Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. október 2025 12:25 Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur. vísir/Lýður Aukin jaðarsetning innflytjenda getur haft áhrif á afbrotahegðun þeirra segir afbrotafræðingur. Ungir innflytjendur hérlendis upplifi almennt minni jaðarsetningu heldur en í öðrum höfuðborgum á Norðurlöndunum. Í nýrri rannsókn Margrétar Valdimarsdóttur afbrotafræðings kemur fram að innflytjendur á Íslandi á aldrinum þrettán til sautján ára upplifi minni jaðarsetningu heldur en ungmenni í höfuðborgum Svíþjóðar og Finnlands. Rannsókn hennar sýnir fram á að aukin jaðarsetning ungmennanna getur haft áhrif á hvort þau brjóti af sér síðar meir. „Eins og er nokkuð vel þekkt hefur umræða um innflytjendur aukist töluvert á síðustu árum og líkt og víða annars staðar snýst umræðan hér á landi að hluta til um ógn við öryggi landsmanna sem einn fylgisfisk fjölmenningar, að með auknum fjölda innflytjenda muni afbrotum og ofbeldi fjölga, “ segir Margrét. Hún hyggst kynna niðurstöður rannsóknarinnar á ráðstefnunni Þjóðarspegillinn á morgun. Engar rannsóknir hafa verið framkvæmdar hérlendis um hvort tengsl séu til staðar á milli fjölda innflytjenda og afbrota. Margrét segir slík tengsl vera háð samfélagslegu samhengi, til að mynda innflytjendastöðu. „Mínar niðurstöður eru meðal annars að það er mjög mismunandi hvort að ungt fólk upplifi jaðarsetningu á milli þessara þriggja landa-borga, hún er mest í Stokkhólmi eins og ég átti von á. En minnst á Íslandi og hérna og hvað varðar afbrot og ofbeldi að þá hefur jaðarsetning áhrif á það.“ „Þegar ég er að skoða stóran hóp af þrettán til sautján ára ungmennum og er að gera þetta í samstarfi við afbrotafræðinga á öðrum Norðurlöndum þá er enginn munur eftir innflytjendastöðu hjá þessum hópi þegar við erum að skoða hvort að ungmennin hafi brotið af sér eða beitt ofbeldi á síðustu tólf mánuðum. En ég er að sjá mun á mörgum öðrum þáttum eins og til dæmis hvort að þau séu jaðarsett í samfélaginu og svo framvegis. Ég set þetta svona í samhengi og fer yfir þessar niðurstöður á Þjóðarspeglinum á morgun,“ segir Margrét. Innflytjendur á Íslandi séu samt auðvitað afskaplega fjölbreyttur hópur. „Af því að það er auðvitað mjög mikilvægt að þessar upplýsingar komi fram í umræðuna því að það er stundum talað um þetta eins og þetta sé frekar einfalt, annaðhvort stafi okkur einhver sérstök ógn af innflytjendum af því að þeir séu líklegri til að brjóta af sér eða ekki.“ Innflytjendamál Vísindi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Í nýrri rannsókn Margrétar Valdimarsdóttur afbrotafræðings kemur fram að innflytjendur á Íslandi á aldrinum þrettán til sautján ára upplifi minni jaðarsetningu heldur en ungmenni í höfuðborgum Svíþjóðar og Finnlands. Rannsókn hennar sýnir fram á að aukin jaðarsetning ungmennanna getur haft áhrif á hvort þau brjóti af sér síðar meir. „Eins og er nokkuð vel þekkt hefur umræða um innflytjendur aukist töluvert á síðustu árum og líkt og víða annars staðar snýst umræðan hér á landi að hluta til um ógn við öryggi landsmanna sem einn fylgisfisk fjölmenningar, að með auknum fjölda innflytjenda muni afbrotum og ofbeldi fjölga, “ segir Margrét. Hún hyggst kynna niðurstöður rannsóknarinnar á ráðstefnunni Þjóðarspegillinn á morgun. Engar rannsóknir hafa verið framkvæmdar hérlendis um hvort tengsl séu til staðar á milli fjölda innflytjenda og afbrota. Margrét segir slík tengsl vera háð samfélagslegu samhengi, til að mynda innflytjendastöðu. „Mínar niðurstöður eru meðal annars að það er mjög mismunandi hvort að ungt fólk upplifi jaðarsetningu á milli þessara þriggja landa-borga, hún er mest í Stokkhólmi eins og ég átti von á. En minnst á Íslandi og hérna og hvað varðar afbrot og ofbeldi að þá hefur jaðarsetning áhrif á það.“ „Þegar ég er að skoða stóran hóp af þrettán til sautján ára ungmennum og er að gera þetta í samstarfi við afbrotafræðinga á öðrum Norðurlöndum þá er enginn munur eftir innflytjendastöðu hjá þessum hópi þegar við erum að skoða hvort að ungmennin hafi brotið af sér eða beitt ofbeldi á síðustu tólf mánuðum. En ég er að sjá mun á mörgum öðrum þáttum eins og til dæmis hvort að þau séu jaðarsett í samfélaginu og svo framvegis. Ég set þetta svona í samhengi og fer yfir þessar niðurstöður á Þjóðarspeglinum á morgun,“ segir Margrét. Innflytjendur á Íslandi séu samt auðvitað afskaplega fjölbreyttur hópur. „Af því að það er auðvitað mjög mikilvægt að þessar upplýsingar komi fram í umræðuna því að það er stundum talað um þetta eins og þetta sé frekar einfalt, annaðhvort stafi okkur einhver sérstök ógn af innflytjendum af því að þeir séu líklegri til að brjóta af sér eða ekki.“
Innflytjendamál Vísindi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira