Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2025 09:01 Helgi Jean Claessen frumkvöðull segist hafa upplifað „miðlífs-tækifæri“ árið 2023, það sem aðrir kalla „miðlífskrísu“. Helgi Jean Claessen frumkvöðull segist stundum líða eins og hann sé að upplifa erfiði ævi sinnar eftir mörg ár af þekkingarleit. Helgi, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, gefur seinna í haust út bók sem byggir meðal annars á öllu hans ferðalagi. Helgi segist hafa farið í mikla dýfu fyrir tveimur árum eftir að hafa talið sig vera kominn með frábært líf. „Ég fór í það sem ég kalla núna miðlífs-tækifærið árið 2023, það sem sumir kalla „Midlife crisis“. En það byrja víst flestir góðir hlutir á krísufundi, þannig að ég kýs núna frekar að nota orðið miðlífstækifæri. Núna eru komin rúmlega tvö ár síðan þetta gerðist. Ég datt mjög hratt niður eftir að hafa talið mig vera kominn með flest sem ég vildi í ytri heiminum. Ég hef farið í gegnum sambandsslit og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni, gjaldþrot á fyrirtæki og alls konar erfiða hluti, en þetta var miklu, miklu erfiðara. Það var ekkert efnislegt sem gat leyst þetta. Ég var búinn að ná í mark, en meira einmana en nokkru sinni fyrr. Mér leið eins og ég hefði fundið einu holuna í heiminum sem enginn hefði farið ofan í og ég hefði dottið ofan í hana. Ég hafði tekið mikið til í lífi mínu og fannst eins og ég væri búinn að taka rótarstöðina alveg í gegn.“ Tók lífsstílinn, mataræðið og fyrirtækið í gegn Helgi segist fyrst hafa tekið lífsstílinn og mataræðið í gegn, svo fjármálin og svo komið fyrirtækinu sínu í fínan farveg. Á fimm árum hafi hann snúið lífi sínu alveg við til hins betra. „En lífið er allt í tímabilum og maður fær alls konar dellur sem að maður sér betur og skýrar þegar maður horfir til baka einhverjum tíma síðar. Ég fór býsna hart og hratt inn í „psychedelic heiminn“ og það var kannski hluti af þessu. Í gegnum hugvíkkandi efni fær maður að sjá hluti sem vekja mann mjög sterkt til vitundar og ef maður gerir það óvarlega verður auðvitað ákveðið rof, af því að maður er að sjá blekkingarnar svo sterkt. Heilinn þarf að fá þetta í skömmtum til að ráða við það. Maður verður að skoða hvað maður vill raunverulega fá út úr því og passa sig að gera það af skynsemi. Fólk hefur áhyggjur af því að hugvíkkandi efni geti sett fólk í rof, en þá má ekki gleyma því að það að vakna til vitundar er í sjálfu sér rof.“ Þurfti að jarðtengja sig Helgi segist hafa þurft að jarðtengja sig í talsverðan tíma til þess að ná jafnvægi eftir dýfuna 2023, en hún hafi kennt honum mikið og hann sé nú mjög þakklátur fyrir það tímabil. Hann hefur nú skrifað bókina „Helga Hjartað“, þar sem hann deilir þeim hlutum sem hann hefur lært í gegnum árin. „Mér finnst ég svolítið loksins vera að uppskera erfiði ævi minnar núna. Það er það sem ég er að miðla með fólki í hópunum sem ég er farinn af stað með núna. Að láta draumana okkar rætast. Ef við skoðum það orð, að rætast, og tengjum það svo við orðið rætur, þá erum við farin að skoða hvað við gerum til að byggja upp ræturnar svo að tréð geti vaxið. Tré sem er ekki með sterkar rætur fýkur bara um koll í næstu vindhviðu. Við vöxum eftir aðstæðum og stundum erum við of upptekin af útlitinu á trénu, en ekki því hvað heldur því og að byggja sterkar rætur. Það að búa til sterkari rætur getur verið erfitt og sársaukafullt, af því að við viljum stundum fá allan þroskann án þess að vinna vinnuna sem býr þroskann til. Ef við notum samlíkinguna um tréð áfram, þá veist þú ekkert hvað er fyrir neðan þegar þú ferð dýpra niður í moldina og myrkrið til að stækka ræturnar. En það hvernig tréð vex niður hefur áhrif á hvernig það vex upp. Við erum þannig líka. Það er afneitun okkar á að vaxa í skugganum og myrkrinu sem kemur í veg fyrir að við vöxum upp í ljósið. Við viljum eitt án