Lífið

Gleði­legan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Elísabet og Pétur Freyr eru eigendur húsgagnaverslunarinnar Vest.
Elísabet og Pétur Freyr eru eigendur húsgagnaverslunarinnar Vest. Instagram

Hönnunarhjónin Pétur Freyr Pétursson og Elísabet Helgadóttir, eigendur húsgagnaverslunarinnar Vest, eiga von sínu öðru barni í apríl. Gleðitíðindunum deilir Elísabet á Instagram í tilefni af feðradeginum.

„Við höfum þagað yfir litlu leyndarmáli. Gleðilegan feðradag. Við verðum fjögur í apríl,“ skrifar Elísabet við færsluna og deilir myndbandi af  dóttur hjónanna, Líf, sem er átta ára, opna lítinn kassa með sónarmyndum ofan í.

Gleðin og spennan skín úr andliti hennar þegar hún áttar sig á því að hún verði stóra systir.

Elísabet og Pétur eru miklir fagurkerar. Fyrir utan að reka húsgagna- og hönnunarverslun hafa þau einnig gert upp og innréttað nokkrar fasteignir.

Fyrir nokkru síðan festu þau kaup á þriggja 200 fermetra parhúsi við Túngötu í Reykjavík. Þau réðust í umfangsmiklar framkvæmdir og gerðu það upp á afar heillandi máta. Áður bjuggu þau í fallegu húsi við Reynihlíð í Suðurhlíðunum.

Sindri Sindrason heimsótti þau hjónin í þættinum Heimsókn á Stöð 2 fyrr á árinu. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.