„Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Bjarki Sigurðsson skrifar 16. nóvember 2025 14:11 Katrín Jakobsdóttir er fyrrverandi forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi forsætisráðherra segir íslenska tungu geta horfið á einni kynslóð vegna tilkomu gervigreindarinnar og áhrifa enskrar tungu. Það hafi aldrei verið mikilvægara fyrir foreldra að halda íslensku efni að börnum sínum. Í dag, 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu. 218 ár eru frá fæðingu eins merkasta skálds Íslandssögunnar, Jónasar Hallgrímssonar, og verða verðlaun hans veitt í þrítugasta skiptið við athöfn í Eddu klukkan tvö. Við sama tilefni er svo veitt sérstök viðurkenning íslenskrar tungu. Íslenskan glímir við ýmsar áskoranir þessa dagana að sögn Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og er alltaf jafn mikilvægt að halda þennan dag hátíðlegan. „Það sem ég hef verið að benda á í þeim efnum er sú staða að unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku. Það er ótrúlega mikið framboð af efni á ensku á þeim miðlum sem ungt fólk hefur aðgang að. Á sama tíma er íslenska efnið í erfiðri samkeppnisstöðu, einfaldlega vegna þess að við erum fá og það er takmarkað sem hægt er að framleiða af efni á íslenskri tungu,“ segir Katrín. Fólk verði að reyna að leggja sitt af mörkum. „Við þurfum auðvitað að rækta íslenskuna, bæði hjá sjálfum okkur og öðrum, með því að vanda okkur. Hugsa um hvernig við getum notað íslensku við allar mismunandi kringumstæður. Ég heyrði í manni gær sem sagðist semja ferskeytlur reglulega til að viðhalda íslenskunni. En þetta er ekki síður mikilvægt fyrir okkur sem erum foreldrar. Þá held ég það skipti öllu máli að halda íslensku efni að börnunum okkar og tala við þau á íslensku. Ég held það hafi aldrei skipt meira máli því þau hafa svo ofboðslegt aðgengi að ensku efni,“ segir Katrín. Eitt sinn hafi fólk haft áhyggjur af áhrifum dönsku á íslenskuna. „Þá tók fólk höndum saman um íslensku og ég held við þurfum á nákvæmlega slíkri hugsun að halda. Það getum við gert hvert og eitt en líka með því að ræða þessi mál og greina hvað þarf að gera,“ segir Katrín. Íslensk tunga Börn og uppeldi Tengdar fréttir Mest lesnu orð á Íslandi Seinustu tveir áratugir hafa verið undirlagðir hinum ýmsu tækniframförum. Ein af þeim sem helst hefur haft áhrif á daglegt líf Íslendingsins er tilkoma snjallsíma. Það þarf varla að fara mörgum orðum um þau áhrif sem þessi töfratæki hafa haft á samfélagið. Besta leiðin til að átta sig á því er líklega bara að skoða sinn eigin skjátíma og reikna það hlutfall ævinnar sem mun vera varið í það að halda á þessu fíknitæki. 2. október 2025 07:02 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Í dag, 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu. 218 ár eru frá fæðingu eins merkasta skálds Íslandssögunnar, Jónasar Hallgrímssonar, og verða verðlaun hans veitt í þrítugasta skiptið við athöfn í Eddu klukkan tvö. Við sama tilefni er svo veitt sérstök viðurkenning íslenskrar tungu. Íslenskan glímir við ýmsar áskoranir þessa dagana að sögn Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og er alltaf jafn mikilvægt að halda þennan dag hátíðlegan. „Það sem ég hef verið að benda á í þeim efnum er sú staða að unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku. Það er ótrúlega mikið framboð af efni á ensku á þeim miðlum sem ungt fólk hefur aðgang að. Á sama tíma er íslenska efnið í erfiðri samkeppnisstöðu, einfaldlega vegna þess að við erum fá og það er takmarkað sem hægt er að framleiða af efni á íslenskri tungu,“ segir Katrín. Fólk verði að reyna að leggja sitt af mörkum. „Við þurfum auðvitað að rækta íslenskuna, bæði hjá sjálfum okkur og öðrum, með því að vanda okkur. Hugsa um hvernig við getum notað íslensku við allar mismunandi kringumstæður. Ég heyrði í manni gær sem sagðist semja ferskeytlur reglulega til að viðhalda íslenskunni. En þetta er ekki síður mikilvægt fyrir okkur sem erum foreldrar. Þá held ég það skipti öllu máli að halda íslensku efni að börnunum okkar og tala við þau á íslensku. Ég held það hafi aldrei skipt meira máli því þau hafa svo ofboðslegt aðgengi að ensku efni,“ segir Katrín. Eitt sinn hafi fólk haft áhyggjur af áhrifum dönsku á íslenskuna. „Þá tók fólk höndum saman um íslensku og ég held við þurfum á nákvæmlega slíkri hugsun að halda. Það getum við gert hvert og eitt en líka með því að ræða þessi mál og greina hvað þarf að gera,“ segir Katrín.
Íslensk tunga Börn og uppeldi Tengdar fréttir Mest lesnu orð á Íslandi Seinustu tveir áratugir hafa verið undirlagðir hinum ýmsu tækniframförum. Ein af þeim sem helst hefur haft áhrif á daglegt líf Íslendingsins er tilkoma snjallsíma. Það þarf varla að fara mörgum orðum um þau áhrif sem þessi töfratæki hafa haft á samfélagið. Besta leiðin til að átta sig á því er líklega bara að skoða sinn eigin skjátíma og reikna það hlutfall ævinnar sem mun vera varið í það að halda á þessu fíknitæki. 2. október 2025 07:02 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Mest lesnu orð á Íslandi Seinustu tveir áratugir hafa verið undirlagðir hinum ýmsu tækniframförum. Ein af þeim sem helst hefur haft áhrif á daglegt líf Íslendingsins er tilkoma snjallsíma. Það þarf varla að fara mörgum orðum um þau áhrif sem þessi töfratæki hafa haft á samfélagið. Besta leiðin til að átta sig á því er líklega bara að skoða sinn eigin skjátíma og reikna það hlutfall ævinnar sem mun vera varið í það að halda á þessu fíknitæki. 2. október 2025 07:02