Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2025 20:03 Sigurður, sem lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir að hafa fengið alvarlegt heilablóðfall árið 2007 og lamaðist hægra megin. Nú málar hann myndir á fullu krafti með vinstri hendi en hann var rétthentur fyrir áfall. Magnús Hlynur Hreiðarsson Maður á Selfossi lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir að hafa fengið alvarlegt heilablóðfall árið 2007 og lamaðist hægra megin. Nú málar hann myndir á fullu krafti með vinstri hendi en hann var rétthentur fyrir áfall. Hér erum við að tala um Sigurð Jónsson, eða Sigga Jóns eins og hann er oftast kallaður á Selfossi en hann starfaði til fjölda ára, sem grunnskólakennari á staðnum og var fréttaritari Morgunblaðsins til margra ára. Siggi fékk hins vegar heilablóðfall í lok árs 2007 en hann hefur ekki látið það stoppa sig í framkvæmdagleði með vinstri hendi því hann málar og málar myndir á striga og opnaði nýlega sýningu í Grænumörk á Selfossi, sal félags eldri borgara, ásamt þremur öðrum listamönnum, eða konunum Helgu Guðmundsdóttur, Gunni Sigurdísi og Ernu Gunnarsdóttir. Hvað getur þú sagt mér um Sigga Jóns, hvers konar málari er hann? „Hann er bara ótrúlegur, hann er svo duglegur að það er stórkostlegt. Hann hikar ekki við að reyna eitthvað nýtt og breyta um stíl eins og hann er búin að gera núna og allt með vinstri, maður skammast sín stundum þegar maður horfir á hann og maður með hendurnar í lagi og skuli ekki vera duglegri,“ segir Gunnur Sigdís Gunnarsdóttir, einn af sýnendum á málverkasýningunni. Hér eru þau, sem eru með sýningu á verkum sínum í Grænumörk á Selfossi, frá vinstri, Erna, Sigurður, Helga og Gunnur Sigdís.Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn Sigga og Esterar Óskarsdóttur eru að vonum mjög stolt af pabba sínum og Esther af manni sínum. „Hann er mjög framleiðslugjarn, hann er mjög duglegur. Málar skemmtilegar myndir svona línulegt og líflegar og skemmtilegar myndir, sem hann er að gera. Við erum mjög stolt af honum“, segir Sigríður Rós, dóttir Sigga. „Jú, ég er stolt af honum, hann er svo mikill dugnaðarforkur. Mér finnst hann bara mjög flinkur, ég gæti ekki teiknað svona, það get ég alveg sagt þér,“ segir Esther, eiginkona Sigga. Ein af myndunum frá Sigurði á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað eru þetta margar myndir á sýningunni hjá þér? „Ég hef ekki hugmynd um það“, segir Siggi. Og eru allir velkomnir að koma og skoða? „Já, já“. Og þú málar allt með vinstri hendinni? „Já, það er ekkert mál,“ segir Siggi kátur og hress að vanda. Sigurður Jónsson, listamaður á Selfossi að vinna inn í bílskúrnum heima hjá sér, ásamt Kára Hrafni barnabarni að mála saman.Aðsend Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Hér erum við að tala um Sigurð Jónsson, eða Sigga Jóns eins og hann er oftast kallaður á Selfossi en hann starfaði til fjölda ára, sem grunnskólakennari á staðnum og var fréttaritari Morgunblaðsins til margra ára. Siggi fékk hins vegar heilablóðfall í lok árs 2007 en hann hefur ekki látið það stoppa sig í framkvæmdagleði með vinstri hendi því hann málar og málar myndir á striga og opnaði nýlega sýningu í Grænumörk á Selfossi, sal félags eldri borgara, ásamt þremur öðrum listamönnum, eða konunum Helgu Guðmundsdóttur, Gunni Sigurdísi og Ernu Gunnarsdóttir. Hvað getur þú sagt mér um Sigga Jóns, hvers konar málari er hann? „Hann er bara ótrúlegur, hann er svo duglegur að það er stórkostlegt. Hann hikar ekki við að reyna eitthvað nýtt og breyta um stíl eins og hann er búin að gera núna og allt með vinstri, maður skammast sín stundum þegar maður horfir á hann og maður með hendurnar í lagi og skuli ekki vera duglegri,“ segir Gunnur Sigdís Gunnarsdóttir, einn af sýnendum á málverkasýningunni. Hér eru þau, sem eru með sýningu á verkum sínum í Grænumörk á Selfossi, frá vinstri, Erna, Sigurður, Helga og Gunnur Sigdís.Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn Sigga og Esterar Óskarsdóttur eru að vonum mjög stolt af pabba sínum og Esther af manni sínum. „Hann er mjög framleiðslugjarn, hann er mjög duglegur. Málar skemmtilegar myndir svona línulegt og líflegar og skemmtilegar myndir, sem hann er að gera. Við erum mjög stolt af honum“, segir Sigríður Rós, dóttir Sigga. „Jú, ég er stolt af honum, hann er svo mikill dugnaðarforkur. Mér finnst hann bara mjög flinkur, ég gæti ekki teiknað svona, það get ég alveg sagt þér,“ segir Esther, eiginkona Sigga. Ein af myndunum frá Sigurði á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað eru þetta margar myndir á sýningunni hjá þér? „Ég hef ekki hugmynd um það“, segir Siggi. Og eru allir velkomnir að koma og skoða? „Já, já“. Og þú málar allt með vinstri hendinni? „Já, það er ekkert mál,“ segir Siggi kátur og hress að vanda. Sigurður Jónsson, listamaður á Selfossi að vinna inn í bílskúrnum heima hjá sér, ásamt Kára Hrafni barnabarni að mála saman.Aðsend
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira