Moskítóflugan mætt til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2025 10:01 Kvendýr sem Björn náði mynd af á rauðvínsbandi. Björn Hjaltason Moskítóflugan er komin til landsins. Skordýraáhugamaður í Kjósinni fékk moskítóflugur af báðum kynjum í heimsókn um helgina og búið er að greina tegundina. Segja má að síðasta vígið sé fallið. „Dömur mínar og herrar – má ég kynna ... í fyrsta sinn á Íslandi.. MOSKÍTÓ!“ Þannig tekur Björn Hjaltason skordýraáhugamaður til orða í Facebook-hópnum Skordýr á Íslandi í morgun. Hann rekur heimsókn flugunnar óvinsælu allt frá fimmtudagskvöldinu í síðustu viku. „Í rökkurbyrjun að kvöldi 16. október rak ég augun í ókennilega flugu á rauðvínsbandi. Læddist strax að mér grunur um hvað væri á ferð og var flugunni snarlega safnað. Var það kvendýr,“ segir Björn. Björn útskýrir í samtali við Vísi hvernig hann notar rauðvín blandað saman við sykur til að búa til lög. Hann dýfir böndum í löginn sem skordýr sækja í. „Ég hef verið að stúdera náttfiðrildi. Þau koma í þessi bönd þegar það er komið myrkur. Þetta er bara meðafli með því,“ segir Björn. Dýrin drekka sykurinn á meðan honum gefst tími til að virða þau fyrir sér. Karldýr sem heimsótti Björn í Kjósina.Björn Hjaltason Kvöldið eftir mætti karldýr á rauðvínsbandið og enn kom fluga á laugardagskvöldið, aftur kvendýr. Björn segir að Matthías S. Alfreðsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, hafi þegar greint fluguna. Tegundin er Culiseta annulata. „Já síðasta vígið virðist fallið,“ segir Björn og vísar til þess að Íslendingar hafi til þessa prísað sig sæla og jafnvel montað sig af því að vera laust við fluguna sem er þekkt fyrir stungur sínar. Lúsmýið og bitmýið virðist komið með samkeppni hér á landi. Björn segir sérstakt hvernig komu flugnanna beri til. Hann segist gruna járnblendið á Grundartanga hinum megin við fjörðinn þaðan sem flugurnar sóttu hann heim í Kjósina. „Það eru sex kílómetrar yfir í Grundartangahöfnina. En það er ekkert hægt að fullyrða það. Það er skrýtið að það komi þrjár flugur og fara beint í garðinn hjá mér. Þá hlýtur að hafa komið alveg hellingur,“ segir Björn. Björn Hjaltason er mikill áhugamaður um skordýr. Svo geti líka verið að þær séu bara mættar og séu að klekjast einhvers staðar. Hvort þær lifi af frostið sé óvíst. Þessi tegund sé þó á ferðinni allt árið, leggist í dvala og komi sér fyrir í útihúsum, hellum eða öðrum stöðum og haldi sér lifandi. Þótt frost sé í kortunum ætlar Björn að halda áfram að leggja bönd í rauðvínslög og fylgjast með gangi mála. Sjá hvort fleiri moskítóflugur banki upp á. Skordýr Kjósarhreppur Moskítóflugur Tengdar fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Gísli Már Gíslason, prófessor emiritus í líffræði, segir að lítill munur sé á bitum frá lúsmýi annars vegar og bitmýi hins vegar. Hægt sé að greina bitin út frá því hvar maður er bitinn, því bitmý bíti til dæmis ekki innandyra. Hann segir að ekkert hafi gengið að finna uppeldisstöðvar lúsmýsins á Íslandi. 5. júlí 2025 00:15 Lúsmý um allt land en bitmýið einnig árásargjarnt Lúsmý gerir nú vart við sig í öllum landshlutum eftir að hafa sprottið upp á Suðurlandi í maí í hitabylgju áður en að vorhret setti strik í reikninginn. Þetta segir vatnalíffræðingur og prófessor í dýrafræði sem segir aðeins hægt að flýja vágestinn á útnesjum þar sem vindasamt er. 23. júní 2025 15:42 Vísbendingar um að síðasta vígið sé fallið Lúsmý fer nú að klekjast út en vatnalíffræðingur segir að í ár, tíu árum eftir að flugan gerði fyrst vart við sig á Íslandi, séu vísbendingar um að hún hafi komið sér fyrir um allt land, meðal annars á Vestfjörðum þar sem hennar hefur ekki orðið vart áður. Þá fór lúsmýið fyrr af stað á minnst einum stað í hitabylgjunni í maí. 7. júní 2025 11:31 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Dömur mínar og herrar – má ég kynna ... í fyrsta sinn á Íslandi.. MOSKÍTÓ!