Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2025 20:03 Sigurður, sem lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir að hafa fengið alvarlegt heilablóðfall árið 2007 og lamaðist hægra megin. Nú málar hann myndir á fullu krafti með vinstri hendi en hann var rétthentur fyrir áfall. Magnús Hlynur Hreiðarsson Maður á Selfossi lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir að hafa fengið alvarlegt heilablóðfall árið 2007 og lamaðist hægra megin. Nú málar hann myndir á fullu krafti með vinstri hendi en hann var rétthentur fyrir áfall. Hér erum við að tala um Sigurð Jónsson, eða Sigga Jóns eins og hann er oftast kallaður á Selfossi en hann starfaði til fjölda ára, sem grunnskólakennari á staðnum og var fréttaritari Morgunblaðsins til margra ára. Siggi fékk hins vegar heilablóðfall í lok árs 2007 en hann hefur ekki látið það stoppa sig í framkvæmdagleði með vinstri hendi því hann málar og málar myndir á striga og opnaði nýlega sýningu í Grænumörk á Selfossi, sal félags eldri borgara, ásamt þremur öðrum listamönnum, eða konunum Helgu Guðmundsdóttur, Gunni Sigurdísi og Ernu Gunnarsdóttir. Hvað getur þú sagt mér um Sigga Jóns, hvers konar málari er hann? „Hann er bara ótrúlegur, hann er svo duglegur að það er stórkostlegt. Hann hikar ekki við að reyna eitthvað nýtt og breyta um stíl eins og hann er búin að gera núna og allt með vinstri, maður skammast sín stundum þegar maður horfir á hann og maður með hendurnar í lagi og skuli ekki vera duglegri,“ segir Gunnur Sigdís Gunnarsdóttir, einn af sýnendum á málverkasýningunni. Hér eru þau, sem eru með sýningu á verkum sínum í Grænumörk á Selfossi, frá vinstri, Erna, Sigurður, Helga og Gunnur Sigdís.Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn Sigga og Esterar Óskarsdóttur eru að vonum mjög stolt af pabba sínum og Esther af manni sínum. „Hann er mjög framleiðslugjarn, hann er mjög duglegur. Málar skemmtilegar myndir svona línulegt og líflegar og skemmtilegar myndir, sem hann er að gera. Við erum mjög stolt af honum“, segir Sigríður Rós, dóttir Sigga. „Jú, ég er stolt af honum, hann er svo mikill dugnaðarforkur. Mér finnst hann bara mjög flinkur, ég gæti ekki teiknað svona, það get ég alveg sagt þér,“ segir Esther, eiginkona Sigga. Ein af myndunum frá Sigurði á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað eru þetta margar myndir á sýningunni hjá þér? „Ég hef ekki hugmynd um það“, segir Siggi. Og eru allir velkomnir að koma og skoða? „Já, já“. Og þú málar allt með vinstri hendinni? „Já, það er ekkert mál,“ segir Siggi kátur og hress að vanda. Sigurður Jónsson, listamaður á Selfossi að vinna inn í bílskúrnum heima hjá sér, ásamt Kára Hrafni barnabarni að mála saman.Aðsend Myndlist Árborg Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Sjá meira
Hér erum við að tala um Sigurð Jónsson, eða Sigga Jóns eins og hann er oftast kallaður á Selfossi en hann starfaði til fjölda ára, sem grunnskólakennari á staðnum og var fréttaritari Morgunblaðsins til margra ára. Siggi fékk hins vegar heilablóðfall í lok árs 2007 en hann hefur ekki látið það stoppa sig í framkvæmdagleði með vinstri hendi því hann málar og málar myndir á striga og opnaði nýlega sýningu í Grænumörk á Selfossi, sal félags eldri borgara, ásamt þremur öðrum listamönnum, eða konunum Helgu Guðmundsdóttur, Gunni Sigurdísi og Ernu Gunnarsdóttir. Hvað getur þú sagt mér um Sigga Jóns, hvers konar málari er hann? „Hann er bara ótrúlegur, hann er svo duglegur að það er stórkostlegt. Hann hikar ekki við að reyna eitthvað nýtt og breyta um stíl eins og hann er búin að gera núna og allt með vinstri, maður skammast sín stundum þegar maður horfir á hann og maður með hendurnar í lagi og skuli ekki vera duglegri,“ segir Gunnur Sigdís Gunnarsdóttir, einn af sýnendum á málverkasýningunni. Hér eru þau, sem eru með sýningu á verkum sínum í Grænumörk á Selfossi, frá vinstri, Erna, Sigurður, Helga og Gunnur Sigdís.Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn Sigga og Esterar Óskarsdóttur eru að vonum mjög stolt af pabba sínum og Esther af manni sínum. „Hann er mjög framleiðslugjarn, hann er mjög duglegur. Málar skemmtilegar myndir svona línulegt og líflegar og skemmtilegar myndir, sem hann er að gera. Við erum mjög stolt af honum“, segir Sigríður Rós, dóttir Sigga. „Jú, ég er stolt af honum, hann er svo mikill dugnaðarforkur. Mér finnst hann bara mjög flinkur, ég gæti ekki teiknað svona, það get ég alveg sagt þér,“ segir Esther, eiginkona Sigga. Ein af myndunum frá Sigurði á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað eru þetta margar myndir á sýningunni hjá þér? „Ég hef ekki hugmynd um það“, segir Siggi. Og eru allir velkomnir að koma og skoða? „Já, já“. Og þú málar allt með vinstri hendinni? „Já, það er ekkert mál,“ segir Siggi kátur og hress að vanda. Sigurður Jónsson, listamaður á Selfossi að vinna inn í bílskúrnum heima hjá sér, ásamt Kára Hrafni barnabarni að mála saman.Aðsend
Myndlist Árborg Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Sjá meira