þess að hitt fylgi með. En þannig virka þessi lögmál bara ekki.” Uppreisnarseggurinn hið innra fórnaði sér Helgi segist allan fyrri hluta ævi sinnar hafa lifað eftir stöðlum samfélagsins eins og flestir gera og það hafi tekið hann mikla vinnu og langan tíma að þora að fara eigin leiðir, enda risti skilyrðingarnar djúpt. „Við erum flest búin að lifa í einhverju forriti, þar sem við eigum að fara í gegnum skólakerfið, sem á svo að gera okkur að góðum þegnum á vinnumarkaðnum, svo er það hjónabandið og annað sem þú átt að gera til að verða góður samfélagsþegn. Svo eru alls konar tabú eins og hugvíkkandi efni, hlutir sem snúa að kynlífi og fleira sem er ekki samþykkt. Uppreisnarseggurinn innra með mér fórnaði sér fyrir hið rétta samfélagsprógramm fyrstu tuttugu árin af ævinni, en svo kom bara á einhverjum tímapunkti eitthvað stórt nei innra með mér og ég varð að fara að stíga mínar eigin leiðir. Að vera kvíðinn og hlýðinn hætti að virka. Ég hélt lengi að maður fengi verðlaun fyrir að vera kvíðinn og hlýðinn, en svo fattaði ég að það er ekki þannig. Strax frá fyrstu vinnunni minni eftir skólagönguna fann ég á einhvern hátt að þetta væri bara áframhald á skólagöngunni. Að vera hlýðinn frá 9 til 5 og fá svo verðlaun í lok mánaðarins eins og gott einkunnaspjald í skólanum,” segir Helgi. Sá skekkju í samfélagsprógramminu Hann segist hægt og rólega hafa farið að sjá einhverja skekkju í samfélagsprógramminu öllu saman. „Ég man þegar ég fór í fyrsta skipti til sálfræðings fyrir tuttugu árum og spurði hann hvað væri markmiðið með sálfræði. Hann svaraði: „Að aðlaga einstaklinginn að samfélaginu“. Með öðrum orðum að halda öllum í línu. Við viljum öll tilheyra og þráum að vera séð af öðrum, en ef við erum ekki við sjálf og erum að reyna að passa inn í eitthvað mót sem við tengjum ekki við, þá finnum við aldrei raunveruleg tengsl. Öryggishlutinn af okkur vill einhvern fasta og einhvern raunveruleika sem veitir okkur endanlegt öryggi, en það er bara ekki eðli lífsins. Við verðum að kunna að þora að vera við sjálf til að ná alvöru tengingu. Það þurfa allir á endanum að koma út úr skápnum í lífinu um það hverjir þeir raunverulega eru,” segir Helgi. Og hann heldur áfram. „Annaðhvort stígur maður skrefið og verður sá sem maður raunverulega er, eða tekur kostnaðinn við að gera það ekki, sem er yfirleitt mikil þjáning. Raunverulegu kröfurnar í heimabankanum okkar eru tilfinningarnar okkar, sem segja okkur hver við erum. Við komumst flest upp með að fresta þeim mjög lengi, en svo kemur að skuldadögum og þá þurfum við að horfast í augu við hlutverkið sem við höfum tekið að okkur, en viljum ekki lengur vera í. Hlutverkið sem við höfum spilað til þess að vera einhver annar en við raunverulega erum. Hjá okkur flestum liggja ræturnar að þessu hlutverki í gegnum foreldra okkar, sem fóru í gegnum sama forrit og voru líka að reyna að passa inn í norm samfélagsins af ótta við að verða annars dæmd. Þetta hlutverk er yfirleitt komið í okkur fyrir sex ára aldur. Ferðalagið fyrir okkur öll liggur aftur að foreldrum okkar og barnæskunni. Til dæmis manneskja sem er í kulnun í dag sem fullorðinn einstaklingur er í raun enn að súpa seyðið af því hvernig hún lærði að taka ábyrgð eða vera hlýðin til að fá ást. Núna er það í formi vinnuveitandans eða heimilisins í stað foreldranna. Manneskjan er kannski mjög góð í að taka ábyrgð, en hún fórnar sér á kostnað þess. Það sem er dýpst í öllu þessu ferðalagi er sjálfsfórnin, sem er í raun og veru það hvernig maður yfirgefur sjálfan sig krónískt til þess að verða við kröfum annarra. Fólk veit oft ekkert af því að það er að yfirgefa sjálft sig, af því að þetta er orðið svo sjálfsagður hlutur. Undir allri fórnfýsinni er fólk að brugga gremju af því að það er að yfirgefa sjálft sig aftur og aftur,” segir Helgi. Hægt er að nálgast viðtalið við Helga