Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. október 2025 15:52 Rannsóknin var hluti af mastersnámi Þórunnar. Samsett Mannekla meðal fangavarða á Íslandi hefur töluverð áhrif á tilfinningalíf þeirra en samstaða meðal varðanna vegur á móti álaginu. Þetta kemur fram í nýrri mastersrannsókn Laufeyjar Sifjar Ingólfsdóttur. Hún kynnti niðurstöðurnar í Þjóðarspeglinum í dag. „Ég vinn í þannig umhverfi sem trúnaður ríkir yfir starfinu, það getur komið ýmislegt upp og þú þarft að bera það á herðum þínum. Ég vinn þannig sjálf svo að það var kveikjan að grunninum,“ segir Laufey Sif Ingólfsdóttir, mastersnemi í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun í Háskólanum á Bifröst. Hún ákvað að rannsaka starf fangavarða þar sem málefni þeirra voru mikið til umræðu á þeim tíma. Engar nýlegar rannsóknir höfðu verið framkvæmdar á starfi fangavarða sem Laufey Sif fannst furðulegt. Eftir að hafa, með smá erfiðleikum, fundið átta fangaverði til að ræða við kom í ljós að þeir upplifa gríðarlegt álag í starfi sínu. „Það kom skýrt fram að andlegt álag er alveg klárlega viðvarandi,“ segir Laufey Sif. „Það er oftast nær ekki sýnilegt í starfinu, þeir þurfa oft að byggja upp brynju og vera eins konar veggur í starfinu. Margir lýstu álaginu sem bakgrunnshljóð, það er alltaf þarna.“ Mannekla spili stórt hlutverk hvað varði álag og streitu. Oft á tíðum þurfi fangaverðirnir að grípa vaktir fyrir kollega sína vegna til dæmis veikinda eða persónulegra aðstæðna. Laufey Sif segir helsta álagsmeinið vera sífelldar aukavaktir. Þrátt fyrir það upplifi fangaverðirnir að þeir hafi ákveðinn sveigjanleika í starfi og hafi tækifæri til að fara úr vinnu sé það nauðsynlegt. Hins vegar eykst álagið á aðra vegna þess. „Einn viðmælandi nefndi að sá aðili fann hægt og rólega fyrir því að ef maður tekur ekki heila helgi í frí þá hefur það áhrif,“ segir Laufey Sif. „En að sama skapi það sem að mér fannst áhugaverðast var að það er rosalega sterk samstaða í þessum starfsmannahóp svona heilt yfir og flestir nefndu að þeir væru ekki að þessu nema það væri svo frábært fólk að vinna með þeim.“ Stuðningur frá Fangelsismálastofnun skipti einnig sköpum þar sem fangaverðir fá fræðslu og ræða málin á jafningjagrundvelli. Þá sé í gangi ákveðin vitundarvakning í starfi fangavarðanna um álag og streitu, með nýliðun í faginu opnast umræðan. Laufey Sif kynnti rannsóknina sína á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Fangelsismál Vísindi Geðheilbrigði Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Ég vinn í þannig umhverfi sem trúnaður ríkir yfir starfinu, það getur komið ýmislegt upp og þú þarft að bera það á herðum þínum. Ég vinn þannig sjálf svo að það var kveikjan að grunninum,“ segir Laufey Sif Ingólfsdóttir, mastersnemi í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun í Háskólanum á Bifröst. Hún ákvað að rannsaka starf fangavarða þar sem málefni þeirra voru mikið til umræðu á þeim tíma. Engar nýlegar rannsóknir höfðu verið framkvæmdar á starfi fangavarða sem Laufey Sif fannst furðulegt. Eftir að hafa, með smá erfiðleikum, fundið átta fangaverði til að ræða við kom í ljós að þeir upplifa gríðarlegt álag í starfi sínu. „Það kom skýrt fram að andlegt álag er alveg klárlega viðvarandi,“ segir Laufey Sif. „Það er oftast nær ekki sýnilegt í starfinu, þeir þurfa oft að byggja upp brynju og vera eins konar veggur í starfinu. Margir lýstu álaginu sem bakgrunnshljóð, það er alltaf þarna.“ Mannekla spili stórt hlutverk hvað varði álag og streitu. Oft á tíðum þurfi fangaverðirnir að grípa vaktir fyrir kollega sína vegna til dæmis veikinda eða persónulegra aðstæðna. Laufey Sif segir helsta álagsmeinið vera sífelldar aukavaktir. Þrátt fyrir það upplifi fangaverðirnir að þeir hafi ákveðinn sveigjanleika í starfi og hafi tækifæri til að fara úr vinnu sé það nauðsynlegt. Hins vegar eykst álagið á aðra vegna þess. „Einn viðmælandi nefndi að sá aðili fann hægt og rólega fyrir því að ef maður tekur ekki heila helgi í frí þá hefur það áhrif,“ segir Laufey Sif. „En að sama skapi það sem að mér fannst áhugaverðast var að það er rosalega sterk samstaða í þessum starfsmannahóp svona heilt yfir og flestir nefndu að þeir væru ekki að þessu nema það væri svo frábært fólk að vinna með þeim.“ Stuðningur frá Fangelsismálastofnun skipti einnig sköpum þar sem fangaverðir fá fræðslu og ræða málin á jafningjagrundvelli. Þá sé í gangi ákveðin vitundarvakning í starfi fangavarðanna um álag og streitu, með nýliðun í faginu opnast umræðan. Laufey Sif kynnti rannsóknina sína á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.
Fangelsismál Vísindi Geðheilbrigði Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira