Innlent

Á­hyggjur af lánaframboði og ógnarlangar bið­raðir

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hefur fylgt í fótspor Landsbankans og takmarkað lánaframboð. Lánastofnanir hafa haldið að sér höndum vegna nýlegs dóms Hæstaréttar. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands fara yfir stöðuna í myndveri.

Skelfilegt ástand er sagt hafa ríkt hjá Ríkisendurskoðun undanfarin misseri. Ríkisendurskoðandi er sakaður um einelti en hann harmar að málið hafi ratað í fjölmiðla. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum.

Ógnarlangar biðraðir mynduðust við dekkjaverkstæði í morgun vegna ofankomuspár. Einhverjir þurftu að bíða í allt að þrjár klukkustundir. Við tókum nokkra tali í biðröðinni í dag. Og við fjöllum um áhyggjur næringarfræðinga af ofneyslu ungbarna á maukskvísum, sem sagðar eru hálfgerðir þroskaþjófar.

Það reynir á nýtt undirlag Laugardalsvallar ef veðurspár rætast. Ísland mætir Norður-Írlandi í Þjóðadeild kvenna á vellinum á morgun. Vallarstjóri kveðst við öllu búinn. Í Íslandi í dag kynnum við okkur appið Heima, sem er sagt lausnin við endalausum kýtingi um skiptingu heimilisverkanna.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Vísis og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×