og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is. Podcast með Sölva Tryggva Ástin og lífið Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Helgi, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, gefur seinna í haust út bók sem byggir meðal annars á öllu hans ferðalagi. Helgi segist hafa farið í mikla dýfu fyrir tveimur árum eftir að hafa talið sig vera kominn með frábært líf. „Ég fór í það sem ég kalla núna miðlífs-tækifærið árið 2023, það sem sumir kalla „Midlife crisis“. En það byrja víst flestir góðir hlutir á krísufundi, þannig að ég kýs núna frekar að nota orðið miðlífstækifæri. Núna eru komin rúmlega tvö ár síðan þetta gerðist. Ég datt mjög hratt niður eftir að hafa talið mig vera kominn með flest sem ég vildi í ytri heiminum. Ég hef farið í gegnum sambandsslit og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni, gjaldþrot á fyrirtæki og alls konar erfiða hluti, en þetta var miklu, miklu erfiðara. Það var ekkert efnislegt sem gat leyst þetta. Ég var búinn að ná í mark, en meira einmana en nokkru sinni fyrr. Mér leið eins og ég hefði fundið einu holuna í heiminum sem enginn hefði farið ofan í og ég hefði dottið ofan í hana. Ég hafði tekið mikið til í lífi mínu og fannst eins og ég væri búinn að taka rótarstöðina alveg í gegn.“ Tók lífsstílinn, mataræðið og fyrirtækið í gegn Helgi segist fyrst hafa tekið lífsstílinn og mataræðið í gegn, svo fjármálin og svo komið fyrirtækinu sínu í fínan farveg. Á fimm árum hafi hann snúið lífi sínu alveg við til hins betra. „En lífið er allt í tímabilum og maður fær alls konar dellur sem að maður sér betur og skýrar þegar maður horfir til baka einhverjum tíma síðar. Ég fór býsna hart og hratt inn í „psychedelic heiminn“ og það var kannski hluti af þessu. Í gegnum hugvíkkandi efni fær maður að sjá hluti sem vekja mann mjög sterkt til vitundar og ef maður gerir það óvarlega verður auðvitað ákveðið rof, af því að maður er að sjá blekkingarnar svo sterkt. Heilinn þarf að fá þetta í skömmtum til að ráða við það. Maður verður að skoða hvað maður vill raunverulega fá út úr því og passa sig að gera það af skynsemi. Fólk hefur áhyggjur af því að hugvíkkandi efni geti sett fólk í rof, en þá má ekki gleyma því að það að vakna til vitundar er í sjálfu sér rof.“ Þurfti að jarðtengja sig Helgi segist hafa þurft að jarðtengja sig í talsverðan tíma til þess að ná jafnvægi eftir dýfuna 2023, en hún hafi kennt honum mikið og hann sé nú mjög þakklátur fyrir það tímabil. Hann hefur nú skrifað bókina „Helga Hjartað“, þar sem hann deilir þeim hlutum sem hann hefur lært í gegnum árin. „Mér finnst ég svolítið loksins vera að uppskera erfiði ævi minnar núna. Það er það sem ég er að miðla með fólki í hópunum sem ég er farinn af stað með núna. Að láta draumana okkar rætast. Ef við skoðum það orð, að rætast, og tengjum það svo við orðið rætur, þá erum við farin að skoða hvað við gerum til að byggja upp ræturnar svo að tréð geti vaxið. Tré sem er ekki með sterkar rætur fýkur bara um koll í næstu vindhviðu. Við vöxum eftir aðstæðum og stundum erum við of upptekin af útlitinu á trénu, en ekki því hvað heldur því og að byggja sterkar rætur. Það að búa til sterkari rætur getur verið erfitt og sársaukafullt, af því að við viljum stundum fá allan þroskann án þess að vinna vinnuna sem býr þroskann til. Ef við notum samlíkinguna um tréð áfram, þá veist þú ekkert hvað er fyrir neðan þegar þú ferð dýpra niður í moldina og myrkrið til að stækka ræturnar. En það hvernig tréð vex niður hefur áhrif á hvernig það vex upp. Við erum þannig líka. Það er afneitun okkar á að vaxa í skugganum og myrkrinu sem kemur í veg fyrir að við vöxum upp í ljósið. Við viljum eitt án þess að hitt fylgi með. En þannig virka þessi lögmál bara ekki.” Uppreisnarseggurinn hið innra fórnaði sér Helgi segist allan fyrri hluta ævi sinnar hafa lifað