Lífið

Óttast að hann sé fyrsta fórnar­lamb flugunnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sigmundur Davíð segir farir sínar ekki sléttar eftir að hafa lent í flugu sem honum þótti heldur lík moskítóflugum, sem nú hafa numið land hér á landi.
Sigmundur Davíð segir farir sínar ekki sléttar eftir að hafa lent í flugu sem honum þótti heldur lík moskítóflugum, sem nú hafa numið land hér á landi. Vísir/Vilhelm

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er ekki par sáttur við þær fréttir að moskítóflugur séu komnar til landsins. Hann óttast að hafa verið sá fyrsti sem varð flugunum að bráð hér á landi.

Greint var frá komu moskítóflugnanna í morgun, eftir að prófessor emeritus í líffræði fann moskítóflugur á rauðvínsbandi í Kjós. Greining hjá Náttúrurfræðistofnun Íslands hafi leitt í ljós að um væri að ræða Culiseta annulata, ákveðna tegund moskítóflugna. Þar með væri síðasta vígið fallið, þar sem flugurnar væri að finna alls staðar í heiminum nema hér á landi.

Sænskar moskítóflugur léku Sigmund grátt

Sigmundur segir í Facebook-færslu að um sé að ræða agaleg tíðindi. 

„Enn eitt af því sem gerði Ísland svo gott að breytast til hins verra,“ skrifar Sigmundur, sem kveðst hafa óbeit á flugunum. Því miður fyrir hann sé það ekki gagnkvæmt, þar sem þær laðist mjög að honum.

„Í fyrra var ég ógöngufær um tíma og komst ekki í skó eftir kvöldstund með sænskum moskítóflugum (þær stungu léttilega í gegnum sokka og buxur).“

Ögrunargjörn fluga líktist moskító

Sigmundi hafi því ekki verið skemmt þegar hann var að taka á sig náðir síðastliðið föstudagskvöld, og verið áreittur af flugu sem hafi sest þrívegis fyrir framan hann til að ögra honum. Hann hafi ekki náð henni, en haft orð á að flugan ögrunargjarna líktist mjög moskítóflugu. Daginn eftir hafi hann vaknað með fimm bit á sama bletti.

„Það sannast ekki úr þessu en það væri óskemmtileg kaldhæðni örlaganna ef ég reyndist fyrsti maðurinn til að vera stunginn af moskítóflugu á Íslandi,“ skrifar Sigmundur að lokum. 


Tengdar fréttir

Tegundin sé líklega komin til að vera

Moskítóflugan sem fannst í Kjós um helgina er af tegund sem er algeng og útbreidd um alla Evrópu og þrífst vel í köldu loftslagi. Líklegt er að tegundin sé komin til að vera en Náttúrufræðistofnun fylgist með. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.