“ Þannig tekur Björn Hjaltason skordýraáhugamaður til orða í Facebook-hópnum Skordýr á Íslandi í morgun. Hann rekur heimsókn flugunnar óvinsælu allt frá fimmtudagskvöldinu í síðustu viku. „Í rökkurbyrjun að kvöldi 16. október rak ég augun í ókennilega flugu á rauðvínsbandi. Læddist strax að mér grunur um hvað væri á ferð og var flugunni snarlega safnað. Var það kvendýr,“ segir Björn. Björn útskýrir í samtali við Vísi hvernig hann notar rauðvín blandað saman við sykur til að búa til lög. Hann dýfir böndum í löginn sem skordýr sækja í. „Ég hef verið að stúdera náttfiðrildi. Þau koma í þessi bönd þegar það er komið myrkur. Þetta er bara meðafli með því,“ segir Björn. Dýrin drekka sykurinn á meðan honum gefst tími til að virða þau fyrir sér. Karldýr sem heimsótti Björn í Kjósina.Björn Hjaltason Kvöldið eftir mætti karldýr á rauðvínsbandið og enn kom fluga á laugardagskvöldið, aftur kvendýr. Björn segir að Matthías S. Alfreðsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, hafi þegar greint fluguna. Tegundin er Culiseta annulata. „Já síðasta vígið virðist fallið,“ segir Björn og vísar til þess að Íslendingar hafi til þessa prísað sig sæla og jafnvel montað sig af því að vera laust við fluguna sem er þekkt fyrir stungur sínar. Lúsmýið og bitmýið virðist komið með samkeppni hér á landi. Björn segir sérstakt hvernig komu flugnanna beri til. Hann segist gruna járnblendið á Grundartanga hinum megin við fjörðinn þaðan sem flugurnar sóttu hann heim í Kjósina. „Það eru sex kílómetrar yfir í Grundartangahöfnina. En það er ekkert hægt að fullyrða það. Það er skrýtið að það komi þrjár flugur og fara beint í garðinn hjá mér. Þá hlýtur að hafa komið alveg hellingur,“ segir Björn. Björn Hjaltason er mikill áhugamaður um skordýr. Svo geti líka verið að þær séu bara mættar og séu að klekjast einhvers staðar. Hvort þær lifi af frostið sé óvíst. Þessi tegund sé þó á ferðinni allt árið, leggist í dvala og komi sér fyrir í útihúsum, hellum eða öðrum stöðum og haldi sér lifandi. Þótt frost sé í kortunum ætlar Björn að halda áfram að leggja bönd í rauðvínslög og fylgjast með gangi mála. Sjá hvort fleiri moskítóflugur banki upp á.
Skordýr Kjósarhreppur Moskítóflugur Tengdar fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Gísli Már Gíslason, prófessor emiritus í líffræði, segir að lítill munur sé á bitum frá lúsmýi annars vegar og bitmýi hins vegar. Hægt sé að greina bitin út frá því hvar maður er bitinn, því bitmý bíti til dæmis ekki innandyra. Hann segir að ekkert hafi gengið að finna uppeldisstöðvar lúsmýsins á Íslandi. 5. júlí 2025 00:15 Lúsmý um allt land en bitmýið einnig árásargjarnt Lúsmý gerir nú vart við sig í öllum landshlutum eftir að hafa sprottið upp á Suðurlandi í maí í hitabylgju áður en að vorhret setti strik í reikninginn. Þetta segir vatnalíffræðingur og prófessor í dýrafræði sem segir aðeins hægt að flýja vágestinn á útnesjum þar sem vindasamt er. 23. júní 2025 15:42 Vísbendingar um að síðasta vígið sé fallið Lúsmý fer nú að klekjast út en vatnalíffræðingur segir að í ár, tíu árum eftir að flugan gerði fyrst vart við sig á Íslandi, séu vísbendingar um að hún hafi komið sér fyrir um allt land, meðal annars á Vestfjörðum þar sem hennar hefur ekki orðið vart áður. Þá fór lúsmýið fyrr af stað á minnst einum stað í hitabylgjunni í maí. 7. júní 2025 11:31 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Gísli Már Gíslason, prófessor emiritus í líffræði, segir að lítill munur sé á bitum frá lúsmýi annars vegar og bitmýi hins vegar. Hægt sé að greina bitin út frá því hvar maður er bitinn, því bitmý bíti til dæmis ekki innandyra. Hann segir að ekkert hafi gengið að finna uppeldisstöðvar lúsmýsins á Íslandi. 5. júlí 2025 00:15
Lúsmý um allt land en bitmýið einnig árásargjarnt Lúsmý gerir nú vart við sig í öllum landshlutum eftir að hafa sprottið upp á Suðurlandi í maí í hitabylgju áður en að vorhret setti strik í reikninginn. Þetta segir vatnalíffræðingur og prófessor í dýrafræði sem segir aðeins hægt að flýja vágestinn á útnesjum þar sem vindasamt er. 23. júní 2025 15:42
Vísbendingar um að síðasta vígið sé fallið Lúsmý fer nú að klekjast út en vatnalíffræðingur segir að í ár, tíu árum eftir að flugan gerði fyrst vart við sig á Íslandi, séu vísbendingar um að hún hafi komið sér fyrir um allt land, meðal annars á Vestfjörðum þar sem hennar hefur ekki orðið vart áður. Þá fór lúsmýið fyrr af stað á minnst einum stað í hitabylgjunni í maí. 7. júní 2025 11:31