„Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. nóvember 2025 19:30 Kári Stefánsson er sáttur við dóminn og erfir málið ekki við Helgu Þórisdóttur forstjóra Persónuverndar. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist telja dóm Hæstaréttar gegn Íslenskri erfðagreiningu hafa verið sjálfsagðan. Hann segist ekki erfa málið við Helgu Þórisdóttur forstjóra Persónuverndar, það sé nú augljóst að málið hafi verið mistök. Þetta kom fram í Reykjavík síðdegis í dag þar sem rætt var við Kára um dóminn sem féll í dag. Hæstiréttur ógilti ákvörðun Persónuverndar frá 23. nóvember 2021 um meint brot Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítala við söfnun og vistun blóðsýna í upphafi heimsfaraldurs Covid-19. Hæstiréttur sneri þar með við dómi Landsréttar og lagði til grundvallar að á tímabilinu 3 til 7. apríl 2020 hafi meðferð og varðveisla blóðsýna hjá ÍE alfarið verið í þágu Landspítalans. Kölluð til af sóttvarnalækni „Það eina sem gerist er að það berst farsótt til Íslands sem í upphafi lítur út eins og fyrsti kaflinn í sögunni um endalok mannkyns,“ segir Kári um dóminn. Hann rifjar upp að 180 sjúklingar hafi látist á einum sama deginum á sama sjúkrahúsinu á Norður-Ítalíu. „Og við förum að vinna fyrir sóttvarnalækni, að hans beiðni. Við greindum sýni úr mjög stórum hundraðshluta þeirra sem voru greindir, við raðgreindum veiruna úr öllum sem sýktust. Við hjálpuðum við að greina allskonar gögn og tókum þátt í að undirbúa allskonar aðgerðir, allt gert fyrir Sóttvarnalækni í samvinnu við Landlækni og þegar ég horfi til baka þá finnst mér þetta allt saman hafa verið gert í fallegri samvinnu, sem var mjög gaman að.“ Hann segir Íslenska erfðagreiningu og sóttvarnalækni þannig hafa verið teymi sem unnið hafi nótt sem nýtan dag. Íslensk erfðagreining hafi ósköp einfaldlega verið að hjálpa til við að hemja útbreiðslu á veirunni, hjálpa til við að sýna hvað sé um að vera. „Að beiðni sóttvarnalæknis og samkvæmt sóttvarnalögum hefur hann ekki bara heimild til þess, honum ber skylda til þess.“ Fullt af góðu fólki í Persónuvernd Þið viljið meina að aðkoma fyrirtækisins hafi verið byggð á neyðarrétti? „Nei, engum sérstökum neyðarrétti. Við vorum bara að vinna fyrir sóttvarnalækni, hann bað okkur um að vinna þessa vinnu og hann hefur heimild til þess að kveða menn til starfa þegar svona stendur á. Öll þessi vinna sem við unnum var gerð í þeim tilgangi að hjálpa til við sóttvarnir.“ Þegar unnið er með nýjan sjúkdóm, nýja farsótt, sé alltaf verið að komast að einhverju nýju. Kári segir Persónuvernd hafa orðið á í messunni. „Því þó við séum að finna eitthvað nýtt sem gerist í sjúkdómnum þá gerir það ekki okkar vinnu að vísindarannsókn sem eigi að lúta öllum þeim reglum sem ná yfir vísindarannsókn sem er gerð í þeim einum tilgangi að stunda vísindi. Við vorum bara að aðstoða.“ Þannig þetta var hluti af sóttvarnaraðgerðinni? „Þetta var hluti af sóttvarnaraðgerðinni. En Kristófer, þú getur líka spurt: Hvert var markmiðið með því að ákvarða að við höfum brotið lög? Hvað náðist við að gera það? Var markmiðið að hrekja einkafyrirtæki frá því að hjálpa hinu opinbera þegar neyðarástand myndast?“ Er það þinn grunur að svo hafi verið? Nei nei. Mér finnst þetta bara klaufaskapur. Það er fullt af mjög góðu fólki niðrí Persónuvernd. Afskaplega góðu fólki en þetta fólk niðrí Persónuvernd er nákvæmlega eins og fólk í flestum öðrum stofnunum í þessu samfélagi, þeim getur orðið á mistök og þetta voru klárlega mistök.“ Erfir ekkert við Helgu Rifjað er upp í Reykjavík síðdegis að Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar og fyrrverandi forsetaframbjóðandi hafi gagnrýnt Katrínu Jakobsdóttur í forsetakosningunum vegna máls Íslenskrar erfðagreiningar og hvernig hún hefði talað um Persónuvernd. „Ef ég man rétt þá var hún nú ekki bara að henda skít í Katrínu, ef ég man rétt þá henti hún nú töluverðum skít í mig. Ég sé enga ástæðu til að erfa það við Helgu og ég er handviss að það sem hún sagði um Katrínu var sagt í hita kosningabaráttu. En það er alveg ljóst að þau ljósyrði gerðu ekki mikið fyrir hennar kosningabaráttu,“ segir Kári. Hafið þið eitthvað rætt saman eftir að þetta mál kom upp? „Nei, ég hef ekkert á móti Helgu, hún er skýr, afskaplega glæsilegur einstaklingur sem er gaman að tala við en ég hef ekki haft tækifæri til þess síðan þetta mál kom upp.“ Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Þetta kom fram í Reykjavík síðdegis í dag þar sem rætt var við Kára um dóminn sem féll í dag. Hæstiréttur ógilti ákvörðun Persónuverndar frá 23. nóvember 2021 um meint brot Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítala við söfnun og vistun blóðsýna í upphafi heimsfaraldurs Covid-19. Hæstiréttur sneri þar með við dómi Landsréttar og lagði til grundvallar að á tímabilinu 3 til 7. apríl 2020 hafi meðferð og varðveisla blóðsýna hjá ÍE alfarið verið í þágu Landspítalans. Kölluð til af sóttvarnalækni „Það eina sem gerist er að það berst farsótt til Íslands sem í upphafi lítur út eins og fyrsti kaflinn í sögunni um endalok mannkyns,“ segir Kári um dóminn. Hann rifjar upp að 180 sjúklingar hafi látist á einum sama deginum á sama sjúkrahúsinu á Norður-Ítalíu. „Og við förum að vinna fyrir sóttvarnalækni, að hans beiðni. Við greindum sýni úr mjög stórum hundraðshluta þeirra sem voru greindir, við raðgreindum veiruna úr öllum sem sýktust. Við hjálpuðum við að greina allskonar gögn og tókum þátt í að undirbúa allskonar aðgerðir, allt gert fyrir Sóttvarnalækni í samvinnu við Landlækni og þegar ég horfi til baka þá finnst mér þetta allt saman hafa verið gert í fallegri samvinnu, sem var mjög gaman að.“ Hann segir Íslenska erfðagreiningu og sóttvarnalækni þannig hafa verið teymi sem unnið hafi nótt sem nýtan dag. Íslensk erfðagreining hafi ósköp einfaldlega verið að hjálpa til við að hemja útbreiðslu á veirunni, hjálpa til við að sýna hvað sé um að vera. „Að beiðni sóttvarnalæknis og samkvæmt sóttvarnalögum hefur hann ekki bara heimild til þess, honum ber skylda til þess.“ Fullt af góðu fólki í Persónuvernd Þið viljið meina að aðkoma fyrirtækisins hafi verið byggð á neyðarrétti? „Nei, engum sérstökum neyðarrétti. Við vorum bara að vinna fyrir sóttvarnalækni, hann bað okkur um að vinna þessa vinnu og hann hefur heimild til þess að kveða menn til starfa þegar svona stendur á. Öll þessi vinna sem við unnum var gerð í þeim tilgangi að hjálpa til við sóttvarnir.“ Þegar unnið er með nýjan sjúkdóm, nýja farsótt, sé alltaf verið að komast að einhverju nýju. Kári segir Persónuvernd hafa orðið á í messunni. „Því þó við séum að finna eitthvað nýtt sem gerist í sjúkdómnum þá gerir það ekki okkar vinnu að vísindarannsókn sem eigi að lúta öllum þeim reglum sem ná yfir vísindarannsókn sem er gerð í þeim einum tilgangi að stunda vísindi. Við vorum bara að aðstoða.“ Þannig þetta var hluti af sóttvarnaraðgerðinni? „Þetta var hluti af sóttvarnaraðgerðinni. En Kristófer, þú getur líka spurt: Hvert var markmiðið með því að ákvarða að við höfum brotið lög? Hvað náðist við að gera það? Var markmiðið að hrekja einkafyrirtæki frá því að hjálpa hinu opinbera þegar neyðarástand myndast?“ Er það þinn grunur að svo hafi verið? Nei nei. Mér finnst þetta bara klaufaskapur. Það er fullt af mjög góðu fólki niðrí Persónuvernd. Afskaplega góðu fólki en þetta fólk niðrí Persónuvernd er nákvæmlega eins og fólk í flestum öðrum stofnunum í þessu samfélagi, þeim getur orðið á mistök og þetta voru klárlega mistök.“ Erfir ekkert við Helgu Rifjað er upp í Reykjavík síðdegis að Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar og fyrrverandi forsetaframbjóðandi hafi gagnrýnt Katrínu Jakobsdóttur í forsetakosningunum vegna máls Íslenskrar erfðagreiningar og hvernig hún hefði talað um Persónuvernd. „Ef ég man rétt þá var hún nú ekki bara að henda skít í Katrínu, ef ég man rétt þá henti hún nú töluverðum skít í mig. Ég sé enga ástæðu til að erfa það við Helgu og ég er handviss að það sem hún sagði um Katrínu var sagt í hita kosningabaráttu. En það er alveg ljóst að þau ljósyrði gerðu ekki mikið fyrir hennar kosningabaráttu,“ segir Kári. Hafið þið eitthvað rætt saman eftir að þetta mál kom upp? „Nei, ég hef ekkert á móti Helgu, hún er skýr, afskaplega glæsilegur einstaklingur sem er gaman að tala við en ég hef ekki haft tækifæri til þess síðan þetta mál kom upp.“
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?