Íslensk framleiðsla sem endist 29. október 2025 13:27 Hilmar Arnfjörð Sigurðsson framkvæmdastjóri Borgarplasts. Borgarplast er Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Borgarplast hefur verið eitt traustasta framleiðslufyrirtæki landsins undanfarna áratugi. Nýlega bætti fyrirtækið rós í hnappagatið þegar það hlaut vottunina Framúrskarandi fyrirtæki. Frumkvöðlastarf í hálfa öld Saga Borgarplasts hófst árið 1971 í Borgarnesi þegar Guðni Þórðarson stofnaði fyrirtækið. Guðni var frumkvöðull á sínu sviði og þróaði meðal annars hverfissteypt fiskikör, rotþrær, tanka og frauðplastvörur sem síðar urðu lykilvara í sjávarútvegi. Fyrirtækið flutti síðar starfsemi sína á Seltjarnarnes en er núna með starfsemi sína í Mosfellsbæ, þar sem það hefur verið starfrækt síðan 2008. Fyrir tveimur árum eignaðist Umbúðamiðlun Borgarplast og Hilmar A. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Umbúðamiðlunar tók við stjórnartaumum Borgarplasts. „Umbúðamiðlun hefur verið stærsti viðskiptavinur Borgarplasts árum saman og á ákveðnum tímapunkti þótti okkur eðlilegt að skoða hvort ekki væri skynsamlegt að sameina kraftana. Eftir farsælar viðræður varð úr að Umbúðamiðlun keypti Borgarplast og í dag byggjum við starfseminni á sterkum grunni vöruþróunar og gæða,“ segir Hilmar. Íslensk gæði fyrir íslenskar aðstæður Helstu vörur Borgarplasts eru hannaðar fyrir íslenskt umhverfi og aðstæður. Meira en helmingur framleiðslunnar er fyrir sjávarútveginn. Fyrirtækið framleiðir einnig fjölbreytt úrval fráveitulausna þar á meðal rotþrær, olíuskiljur, brunna, vegatálma, saltkistur og heita potta. Við kurlum plastið niður og notum það aftur sem hráefni í nýjar vörur. Borgarplast hendir engu. „Við viljum vera í fararbroddi í þróun og framleiðslu fráveituvara á innlendum markaði, ekki síst í sumarhúsageiranum,“ segir Hilmar. Hann leggur áherslu á að íslensk framleiðsla skipti miklu máli. „Þannig getum við tryggt gæði, sveigjanleika og hraða í framleiðslu sem gerir okkur kleift að mæta þörfum viðskiptavina á skilvirkan hátt.“ Endurnýting í forgrunni Borgarplast hefur lengi lagt áherslu á umhverfisvitund og í verksmiðjunni í Mosfellsbæ er til að mynda allur plastafskurður endurnýttur. „Við höfum síðustu ár lagt áherslu á endurvinnslu á því sem fellur til í framleiðslunni. Við kurlum plastið niður og notum það aftur sem hráefni í nýjar vörur. Borgarplast hendir engu,“ útskýrir Hilmar. Þá er fyrirtækið einnig að taka stórt skref í orkuskiptum. „Við erum að skipta út jarðefnaeldsneytisvélum fyrir rafknúnar vélar og eigum von á nýrri vél í nóvember. Hún fer í gang á nýju ári og það verður stór áfangi hjá okkur.“ Hann bendir einnig á að allar vörur Borgarplasts séu framleiddar með langan líftíma í huga og séu þannig umhverfisvænn kostur. „Fólk tengir plast oft við neikvæð umhverfisáhrif, en vörurnar okkar eru ekki einnota heldur hágæða vörur sem endast í áratugi. Fiskiker sem við framleiddum á tíunda áratugnum eru t.d. enn í notkun. Við höfum verið leiðandi í þessum bransa og ætlum áfram að standa fyrir gæði og þar með ábyrgð gagnvart umhverfinu.“ Mannauður og góð vinnustaðamenning skipta máli „Í dag starfa 17 manns hjá Borgarplasti. Við erum lánsöm með mannauðinn okkar og hjá okkur er lítil starfsmannavelta. Það segir sitt um hversu gott er að vinna hjá Borgarplasti,“ segir Hilmar. „Við erum lítið og skilvirkt teymi, þekkjum hvert annað vel og boðleiðirnar eru stuttar. Hér er gott andrúmsloft og við leggjum mikla áherslu á að starfsfólki líði vel. Það skilar sér beint í gæðum, vöruþróun og þjónustu við viðskiptavini. Við erum stolt af því að vera íslenskt framleiðslufyrirtæki sem byggir á samvinnu, gæðum og trausti. Sjávarútvegurinn er sterkasta stoðin í okkar samfélagi og er einn af lykil þáttum í að halda atvinnulífinu gangandi. Þetta