Innlent

Að­gerðir í hús­næðis­málum og þung stemning hjá ríkis­lög­reglu­stjóra

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Ríkisstjórnin ætlar að byggja fjögur þúsund íbúðir í Úlfarsárdal, spýta í hlutdeildarlán og gera róttækar byggingar á byggingarreglugerð. Þetta er meðal þess sem kynnt var í nýjum húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar síðdegis.

Fjallað verður um pakkann og rætt við forsætisráðherra í kvöldfréttum. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, bregst við í beinni útsendingu. 

Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra vegna fjárútláta embættisins til ráðgjafafyrirtækisins Intru snemma í morgun. Engin niðurstaða hlaust á fundinum en ráðuneytið hefur haft fjárútlát embættisins til skoðunar síðan í sumar. 

Íbúar á Gasa syrgja mjög eftir að meira en hundrað voru drepin í árásum Ísraelsmanna í nótt og í gær. Ísraelsstjórn segir friðarsamkomulagið aftur hafa tekið gildi. Við fjöllum um ódæðisverk vígasveita RSF í Súdan, þar sem blóðug borgarastyrjöld hefur geisað í mörg ár. Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins mætir í myndver og fer yfir þessi mál. 

Í íþróttapakkanum heyrum við í Lárusi Orra Sigurðssyni þjálfara ÍA í knattspyrnu en fjölskylda hans þurfti að færa miklar fórnir svo hann gæti tekið við liðinu á miðju sumri. 

Og í Íslandi í dag hittum við á þá Fannar Sveinsson, Benedikt Valsson og Sverri Þór Sverrisson, sem eru að fara af stað með skemmtiþáttinn Gott kvöld í nóvember.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×