eftir stöðlum samfélagsins eins og flestir gera og það hafi tekið hann mikla vinnu og langan tíma að þora að fara eigin leiðir, enda risti skilyrðingarnar djúpt. „Við erum flest búin að lifa í einhverju forriti, þar sem við eigum að fara í gegnum skólakerfið, sem á svo að gera okkur að góðum þegnum á vinnumarkaðnum, svo er það hjónabandið og annað sem þú átt að gera til að verða góður samfélagsþegn. Svo eru alls konar tabú eins og hugvíkkandi efni, hlutir sem snúa að kynlífi og fleira sem er ekki samþykkt. Uppreisnarseggurinn innra með mér fórnaði sér fyrir hið rétta samfélagsprógramm fyrstu tuttugu árin af ævinni, en svo kom bara á einhverjum tímapunkti eitthvað stórt nei innra með mér og ég varð að fara að stíga mínar eigin leiðir. Að vera kvíðinn og hlýðinn hætti að virka. Ég hélt lengi að maður fengi verðlaun fyrir að vera kvíðinn og hlýðinn, en svo fattaði ég að það er ekki þannig. Strax frá fyrstu vinnunni minni eftir skólagönguna fann ég á einhvern hátt að þetta væri bara áframhald á skólagöngunni. Að vera hlýðinn frá 9 til 5 og fá svo verðlaun í lok mánaðarins eins og gott einkunnaspjald í skólanum,” segir Helgi. Sá skekkju í samfélagsprógramminu Hann segist hægt og rólega hafa farið að sjá einhverja skekkju í samfélagsprógramminu öllu saman. „Ég man þegar ég fór í fyrsta skipti til sálfræðings fyrir tuttugu árum og spurði hann hvað væri markmiðið með sálfræði. Hann svaraði: „Að aðlaga einstaklinginn að samfélaginu“. Með öðrum orðum að halda öllum í línu. Við viljum öll tilheyra og þráum að vera séð af öðrum, en ef við erum ekki við sjálf og erum að reyna að passa inn í eitthvað mót sem við tengjum ekki við, þá finnum við aldrei raunveruleg tengsl. Öryggishlutinn af okkur vill einhvern fasta og einhvern raunveruleika sem veitir okkur endanlegt öryggi, en það er bara ekki eðli lífsins. Við verðum að kunna að þora að vera við sjálf til að ná alvöru tengingu. Það þurfa allir á endanum að koma út úr skápnum í lífinu um það hverjir þeir raunverulega eru,” segir Helgi. Og hann heldur áfram. „Annaðhvort stígur maður skrefið og verður sá sem maður raunverulega er, eða tekur kostnaðinn við að gera það ekki, sem er yfirleitt mikil þjáning. Raunverulegu kröfurnar í heimabankanum okkar eru tilfinningarnar okkar, sem segja okkur hver við erum. Við komumst flest upp með að fresta þeim mjög lengi, en svo kemur að skuldadögum og þá þurfum við að horfast í augu við hlutverkið sem við höfum tekið að okkur, en viljum ekki lengur vera í. Hlutverkið sem við höfum spilað til þess að vera einhver annar en við raunverulega erum. Hjá okkur flestum liggja ræturnar að þessu hlutverki í gegnum foreldra okkar, sem fóru í gegnum sama forrit og voru líka að reyna að passa inn í norm samfélagsins af ótta við að verða annars dæmd. Þetta hlutverk er yfirleitt komið í okkur fyrir sex ára aldur. Ferðalagið fyrir okkur öll liggur aftur að foreldrum okkar og barnæskunni. Til dæmis manneskja sem er í kulnun í dag sem fullorðinn einstaklingur er í raun enn að súpa seyðið af því hvernig hún lærði að taka ábyrgð eða vera hlýðin til að fá ást. Núna er það í formi vinnuveitandans eða heimilisins í stað foreldranna. Manneskjan er kannski mjög góð í að taka ábyrgð, en hún fórnar sér á kostnað þess. Það sem er dýpst í öllu þessu ferðalagi er sjálfsfórnin, sem er í raun og veru það hvernig maður yfirgefur sjálfan sig krónískt til þess að verða við kröfum annarra. Fólk veit oft ekkert af því að það er að yfirgefa sjálft sig, af því að þetta er orðið svo sjálfsagður hlutur. Undir allri fórnfýsinni er fólk að brugga gremju af því að það er að yfirgefa sjálft sig aftur og aftur,” segir Helgi. Hægt er að nálgast viðtalið við Helga og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is.
Podcast með Sölva Tryggva Ástin og lífið Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning