Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. október 2025 19:25 Monika Hjálmtýsdóttir formaður Félags fasteignasala. Vísir/Lýður Valberg Mikil óvissa á húsnæðismarkaði hefur veruleg áhrif á kaupendur sem hafa þegar fengið samþykkt greiðslumat. Fasteignasalar óttast afleiðingar þess að fjársterkir kaupendur sitji einir að markaðnum. Stjórnendur Íslandsbanka tilkynntu í dag að ákveðið hefði verið að gera hlé á veitingu verðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum til einstaklinga. Fetaði bankinn þar með í spor hinna viðskiptabankanna tveggja auk þriggja lífeyrissjóða sem allir hafa gert hlé á lánveitingunum í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Sagði fjármálaráðherra í hádegisfréttum í dag að nú sé til skoðunar hvernig búa megi til viðmið fyrir vexti slíkra lána. Erfitt að starfa í þessari óvissu Monika Hjálmtýsdóttir formaður félags fasteignasala segir erfitt að starfa í slíkri óvissu. „Þeir sem eru að fá í dag samþykkt kauptilboð og ætla að fara að sækja um lán í dag, þá er í raun og veru allt stopp, sem er mjög neikvætt.“ Meirihluti lántakenda velji verðtryggð lán vegna núverandi verðbólguástands og staðan nú bitni því á flestum kaupendum. „Og verðtryggðu lánin eru auðvitað mjög mikilvæg á íslenskum fasteignamarkaði, miðað við það umhverfi sem við búum í, þó svo við myndum örugglega flest kjósa það að þau væru ekki til, en ef þau myndu hverfa af markaðnum núna þá yrði stór hluti af kaupendum þarna úti sem hreinlega gætu ekki keypt sér fasteign.“ Núverandi ástand megi ekki vara lengi Fasteignamarkaðurinn megi ekki við því að núverandi ástand vari lengi, fjársterkari aðilar sitji nú einir að markaðnum. „Ég myndi segja að það væri ein til tvær vikur sem þetta mætti alls ekki taka lengri tíma en það þar til þetta færi að hafa veruleg áhrif. Þetta myndi líka bara skapa ákveðinn ójöfnuð út á markaðnum, því meðan þetta ástand varir og það er ákveðinn hópur þarna úti sem getur hreinlega ekki keypt fasteignir þá eru aðrir sem hafa kost á því og standa þá bara einir að því sem í boði er.“ Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Stjórnendur Íslandsbanka tilkynntu í dag að ákveðið hefði verið að gera hlé á veitingu verðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum til einstaklinga. Fetaði bankinn þar með í spor hinna viðskiptabankanna tveggja auk þriggja lífeyrissjóða sem allir hafa gert hlé á lánveitingunum í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Sagði fjármálaráðherra í hádegisfréttum í dag að nú sé til skoðunar hvernig búa megi til viðmið fyrir vexti slíkra lána. Erfitt að starfa í þessari óvissu Monika Hjálmtýsdóttir formaður félags fasteignasala segir erfitt að starfa í slíkri óvissu. „Þeir sem eru að fá í dag samþykkt kauptilboð og ætla að fara að sækja um lán í dag, þá er í raun og veru allt stopp, sem er mjög neikvætt.“ Meirihluti lántakenda velji verðtryggð lán vegna núverandi verðbólguástands og staðan nú bitni því á flestum kaupendum. „Og verðtryggðu lánin eru auðvitað mjög mikilvæg á íslenskum fasteignamarkaði, miðað við það umhverfi sem við búum í, þó svo við myndum örugglega flest kjósa það að þau væru ekki til, en ef þau myndu hverfa af markaðnum núna þá yrði stór hluti af kaupendum þarna úti sem hreinlega gætu ekki keypt sér fasteign.“ Núverandi ástand megi ekki vara lengi Fasteignamarkaðurinn megi ekki við því að núverandi ástand vari lengi, fjársterkari aðilar sitji nú einir að markaðnum. „Ég myndi segja að það væri ein til tvær vikur sem þetta mætti alls ekki taka lengri tíma en það þar til þetta færi að hafa veruleg áhrif. Þetta myndi líka bara skapa ákveðinn ójöfnuð út á markaðnum, því meðan þetta ástand varir og það er ákveðinn hópur þarna úti sem getur hreinlega ekki keypt fasteignir þá eru aðrir sem hafa kost á því og standa þá bara einir að því sem í boði er.“
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira