Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. október 2025 06:39 Leigan er dýrust í Vesturbæ og miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Einar Um 58 prósent fasteignasala telja fasteignamarkaðinn nú kaupendamarkað og 22 prósent telja markaðinn „mikinn kaupendamarkað“. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Íbúðum á sölu fjölgar enn samkvæmt skýrslunni en í upphafi októbermánaðar voru 5.233 íbúðir til sölu á landinu öllu, þar af 2.134 nýjar íbúðir. Um 3.200 íbúðir voru til sölu á höfuðborgarsvæðinu, um 1.100 íbúðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og rúmlega 900 annars staðar á landsbyggðinni. Þinglýstir kaupsamningar voru 930 í ágúst en yfir þúsund í maí, júní og júlí. Veltan á fasteignamarkaði nam rúmlega 72 milljörðum króna og meðalvelta á kaupsamning 77 milljónum króna. Samkvæmt skýrslunni er það varlegt mat HMS að á bilinu 10.500 til 16.400 íbúðir á landinu hafi ekki verið nýttar til varanlegrar búsetu í október. Það samsvarar á bilinu sex til tíu prósentum af öllum fullbúnum íbúðum. „Flestar íbúðir í þéttbýli sem ekki eru nýttar til varanlegrar búsetu eru staðsettar í Reykjavík, eða á bilinu 2.815 – 4.790 íbúðir sem samsvarar um 5-8% allra fullbúinna íbúða í þéttbýli Reykjavíkurborgar. Þá eru á bilinu 898 – 1.027 (10-11%) vannýttar íbúðir á Akureyri og á bilinu 676-1.084 (4-7%) í Kópavogi. Í Garðabæ eru á bilinu 362-442 íbúðir sem ekki eru nýttar til varanlegrar búsetu, eða um 5-6% allra fullbúinna íbúða, og í Hafnarfirði eru þær á bilinu 353-783 (3-8%). Í Mosfellsbæ eru færri íbúðir vannýttar í þéttbýli, eða á bilinu 65-213 sem samsvarar um 1-5% allra fullbúinna íbúða í sveitarfélaginu,“ segir í skýrslunni. Á landsbyggðinni eru flestar vannýttar íbúðir í Árborg, Fjallabyggð og Vestmannaeyjabæ. Gildum leigusamningum fjölgaði um 1.186 í september en vísitala leiguverðs stóð í stað milli mánaða. Markaðsleiga hefur hækkað hraðar en önnur leiga og þá eru fermetrarnir dýrastir í Vesturbæ og miðbæ Reykjavíkur. Hér má finna skýrslu HMS. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Mikil óvissa á húsnæðismarkaði hefur veruleg áhrif á kaupendur sem hafa þegar fengið samþykkt greiðslumat. Fasteignasalar óttast afleiðingar þess að fjársterkir kaupendur sitji einir að markaðnum. 21. október 2025 19:25 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Íbúðum á sölu fjölgar enn samkvæmt skýrslunni en í upphafi októbermánaðar voru 5.233 íbúðir til sölu á landinu öllu, þar af 2.134 nýjar íbúðir. Um 3.200 íbúðir voru til sölu á höfuðborgarsvæðinu, um 1.100 íbúðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og rúmlega 900 annars staðar á landsbyggðinni. Þinglýstir kaupsamningar voru 930 í ágúst en yfir þúsund í maí, júní og júlí. Veltan á fasteignamarkaði nam rúmlega 72 milljörðum króna og meðalvelta á kaupsamning 77 milljónum króna. Samkvæmt skýrslunni er það varlegt mat HMS að á bilinu 10.500 til 16.400 íbúðir á landinu hafi ekki verið nýttar til varanlegrar búsetu í október. Það samsvarar á bilinu sex til tíu prósentum af öllum fullbúnum íbúðum. „Flestar íbúðir í þéttbýli sem ekki eru nýttar til varanlegrar búsetu eru staðsettar í Reykjavík, eða á bilinu 2.815 – 4.790 íbúðir sem samsvarar um 5-8% allra fullbúinna íbúða í þéttbýli Reykjavíkurborgar. Þá eru á bilinu 898 – 1.027 (10-11%) vannýttar íbúðir á Akureyri og á bilinu 676-1.084 (4-7%) í Kópavogi. Í Garðabæ eru á bilinu 362-442 íbúðir sem ekki eru nýttar til varanlegrar búsetu, eða um 5-6% allra fullbúinna íbúða, og í Hafnarfirði eru þær á bilinu 353-783 (3-8%). Í Mosfellsbæ eru færri íbúðir vannýttar í þéttbýli, eða á bilinu 65-213 sem samsvarar um 1-5% allra fullbúinna íbúða í sveitarfélaginu,“ segir í skýrslunni. Á landsbyggðinni eru flestar vannýttar íbúðir í Árborg, Fjallabyggð og Vestmannaeyjabæ. Gildum leigusamningum fjölgaði um 1.186 í september en vísitala leiguverðs stóð í stað milli mánaða. Markaðsleiga hefur hækkað hraðar en önnur leiga og þá eru fermetrarnir dýrastir í Vesturbæ og miðbæ Reykjavíkur. Hér má finna skýrslu HMS.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Mikil óvissa á húsnæðismarkaði hefur veruleg áhrif á kaupendur sem hafa þegar fengið samþykkt greiðslumat. Fasteignasalar óttast afleiðingar þess að fjársterkir kaupendur sitji einir að markaðnum. 21. október 2025 19:25 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Sjá meira
Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Mikil óvissa á húsnæðismarkaði hefur veruleg áhrif á kaupendur sem hafa þegar fengið samþykkt greiðslumat. Fasteignasalar óttast afleiðingar þess að fjársterkir kaupendur sitji einir að markaðnum. 21. október 2025 19:25