Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Starri Freyr Jónsson skrifar 4. nóvember 2025 09:32 Á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki má finna 79 framkvæmdastjóra sem eru 70 ára og eldri. Það minnir okkur á að vinnuþrek og ástríða fyrir starfi þurfa ekki að hafa síðasta söludag. Flestir Íslendingar hætta að vinna kringum 67–70 ára aldurinn en það á þó alls ekki við um alla. Sumir finna enn djúpan tilgang, gleði og orku í starfi sínu, jafnvel löngu eftir að hefðbundnum eftirlaunaaldri er náð. Margir sem halda áfram að vinna eftir sjötugt búa yfir ómetanlegri reynslu, þrautseigju og yfirvegun sem nýtist bæði viðkomandi fyrirtækjunum og samstarfsfólki þeirra. Á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki í ár má nú finna 79 framkvæmdastjóra sem eru 70 ára eða eldri og er elsti þeirra 87 ára. Tíu framkvæmdastjórar á listanum eru 80 ára eða eldri. Vafalaust finnst mörgum þetta vera óvenjulegur fjöldi á jafn fámennum vinnumarkaði sem Ísland er. Þetta eru einstaklingar sem ekki aðeins hafa haldið dampi heldur stýrt fyrirtækjum sínum með festu, metnaði og skýrri sýn, jafnvel á aldri þar sem flestir eru komnir með hugann við ferðalög á fjarlægar slóðir eða golfhring í sólinni. Reynsla þessara framkvæmdastjóra spannar áratugi af sveiflum í efnahagslífi, tækni og samfélagi. Þeir hafa séð heiminn breytast, frá ritvélum og faxtækjum til gervigreindar og fjarfunda, og hafa aðlagast nýjum og síbreytilegum aðstæðum ótrúlega vel. Þetta eru framkvæmdastjórar sem muna eftir því þegar tölvan tók næstum allt plássið á skrifborðinu og farsíminn var eins og lítill múrsteinn með loftneti. Þessi hópur er sönnun þess að hár aldur þarf alls ekki að vera hindrun heldur miklu frekar styrkur. Þeir hafa safnað ekki aðeins þekkingu heldur líka hæfileikanum til að halda haus þegar aðrir missa móðinn. Það að fólk á þessum aldri sé enn að leiða fyrirtæki er ekki bara vitnisburður um seiglu og eldmóð heldur líka lífsgleði, forvitni og metnað sem smitar út frá sér og minnir okkur á að vinnuþrek og ástríða fyrir starfi þurfa ekki að hafa síðasta söludag. Við heyrðum hljóðið í nokkrum þeirra. Rafmenn ehf. á Akureyri var stofnað árið 1997. Framkvæmdastjóri þess er 73 ára gamall.Vísir/Vilhelm Fyrirtækið Rafmenn ehf. á Akureyri var stofnað árið 1997 og er í meirihlutaeigu Jóhanns Kristjáns Einarssonar rafvirkjameistara og framkvæmdastjóra sem er 73 ára gamall. Rafmenn eru á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki annað árið í röð. „Það segir okkur að við séum að gera rétt og að starfsfólkið okkar er fyrst og fremst fyrirtækið,“ segir Jóhann. En yfir hvaða styrkleikum og kostum býr aldurshópurinn 70 ára og eldri helst yfir þegar kemur að rekstri fyrirtækja að hans mati? „Ég mundi segja að það væri fyrst og fremst gríðarlegur áhugi og virðing fyrir öllum viðskiptavinum okkar og þeim verkefnum sem við tökum að okkur. Það er alltaf gaman í vinnunni hjá okkur.“ Hann segir fyrirtækið koma til að vaxa og dafna eins og undanfarin ár enda er eigendahópurinn samstíga í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. „En ég er smá saman að draga mig í hlé enda starfsævin orðin löng.“ Mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu eru háð duttlungum náttúrunnar. Eitt þeirra er Ís og ævintýri en helsti leikvöllur þess er Vatnajökull og nágrenni. Mynd/Ís og ævintýri. Ferðaþjónustufyrirtækið Ís og ævintýri er á listanum annað árið í röð en voru auk þess á honum árin 2017-2020. Bjarni Skarphéðinn Bjarnason er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og er 70 ára gamall. Hann segir þrautseigju vera helsta styrkleikann og kostinn sem þessi aldurshópur býr yfir. „Einnig skiptir þekkingin og reynsla á starfseminni máli en ég hef unnið sjálfur við stjórnun og skipulag í 35 ár, bæði sem almennur starfsmaður og stjórnandi. Svo er mikilvægt að hafa brennandi áhuga á faginu. Ég hef líka verið farsæll í þessari starfsemi, verið heppinn með gott starfsfólk og góða og trausta samstarfsaðila.