Innlent

Þriggja stiga skjálfti í Öskju

Agnar Már Másson skrifar
Öskjuvatn myndaðist í miklu eldgosi árið 1875.
Öskjuvatn myndaðist í miklu eldgosi árið 1875. SÝN

Jarðskjálfti í Öskju að stærðinni 3,5 mældist í Öskju í morun. Jarðskjálftar af þessari stærð eru ekki mjög algengir á eldstöðinni.

Skjálftinn mældist klukkan 9.39 en í nóvember í fyrra varð skjálfti á svipuðum slóðum sem mældist 3 að stærð, segir í tilkynningu frá Veðrstofu Íslands.

GPS mælingar frá 2023 sýndu að land í Öskju hefur risið um hálfan metra frá því mælingar hófust í ágúst 2021. Landrisið er talið vera vegna kvikusöfnunar á litlu dýpi í eldstöðinni.

Skjálftinn þarf þó ekki að vera vísbending um að gos sé í uppsiglingu, að sögn Iðunnar Köru Valdimarsdóttur náttúruvársérfræðings. Slíkir skjálftar verða af og til þó þeir séu ekki algengir. 

Hún segir að engir eftirskjálftar hafi mælst.

Askja er virk eldstöð í miðhálendi Íslands en stærsta eldgos þar átti sér stað árið 1875 og olli mikilli öskufalli sem náði til Skandinavíu og leiddi til fólksflótta frá Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×