veitir stöðugleika,“ segir Hilmar. Framúrskarandi fyrirtæki merki um heilbrigðan rekstur Borgarplast er meðal þeirra fyrirtækja sem hljóta vottunina Framúrskarandi fyrirtæki frá Creditinfo í ár og það á fyrsta heila rekstrarári nýrra eigenda. Hilmar segir það staðfestingu um heilbrigðan rekstur, ábyrga stjórnunarhætti og mikinn metnað í íslenskri framleiðslu. „Við erum einstakega ánægð með þetta og staðfestir að við erum á réttri vegferð. Þær breytingar og ákvarðanir sem við höfum gert frá því að við tókum við rekstrinum hafa eflt fyrirtækið og aukið umsvif þess,“ segir Hilmar. Hann bendir á að vottunin sé ekki aðeins viðurkenning heldur einnig mikilvæg skilaboð til viðskiptavina og samstarfsaðila. „Þetta er vottun um gæði og traust. Þegar fyrirtæki er á þessum lista þá veistu að það stendur traustum fótum og viðhefur góða stjórnunarhætti. Við munum klárlega nýta þetta til að styrkja vörumerkið og sýna að við erum áreiðanlegur aðili. Umbúðamiðlun, móðurfélagið, hefur verið á lista Framúrskarandi fyrirtækja frá 2012, nánast öll árin síðan hann var fyrst birtur. Markmiðið er að Borgarplast verði á listanum til frambúðar,“ segir Hilmar. Sjávarútvegurinn er hjarta rekstrarins Sterk tenging Borgarplasts við sjávarútveginn hefur verið grunnstoð í rekstrinum og segir Hilmar það skipta sköpum að viðskiptavinurinn sé traustur aðili. „Við störfum í greinum sem standa vel. Sjávarútvegurinn er sterkasta stoðin í okkar samfélagi og er einn af lykil þáttum í að halda atvinnulífinu gangandi. Þetta veitir stöðugleika,“ segir Hilmar. Spurður hvort frekari breytingar á rekstrinum séu í farvatninu eða meiri vöxtur hjá Borgarplasti segir hann: „Vöxtur er vissulega jákvæður, en hann er ekki markmið í sjálfum sér. Við höfum lagt kapp á að bæta tækjakost og innviði, tryggja góð gæði og hlúa vel að starfsfólkinu okkar. Þetta hefur eflt fyrirtækið og sjáum við fram á svigrúm til enn frekari vaxtar til framtíðar.“ Þessi grein er unnin í samstarfi við Borgarplast. Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensk framleiðsla sem endist Sjá meira
Frumkvöðlastarf í hálfa öld Saga Borgarplasts hófst árið 1971 í Borgarnesi þegar Guðni Þórðarson stofnaði fyrirtækið. Guðni var frumkvöðull á sínu sviði og þróaði meðal annars hverfissteypt fiskikör, rotþrær, tanka og frauðplastvörur sem síðar urðu lykilvara í sjávarútvegi. Fyrirtækið flutti síðar starfsemi sína á Seltjarnarnes en er núna með starfsemi sína í Mosfellsbæ, þar sem það hefur verið starfrækt síðan 2008. Fyrir tveimur árum eignaðist Umbúðamiðlun Borgarplast og Hilmar A. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Umbúðamiðlunar tók við stjórnartaumum Borgarplasts. „Umbúðamiðlun hefur verið stærsti viðskiptavinur Borgarplasts árum saman og á ákveðnum tímapunkti þótti okkur eðlilegt að skoða hvort ekki væri skynsamlegt að sameina kraftana. Eftir farsælar viðræður varð úr að Umbúðamiðlun keypti Borgarplast og í dag byggjum við starfseminni á sterkum grunni vöruþróunar og gæða,“ segir Hilmar. Íslensk gæði fyrir íslenskar aðstæður Helstu vörur Borgarplasts eru hannaðar fyrir íslenskt umhverfi og aðstæður. Meira en helmingur framleiðslunnar er fyrir sjávarútveginn. Fyrirtækið framleiðir einnig fjölbreytt úrval fráveitulausna þar á meðal rotþrær, olíuskiljur, brunna, vegatálma, saltkistur og heita potta. Við kurlum plastið niður og notum það aftur sem hráefni í nýjar vörur. Borgarplast hendir engu. „Við viljum vera í fararbroddi í þróun og framleiðslu fráveituvara á innlendum markaði, ekki síst í sumarhúsageiranum,“ segir Hilmar. Hann leggur áherslu á að íslensk framleiðsla skipti miklu máli. „Þannig getum við tryggt gæði, sveigjanleika og hraða í framleiðslu sem gerir okkur kleift að mæta þörfum viðskiptavina á skilvirkan hátt.“ Endurnýting í forgrunni Borgarplast hefur lengi lagt áherslu á umhverfisvitund og í verksmiðjunni í Mosfellsbæ er til að mynda allur plastafskurður endurnýttur. „Við höfum síðustu ár lagt áherslu á endurvinnslu á því sem fellur til í framleiðslunni. Við kurlum plastið niður og notum það aftur sem hráefni í nýjar vörur. Borgarplast hendir engu,“ útskýrir Hilmar. Þá er fyrirtækið einnig að taka stórt skref í orkuskiptum. „Við erum að skipta út jarðefnaeldsneytisvélum fyrir rafknúnar vélar og eigum von á nýrri vél í nóvember. Hún fer í gang á nýju ári og það verður stór áfangi hjá okkur.“ Hann bendir einnig á að allar vörur Borgarplasts séu framleiddar með langan líftíma í huga og séu þannig umhverfisvænn kostur. „Fólk tengir plast oft við neikvæð umhverfisáhrif, en vörurnar okkar eru ekki einnota heldur hágæða vörur sem endast í áratugi. Fiskiker sem við framleiddum á tíunda áratugnum eru t.d. enn í notkun. Við höfum verið leiðandi í þessum bransa og ætlum áfram að standa fyrir gæði og þar með ábyrgð gagnvart umhverfinu.“ Mannauður og góð vinnustaðamenning skipta máli „Í dag starfa 17 manns hjá Borgarplasti. Við erum lánsöm með mannauðinn okkar og hjá okkur er lítil starfsmannavelta. Það segir sitt um hversu gott er að vinna hjá Borgarplasti,“ segir Hilmar. „Við erum lítið og skilvirkt teymi, þekkjum hvert annað vel og boðleiðirnar eru stuttar. Hér er gott andrúmsloft og við leggjum mikla áherslu á að starfsfólki líði vel. Það skilar sér beint í gæðum, vöruþróun og þjónustu við viðskiptavini. Við erum stolt af því að vera íslenskt framleiðslufyrirtæki sem byggir á samvinnu, gæðum og trausti. Sjávarútvegurinn er sterkasta stoðin í okkar samfélagi og er einn af lykil þáttum í að halda atvinnulífinu gangandi. Þetta veitir stöðugleika,“ segir Hilmar. Framúrskarandi fyrirtæki merki um heilbrigðan rekstur Borgarplast er meðal þeirra fyrirtækja sem hljóta vottunina Framúrskarandi fyrirtæki frá Creditinfo í ár og það á fyrsta heila rekstrarári nýrra eigenda. Hilmar segir það staðfestingu um heilbrigðan rekstur, ábyrga stjórnunarhætti og mikinn metnað í íslenskri framleiðslu. „Við erum einstakega ánægð með þetta og staðfestir að við erum á réttri vegferð. Þær breytingar og ákvarðanir sem við höfum gert frá því að við tókum við rekstrinum hafa eflt fyrirtækið og aukið umsvif þess,“ segir Hilmar. Hann bendir á að vottunin sé ekki aðeins viðurkenning heldur einnig mikilvæg skilaboð til viðskiptavina og samstarfsaðila. „Þetta er vottun um gæði og traust. Þegar fyrirtæki er á þessum lista þá veistu að það stendur traustum fótum og viðhefur góða stjórnunarhætti. Við munum klárlega nýta þetta til að styrkja vörumerkið og sýna að við erum áreiðanlegur aðili. Umbúðamiðlun, móðurfélagið, hefur verið á lista Framúrskarandi fyrirtækja frá 2012, nánast öll árin síðan hann var fyrst birtur. Markmiðið er að Borgarplast verði á listanum til frambúðar,“ segir Hilmar. Sjávarútvegurinn er hjarta rekstrarins Sterk tenging Borgarplasts við sjávarútveginn hefur verið grunnstoð í rekstrinum og segir Hilmar það skipta sköpum að viðskiptavinurinn sé traustur aðili. „Við störfum í greinum sem standa vel. Sjávarútvegurinn er sterkasta stoðin í okkar samfélagi og er einn af lykil þáttum í að halda atvinnulífinu gangandi. Þetta veitir stöðugleika,“ segir Hilmar. Spurður hvort frekari breytingar á rekstrinum séu í farvatninu eða meiri vöxtur hjá Borgarplasti segir hann: „Vöxtur er vissulega jákvæður, en hann er ekki markmið í sjálfum sér. Við höfum lagt kapp á að bæta tækjakost og innviði, tryggja góð gæði og hlúa vel að starfsfólkinu okkar. Þetta hefur eflt fyrirtækið og sjáum við fram á svigrúm til enn frekari vaxtar til framtíðar.“ Þessi grein er unnin í samstarfi við Borgarplast.
Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensk framleiðsla sem endist Sjá meira