“ Aðspurður hversu lengi hann hefur hugsað sér að vinna áfram svarar hann: „Ég hef ekki hugleitt það en ég mun a.m.k. halda störfum áfram á meðan ég hef gaman af því að taka á móti og þjónusta fólk.“ Kristinn Valdemarsson er 72 ára framkvæmdastjóri Barka ehf. í Kópavogi en fyrirtækið sérhæfir sig í loft- og vökvabúnaði. „Þessi aldurshópur er fastheldinn með gömul gildi, fylginn sér og gamaldags,“ segir hann, aðspurður hvaða styrkleika og kosti aldurshópurinn 70 ára og eldri búi yfir. Hann er ekki á leiðinni að setjast í helgan stein strax en eiginkona hans, Erla Gerður Matthíasdóttir, er einnig eigandi og starfsmaður fyrirtækisins. Auk þess starfa fleiri fjölskyldumeðlimir hjá Barka og því oft líf og fjör í vinnunni. „Mitt hlutverk verður óbreytt í náinni framtíð og ég sé ekki fram á miklar breytingar á fyrirtækinu. Við höldum okkur við það sem virkar.“ Dalvík er ekki bara þekkt fyrir nokkra framúrskarandi Eurovision fara heldur hafa þrjú Framúrskarandi fyrirtæki aðsetur þar. Eitt þeirra er Aurora Leisure ehf., sem rekur Hótel Dalvík. Vilhelm Gunnarsson Aurora Leisure ehf., sem rekur Hótel Dalvík, er í fyrsta skipti á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Jóhann Pétur Andersen sem er 81 árs gamall. Yfir hvaða styrkleikum skyldi þessi aldurshópur búa helst yfir að hans mati? „Löng starfsreynsla við breytilegar markaðsaðstæður leiðir til betri dómgreindar við flóknar ákvarðanatökur. Við sem eldri erum höfum ákveðna þrautseigju þegar kreppir að og fyrri reynsla af stjórnendastörfum gefur okkur ákveðið forskot til að leiða á óvissu tímum.“ Hann segir eldri stjórnendur búa yfir góðum skilningi á atvinnugreininni, lögum og reglum og rekstrartæknilegum atriðum sem nýtast við áætlanagerð og stefnumótun. „Það að hafa rekið fyrirtæki um langan tíma með ásættanlegum árangri leiðir til aukins trausts meðal starfsfólks og samstarfsaðila.“ Hvernig sérðu fyrirtækið þróast á næstu árum og þar með hlutverk þitt? „Við munum reyna að sjá til þess að fyrirtækið verði rekið með sama leiðarljósi á komandi árum en ljóst er að ábyrgðin mun flytjast á nýja stjórnendur fljótlega.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Sýnar og Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki. Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Eldri borgarar Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Brim hlaut sjálfbærnisverðlaunin Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Sjá meira
Á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki í ár má nú finna 79 framkvæmdastjóra sem eru 70 ára eða eldri og er elsti þeirra 87 ára. Tíu framkvæmdastjórar á listanum eru 80 ára eða eldri. Vafalaust finnst mörgum þetta vera óvenjulegur fjöldi á jafn fámennum vinnumarkaði sem Ísland er. Þetta eru einstaklingar sem ekki aðeins hafa haldið dampi heldur stýrt fyrirtækjum sínum með festu, metnaði og skýrri sýn, jafnvel á aldri þar sem flestir eru komnir með hugann við ferðalög á fjarlægar slóðir eða golfhring í sólinni. Reynsla þessara framkvæmdastjóra spannar áratugi af sveiflum í efnahagslífi, tækni og samfélagi. Þeir hafa séð heiminn breytast, frá ritvélum og faxtækjum til gervigreindar og fjarfunda, og hafa aðlagast nýjum og síbreytilegum aðstæðum ótrúlega vel. Þetta eru framkvæmdastjórar sem muna eftir því þegar tölvan tók næstum allt plássið á skrifborðinu og farsíminn var eins og lítill múrsteinn með loftneti. Þessi hópur er sönnun þess að hár aldur þarf alls ekki að vera hindrun heldur miklu frekar styrkur. Þeir hafa safnað ekki aðeins þekkingu heldur líka hæfileikanum til að halda haus þegar aðrir missa móðinn. Það að fólk á þessum aldri sé enn að leiða fyrirtæki er ekki bara vitnisburður um seiglu og eldmóð heldur líka lífsgleði, forvitni og metnað sem smitar út frá sér og minnir okkur á að vinnuþrek og ástríða fyrir starfi þurfa ekki að hafa síðasta söludag. Við heyrðum hljóðið í nokkrum þeirra. Rafmenn ehf. á Akureyri var stofnað árið 1997. Framkvæmdastjóri þess er 73 ára gamall.Vísir/Vilhelm Fyrirtækið Rafmenn ehf. á Akureyri var stofnað árið 1997 og er í meirihlutaeigu Jóhanns Kristjáns Einarssonar rafvirkjameistara og framkvæmdastjóra sem er 73 ára gamall. Rafmenn eru á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki annað árið í röð. „Það segir okkur að við séum að gera rétt og að starfsfólkið okkar er fyrst og fremst fyrirtækið,“ segir Jóhann. En yfir hvaða styrkleikum og kostum býr aldurshópurinn 70 ára og eldri helst yfir þegar kemur að rekstri fyrirtækja að hans mati? „Ég mundi segja að það væri fyrst og fremst gríðarlegur áhugi og virðing fyrir öllum viðskiptavinum okkar og þeim verkefnum sem við tökum að okkur. Það er alltaf gaman í vinnunni hjá okkur.“ Hann segir fyrirtækið koma til að vaxa og dafna eins og undanfarin ár enda er eigendahópurinn samstíga í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. „En ég er smá saman að draga mig í hlé enda starfsævin orðin löng.“ Mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu eru háð duttlungum náttúrunnar. Eitt þeirra er Ís og ævintýri en helsti leikvöllur þess er Vatnajökull og nágrenni. Mynd/Ís og ævintýri. Ferðaþjónustufyrirtækið Ís og ævintýri er á listanum annað árið í röð en voru auk þess á honum árin 2017-2020. Bjarni Skarphéðinn Bjarnason er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og er 70 ára gamall. Hann segir þrautseigju vera helsta styrkleikann og kostinn sem þessi aldurshópur býr yfir. „Einnig skiptir þekkingin og reynsla á starfseminni máli en ég hef unnið sjálfur við stjórnun og skipulag í 35 ár, bæði sem almennur starfsmaður og stjórnandi. Svo er mikilvægt að hafa brennandi áhuga á faginu. Ég hef líka verið farsæll í þessari starfsemi, verið heppinn með gott starfsfólk og góða og trausta samstarfsaðila.“ Aðspurður hversu lengi hann hefur hugsað sér að vinna áfram svarar hann: „Ég hef ekki hugleitt það en ég mun a.m.k. halda störfum áfram á meðan ég hef gaman af því að taka á móti og þjónusta fólk.“ Kristinn Valdemarsson er 72 ára framkvæmdastjóri Barka ehf. í Kópavogi en fyrirtækið sérhæfir sig í loft- og vökvabúnaði. „Þessi aldurshópur er fastheldinn með gömul gildi, fylginn sér og gamaldags,“ segir hann, aðspurður hvaða styrkleika og kosti aldurshópurinn 70 ára og eldri búi yfir. Hann er ekki á leiðinni að setjast í helgan stein strax en eiginkona hans, Erla Gerður Matthíasdóttir, er einnig eigandi og starfsmaður fyrirtækisins. Auk þess starfa fleiri fjölskyldumeðlimir hjá Barka og því oft líf og fjör í vinnunni. „Mitt hlutverk verður óbreytt í náinni framtíð og ég sé ekki fram á miklar breytingar á fyrirtækinu. Við höldum okkur við það sem virkar.“ Dalvík er ekki bara þekkt fyrir nokkra framúrskarandi Eurovision fara heldur hafa þrjú Framúrskarandi fyrirtæki aðsetur þar. Eitt þeirra er Aurora Leisure ehf., sem rekur Hótel Dalvík. Vilhelm Gunnarsson Aurora Leisure ehf., sem rekur Hótel Dalvík, er í fyrsta skipti á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Jóhann Pétur Andersen sem er 81 árs gamall. Yfir hvaða styrkleikum skyldi þessi aldurshópur búa helst yfir að hans mati? „Löng starfsreynsla við breytilegar markaðsaðstæður leiðir til betri dómgreindar við flóknar ákvarðanatökur. Við sem eldri erum höfum ákveðna þrautseigju þegar kreppir að og fyrri reynsla af stjórnendastörfum gefur okkur ákveðið forskot til að leiða á óvissu tímum.“ Hann segir eldri stjórnendur búa yfir góðum skilningi á atvinnugreininni, lögum og reglum og rekstrartæknilegum atriðum sem nýtast við áætlanagerð og stefnumótun. „Það að hafa rekið fyrirtæki um langan tíma með ásættanlegum árangri leiðir til aukins trausts meðal starfsfólks og samstarfsaðila.“ Hvernig sérðu fyrirtækið þróast á næstu árum og þar með hlutverk þitt? „Við munum reyna að sjá til þess að fyrirtækið verði rekið með sama leiðarljósi á komandi árum en ljóst er að ábyrgðin mun flytjast á nýja stjórnendur fljótlega.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Sýnar og Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki.
Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Eldri borgarar Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Brim hlaut sjálfbærnisverðlaunin Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Sjá meira