aukið vellíðan og komið í veg fyrir djúpa niðursveiflu. Geðheilsa og líkamsímynd Hvernig er geðheilsa þín almennt? Ef við erum undir miklu álagi, með áfallasögu eða erum að upplifa kvíða og depurð í daglegu lífi, þá getum við fundið fyrir vanlíðan þegar við stöldrum við. Fyrri áföll geta einnig haft áhrif á líðan í kynlífi eða eftir kynlíf. Sama má segja um líkamsímynd. Ef við erum að takast á við slaka líkamsímynd eða höfum áhyggjur af útliti okkar getur það litað líðan okkar eftir kynlíf. Kynfræðsla og samfélagið Hvernig var sú kynfræðsla sem þú fékkst? Hvað finnst þér um kynlíf og sjálfsfróun? Er í boði fyrir þig að upplifa unað og fá það út úr kynlífi það sem þig langar í? Það er svo margt í okkar menningu sem kennir okkur að kynlíf sé eitthvað sem konur eigi helst ekki að hafa áhuga á. Margar konur fá yfir sig drusluskömm fyrir það eitt að sýna kynlífi áhuga. Ef við fáum ítrekað þessi skilaboð getum við með tímanum farið að tengja saman unað og skömm. Hvað er þá hægt að gera? Þegar þessi líðan kemur næst fram eftir kynlíf skaltu taka eftir henni. Ekki ýta tilfinningunni í burtu heldur hlustaðu á hana. Hvaðan kemur hún? Hvaða skilaboð eru á bakvið hana? Hvað þarf þessi tilfinning? Stundum er gott að skrifa hjá sér og fylgjast aðeins með þessari líðan. Er hún alltaf eins eða getur verið að hún sé breytileg eftir því hvar í tíðarhringnum þú ert stödd? Hvað væri hjálplegt þegar þér líður svona? Hvað þarftu frá maka/bólfélaga eftir kynlíf? Það væri gott að ræða þessa líðan og ákveða saman hvað þið viljið gera eftir kynlífið. Kúra, horfa saman á þátt, spjalla eða bara liggja aðeins saman? Kynlíf á að snúast um unað, vellíðan og tengingu. Stundum kallar þessi mikla berskjöldun líka fram gömul mynstur eða hugsanir sem við þurfum að gefa okkur tíma til að vinna úr. Þetta er ekki merki um að eitthvað sé að þér, heldur tækifæri til að vinna með þína líðan svo þú getir skapað meira rými fyrir unað. Ef spjall við maka/bólfélaga og meiri umhyggja eftir kynlíf hjálpa ekki væri gott að ræða þessa líðan við sálfræðing og þá væri gott að skoða m.a. líðan, fyrri áföll en líka þá kynfræðslu sem þú fékkst eða þau skilaboð sem þú hefur fengið um kynlíf. Gangi þér vel <3
Kynlíf Kynlífið með Aldísi Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira